fbpx

Flatkaka með hummus og radísuspírum

HEILSAHOLLUSTA

Í fyrra fór ég á Lífræna daginn sem haldinn var í Ráðhúsinu. Ég fékk að smakka svo ótalmargt gott á hinum ýmsu básum en eitt af því sem stóð upp úr voru vörurnar frá Eco Spíra. Eco spíra selur margs konar tegundir af lífrænum spírum hvor annarri betri. Spírur flokkast sem ofurfæði og það þarf engan að undra það, enda stútfullar af vítamínum, andoxunarefnum, ammonísýrum, steinefnum o.fl.
Screen Shot 2014-04-10 at 6.26.53 PM Screen Shot 2014-04-10 at 6.27.11 PM Screen Shot 2014-04-10 at 6.27.20 PM Screen Shot 2014-04-10 at 6.27.56 PM Screen Shot 2014-04-10 at 6.27.29 PM Screen Shot 2014-04-10 at 6.28.05 PM

Mér finnst radísuspírurnar æðislegar og tilvaldar sem álegg ofan á brauð, flatköku, maískex eða hvað sem manni dettur í hug. Ég hef ætlað að deila þessu með ykkur í rosalega langan tíma en loks bætti ég úr því. Það skemmtilega við radísuspírurnar er litríkt og örlítið óvenjulegt útlit þeirra. Þær geta látið hvaða máltíð líta vel út. Ég er einungis með hummus og radísuspírur á flatkökunni en það mætti halda að Jói Fel hafi komið við og reddað málunum fyrir myndatökuna. Radísuspírurnar eru því fallegar fyrir augað og enn betri fyrir líkamann :-) Ég alveg elska allt svona einfalt. Ég er því miður ekki ein þeirra sem nenni að hanga inni í eldhúsi að dúllast.. eða jú, ég nenni því nú alveg en ég hef ekki tíma. Það eru nú fleiri, eða flestir í sömu sporum, og því er alltaf gott að geta gert eitthvað súper hollt á örskotsstundu. Ég keypti radísuspírurnar í Bónus :)

karenlind

Heilsan í myndum

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Una Unnars

  10. April 2014

  Þarf að prufa þetta bæta þessu við! þar sem ég lifi á flatkökum með hummus :)

 2. Tinnarun

  11. April 2014

  en skemmtilegt!

 3. Erla Dögg

  11. April 2014

  Hvaða hummus notar þú? Býrðu hann til sjálf eða? :)

  • Karen Lind

   11. April 2014

   Nei ég nota alltaf þennan úr Bónus… ég þarf að taka mynd af honum og skella inn :-) Skal gera það í dag / morgun.

 4. Hildur Ragnarsdóttir

  11. April 2014

  mega girnilegt, ég hef keypt frá þeim en ekki svona radísuspírur, þær eru mega fallegar ;-)

  • Karen Lind

   11. April 2014

   haha! og hvað ætla ég að gera í því!!! Ekkert!