Ég er sjálfskipaður talsmaður norska vatnsins VOSS. Það er bara svona, eitt heillar mann og annað ekki. VOSS vatnið þykir mér eitthvað extra skemmtilegt og áhugann má nú aðallega rekja til útlit flöskunnar. Hún er eitthvað svo einföld og aðlaðandi. Vatnið er út um allt, í öllum heilsublöðum, á instagram, pinterest. Vinsældir VOSS fara vaxandi, ég er nú svo sem ekkert að vitna í neinar rannsóknir en ég býst passlega við því miðað við birtingar og umfjallanir. En svo er líka tvennt ólíkt að drekka vatn úr glerflösku eða plastflösku, vatnið helst kalt í mun lengri tíma og svo er auðvitað ágætt að reyna að sniðgangast alla þessa plastnotkun. Til gamans má geta að VOSS vatnið verður í aðalhlutverki í eftirpartýi Golden Globes þann 10. janúar næstkomandi.
5 Skilaboð
-
Hvers vegna að flytja vatnið yfir lækinn? Við erum svo ákaflega heppin með okkar tæra, góða vatn.
-
Ég mæli með að kíkja líka á dropbottle.co fyrir þá sem eru að spá í gler-vatnsflösku. Ég keypti með rosegold loki og hún er svo falleg að ég get ekki hætt að búa til (og drekka) mismunandi samsetningar af girnilegu ávaxtavatni!
-
Mig langar svo í svona!! :)Fást þessar flöskur hér á landi eða er hægt að panta þær á netinu einhvers staðar?
Skrifa Innlegg