Ég ráfaði inn í verslun í NY um daginn sem býður upp á ótrúlega flott úrval af ferskri matarvöru. Ég þurfti að ná lestinni og var því ekki á leiðinni þangað inn, en hollusta var það eina sem var á boðstólnum og verslunin svo einstaklega skemmtileg að ég varð að snúa við og líta inn. Í kælinum var eitthvað af úrvali af svörtum og gráum drykkjum, ásamt þessum týpísku grænu drykkjum, engifer- og túrmeríkskotum svo eitthvað sé nefnt. En svartir og gráir smoothies? Aldrei séð það áður!
Utan á þeim stóð “charcoal” eða kol. Án þess að hafa eitthvað kynnt mér þetta sýnist mér að koldrykkir hafi náð miklum vinsældum vestanhafs. Hype-ið byrjaði 2014. Kolið er fáanlegt í töfluformi og því bætt við smoothiedrykkina. Eflaust er kolið til í öðru formi – ég þekki það ekki.
Svo virðist vera sem það sé vinsælt að blanda sítrónusafa við kolið. Í sinni einföldustu mynd sýnist mér eiturefni eiga að bindast kolinu og þau skolast þannig út. Mig langar til að kynna mér þetta eilítið betur en ef þið hafið einhverja hugmynd um þetta “nýja” kolæði – endilega skiljið eftir athugasemd og fræðið mig og aðra.
Skrifa Innlegg