fbpx

Ómissandi yfir hátíðarnar

HEILSAHOLLUSTA

Jú góðan daginn, bólgudrottningin hérna megin. Því miður, en svona hef ég verið allt mitt líf. Ég má varla borða mat sem inniheldur salt eða einhvers konar óþverra. Það er ein helsta ástæða þess að ég gæti vel að því hvað ég borða og drekk. Líkami minn ræður einfaldlega ekki við þetta. Oft þykir mér ósanngjarnt að mér þurfi að vera refsað með þessum hætti því mér þykir ofsalega gott að borða.

Þrátt fyrir stórlega ýkt viðbrögð líkama míns leyfi ég mér að sjálfsögðu að njóta jólanna til fulls. Ég verð þó að gera nokkra hluti til að vega upp á móti svo ég lifi síðustu daga ársins af. Hér eru fjórir hlutir sem mér finnst ómissandi yfir hátíðarnar.

Ég kreisti hálfa sítrónu út í eitt glas af vatni og drekk það á fastandi maga á morgnana. Ég leyfi kannski 15-20 mínútum að líða þar til ég fæ mér morgunmat. Ég finn það mikinn mun á mér að ég einfaldlega get ekki sleppt þessu. Ég keypti nóg af sítrónum í gær fyrir hátíðarnar. Svo reyni ég líka að drekka nóg af vatni daglega og sleppa gosinu. Það er reyndar engin fórn, mér finnst gos ekki gott.

dsc05911

CC Flax er ein uppáhalds varan mín til margra ára. CC Flax er fínmöluð kalk-, trönuberja- og hörfræblanda sem er tilvalið að bæta við út í þeytinginn eða á grautinn sem dæmi. Ef ég fæ mér hvorugt kyngi ég þessu einu og sér, en það er ákveðin kúnst þar sem blandan er mjög þurr. Þá reyni ég að skella þessu aftast í munninn og drekk eitt glas af vatni með. CC flax losar mikinn bjúg og dregur úr fyrirtíðarspennu og túrverkjum. Ég elska CC flax og gæti ekki verið án þess yfir hátíðarnar… og allt árið um kring.

Mér finnst gott að fá mér einn þeyting á hverjum degi. Þeir eru auðmeltanlegir og það er eitthvað sem ég þarf á að halda á móti öllum þessum þunga mat. Ég verslaði ýmislegt í gær í þeytingana:

Screen Shot 2014-12-22 at 9.18.08 AM

Rauðrófusafa frá Beutelsbacher
Rís- og möndlumjólk 1L
Kókosvatn 1L
Sítrónur
Hnetusmjör
Grænt te
Chiafræ
Avókadó
Hörfræolía
Fruit and Greens
Lime
Kókosflögur
Mangó
Berjablöndu
Gulrætur
Spínat
Appelsínur
Græn epli

Að byrja daginn á góðri ommilettu er það allra besta sem ég geri. Undanfarið hef ég fengið mér þrjár hvítur og eitt egg. Ég legg eggjahræruna ofan á spínatbeð og strái ferskum parmesan osti yfir. Orkumikill morgunmatur sem gefur mikla næringu. Það er um að gera að reyna að fá góða næringu, sérstaklega í morgunsárið :)

Þetta er það helsta sem ég huga að yfir hátíðarnar svo ég lifi af. En gúúúd greisjösss hvað ég hlakka til að borða hamborgarhrygginn með bestu sósu allra tíma.. sluurp!

karenlind

Flottar peysur

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Linda María

    23. December 2014

    Hvar fær maður CC flax? :)

    • Karen Lind

      23. December 2014

      Ég kaupi mitt alltaf í Nettó eða Lyfju :) Kostar tæpar 4 þúsund krónur minnir mig – en dugar lengi :)

  2. Lára

    31. December 2014

    Ég er búin að heyra marga tala um sítrónuvatn á morgnana, má ég spyrja hvernig mun þú finnur á þér ef þú drekkur það ekki ? Er að reyna að koma því inn í rútínuna hjá mér ;)

    -Lára

    • Karen Lind

      4. January 2015

      Æ sá aldrei þetta komment… en ég er t.d orkumeiri, verð lítið veik (eiginlega aldrei), finnst ég líta betur út… :)