fbpx

Heilsan í myndum

HEILSAHOLLUSTAHREYFINGPERSÓNULEGT

Nokkrar myndir frá mínum síðustu dögum! Ég geri lítið annað en að læra og hreyfa mig, svo myndaval er fremur ófjölbreytt :)

19

Ég fór á æfingu í hádeginu og lyfti fætur. Alltaf tekst mér að fá hellur fyrir eyrun á þeim æfingum, en það er m.a. merki um áreynslu svo það er góðs viti. Þessi bleiki bolti er lífið og nær til staða sem foam rúllan nær ekki til. Ég fékk einn svona bolta gefins fyrir um ári síðan á Crossfit-móti en í flutningunum hefur honum tekist að skoppa í burtu og týnast (ég kenni boltanum um, ekki mér). Ég varð að kaupa mér annan, og fékk þennan í Hreysti í Skeifunni á 1495 kr í.

18

Ljúft.. spínat, egg, festaostur og balsamik edik gljái.

17

Hughreystandi umbúðir hjá Lifandi Markaði. Öll þessi plastnotkun og plastframleiðsla fer með mig. Annars sá ég að Gula þruman er komin í kælinn í Lifandi Markaði. Mig minnir endilega að það hafi verið lífrænn appelsínusafi, mangó, kókos og eitthvað fleira í henni. Hljómaði vel!

16

Uppáhalds blandan í smoothie!

15

… Slender Sticks með nýrri bragðtegund. Ofsalega góð… mörgum finnst þessi bragðtegund vera sú besta!

14

… ég kaupi yfirleitt þessar ódýru appelsínur til að pressa í safana. Finnst þær bara alveg jafn góðar og hinar :)

13

Gulrótarsafi og lágkolvetnabananabrauð :)

12

Ommeletta í umferðinni.

11

Ég fékk þetta fína Polar Loop úr um daginn. Ég sá þá svart á hvítu hvað viðveran á bókasafninu gerði mér lítinn sem engan greiða. Úrið virkar mjög hvetjandi á mig því ég sé nákvæmlega hvar ég stend hvað varðar markmið dagsins. Stundum hef ég setið of mikið og þar af leiðandi hef ég farið í langar göngur á kvöldin til að ná markmiði dagsins (þá sést goal á skjánum). Eitt kvöldið var ég hoppandi og skoppandi um í rúminu því ég hafði aðeins nokkrar mínútur til stefnu áður en klukkan myndi slá 00:00. Davíð horfði á mig og sagði hreint út “Guð minn góður, það er eitthvað að þér”.. hahaha… Metnaðurinn að drepa mann… eða kannski úrið að drepa mann?

20

Þessi duftbréf hafa reddað mér frá súrum dögum á bókasafninu… ég vil ekki drekka kaffi eða gosdrykki og því eru Slender Sticks duftbréfin mjög hentug fyrir mig. Ég byrjaði fyrst að drekka kaffi í fyrra, þá 28 ára, og drakk kannski kaffi svona einu sinni í mánuði. Svo tók ég ákvörðun í janúar á þessu ári að ég myndi losa mig við kaffidrykkju fyrir fullt og allt. Þegar maður hefur lítið til að grípa í finnst mér snilld að geta bragðbætt vatnið mitt með Slender Sticks.

.. en annars langar mig að segja ykkur að ég er ekki enn byrjuð í einkaþjálfuninni. Dagskráin í ÍAK skólanum breyttist eilítið og ég byrja í þjálfun hjá Tinnu Rún þann 21. apríl næstkomandi. Núna æfi ég daglega ein, sem mér finnst alveg þrusufínt. Ég verð vonandi komin á gott ról þegar þjálfunin hefst, þetta tekur nefnilega alveg sinn tíma. Ég finn að styrkurinn er allur að koma tilbaka en vöðvaþolið er ekki jafn gott. Einn dagur í einu.. :)

karenlind

Súkkulaðismoothie

Skrifa Innlegg

20 Skilaboð

  1. María Blöndal

    8. April 2014

    Hæ, þetta Polar Loop er algjör snilld en ertu að nota appið til að láta úrið og símann tala saman ?

  2. Heiða

    8. April 2014

    hvernig er þetta úr? ég er ekki að skila enn er mjög forvitin :)

    • Karen Lind

      8. April 2014

      … í stuttu máli slær maður inn þyngd, hæð og fleiri bakgrunnsbreytum. Úrið finnur út ýmsa hluti, eins og t.d hvað maður þarf hreyfa sig mikið daglega til að ná settum markmiðum. Svo má fylgjast með þessu öllu saman í appinu í símanum, eða í tölvunni. Ég þarf eiginlega að útskýra þetta betur í færslu, þá get ég sýnt fleiri myndir og svona. Þetta verður bara ruglingslegt í svona stuttu máli :)

  3. Karen Lind

    8. April 2014

    Já… ég er með Polar Loop app-ið. Reyndar lenti ég í því að upplýsingarnar syncuðust ekki við app-ið og ég er að bíða eftir símtali frá tæknimanni. Hingað til hef ég látið duga að lesa upplýsingarnar af skjánum. Hefur þú verið að nota það?

  4. Kristín

    8. April 2014

    Mér hefur einmitt tekist að fá hellur fyrir eyrun í hvert skipti sem ég fer á æfingu..
    Í dag fór ég til háls-, nef- og eyrnalæknis og fékk að vita það að hellur fyrir eyrun við áreynslu er merki um vöðvabólgu í öxlum og/eða hálsi :)
    Bara svona til fróðleiks!

    • Karen Lind

      8. April 2014

      Nei er það? Ég er reyndar með mjög mikla vöðvabólgu að staðaldri svo það getur vel verið ástæðan líka. En ég finn aðallega fyrir hellunum þegar ég lyfti fætur, eflaust því það eru stórir vöðvar og æfingarnar mun erfiðari. Ég er samt eflaust að fá þetta vegna bæði vöðvabólgunnar og fótaæfinganna :-) Takk fyrir skemmtilegt komment!

      • Kristín

        8. April 2014

        Mín var ánægjan! Ég er einmitt með svona króníska vöðvabólgu í öxlunum sem hefur ekkert verið að trufla mig þannig lagað. Hann talaði eitthvað um að við áreynslu bólgnar vöðvi inni í eyranu sem lokar kokhlustinni og maður fær hellu. En þetta gerist yfirleitt ekki nema maður sé með einhverja vöðvabólgu fyrir :)

  5. Viktoría Ómarsdóttir

    8. April 2014

    Hvar fást þessi slender sticks?

  6. Karen Lind

    8. April 2014

    Undanfarið hef ég keypt mín í Nettó eða Krónunni :)

  7. Sigga Hulda

    8. April 2014

    Ég hef heldur ekki náð að sync-a úrið við símann minn! Skjárinn á úrinu nægir mér þó alveg:)

  8. Andrea

    8. April 2014

    Vá ekki vissi ég þetta með vöðvabólguna og hellur fyrir eyrun! Ég fæ örugglega alltaf hellur við áreynslu í ræktinni og er einmitt líka með mikla vöðvabólgu að staðaldri – svo að þetta stemmir alveg ;)

  9. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir

    9. April 2014

    Sama hér, það eina sem kemst að er lærdómur og ræktin! Sporthúsið er orðið manns annað heimili og bjargar geðheilsunni í lærdómsgeðveikinni :D

  10. Marta Kristín

    9. April 2014

    Þar sem ég og vöðvabólga höfum verið góðir vinir síðan í grunnskóla langaði mig að koma með smá input:) Ég held að flestir vita þessi týpísku ráð til að minnka/losna við vöðvabólgu, heitt bað, hita og kælimeðferðir, slökun og svo framvegis. EN það sem hefur hjálpað mér svo ennþá meira er að nota góðar vörur til að hjálpa mér að slaka á : http://martakristin.blogspot.com/2014/03/uppahalds-slokunarvorurnar-minar-top-3.html

    OG það lang besta fyrir ræktarrotturnar er Sore no more hitakremið. Smella því þar sem verkur eða pirringur í vöðva er og skella sér svo á æfingu. Þvílíkur munur :)

    • Karen Lind

      10. April 2014

      Takk fyrir þetta kæra Marta Kristín – alltaf frábært að fá góð komment :)

  11. Rakel

    10. April 2014

    Ég var að pæla hvað íþróttaskórnir heita sem þú ert í á myndinni?? Eru þeir góðir í ræktina?

    • Karen Lind

      10. April 2014

      Þeir heita Speedform.. eg fekk tha fra Under Armour um daginn og ja, eg verd ad maela med theim.. þeir eru extra lettir, og það er hægt að klæðast þeim an sokka.. :-)

  12. Anna María

    10. April 2014

    Veistu nokkuð hvort það sé koffín í slender sticks ? :) Sýnist ekki þegar ég googla, en vildi bara vera alveg viss :)

  13. Heiða Birna

    10. April 2014

    Dugleg ertu!