Fljótlegt próteinboost

FÆÐUBÓTAREFNIHEILSUDRYKKIR

Lítill sem enginn tími gefst í að undirbúa flókin mat þessa dagana. Ég gleymdi að borða í margar klukkustundir fyrstu vikurnar eftir að ég átti dóttur mína.. það gengur víst ekki & því ákvað ég að kaupa mér prótein til að einfalda þetta örlítið. Innihaldið er það sama og er notað í því boosti sem ég kaupi mér eftir ræktina og vona ég að það sé í lagi að ég birti það hér. Ég hef svo sem ekki hlutföllin en þau eru svo sem óþörf – maður getur nokkurn veginn sirkað þetta út sjálfur.

Ég fæ mér prótein kannski annan eða þriðja hvern dag. Það hefur engin áhrif á brjóstagjöf hjá mér. En ég er enn með nokkur aukakíló á mér eftir meðgönguna, það er víst raunveruleikinn. Ég nánast hélt að þetta myndi hverfa á no time en það er ekki að gerast, þetta tekur greinilega sinn tíma í mínu tilfelli. Nokkur kíló til eða frá, það er ekki aðalmálið.. ég á hins vegar engin föt fyrir þá stærð sem ég er í núna – ætli ég verði ekki að gefa undan og kaupa mér nokkrar flíkur?

screen-shot-2017-01-25-at-2-50-49-pm screen-shot-2017-01-25-at-2-51-40-pm screen-shot-2017-01-25-at-2-51-51-pm

Uppskrift:
1 skeið jarðaberjaprótein
Frosin jarðaber
Hörfræ
Vatn
Klakar

Fyrir mitt leiti er mikilvægt að ég hreyfi mig samhliða próteininntöku. Ég fór sem betur fer fljótt að hreyfa mig eftir meðgönguna, eða ca. þremur vikum. Það var það besta sem ég gerði fyrir sjálfa mig. Ég fann mjög sterkt á meðgöngunni hve heilsan er mér mikilvæg, svo ég var ekki lengi að koma mér í gang því ég hafði saknað hennar afskaplega.

karenlind1

Charcoal: Black is the new green

HEILSAHEILSUDRYKKIR

Ég ráfaði inn í verslun í NY um daginn sem býður upp á ótrúlega flott úrval af ferskri matarvöru. Ég þurfti að ná lestinni og var því ekki á leiðinni þangað inn, en hollusta var það eina sem var á boðstólnum og verslunin svo einstaklega skemmtileg að ég varð að snúa við og líta inn. Í kælinum var eitthvað af úrvali af svörtum og gráum drykkjum, ásamt þessum týpísku grænu drykkjum, engifer- og túrmeríkskotum svo eitthvað sé nefnt. En svartir og gráir smoothies? Aldrei séð það áður!

Utan á þeim stóð “charcoal” eða kol. Án þess að hafa eitthvað kynnt mér þetta sýnist mér að koldrykkir hafi náð miklum vinsældum vestanhafs. Hype-ið byrjaði 2014. Kolið er fáanlegt í töfluformi og því bætt við smoothiedrykkina. Eflaust er kolið til í öðru formi – ég þekki það ekki.

Svo virðist vera sem það sé vinsælt að blanda sítrónusafa við kolið. Í sinni einföldustu mynd sýnist mér eiturefni eiga að bindast kolinu og þau skolast þannig út. Mig langar til að kynna mér þetta eilítið betur en ef þið hafið einhverja hugmynd um þetta “nýja” kolæði – endilega skiljið eftir athugasemd og fræðið mig og aðra.

karenlind

Djúsbók Lemon

HEILSUDRYKKIR

Ég hef oft sagt ykkur frá því að ég eeelska Lemon. Staðurinn er einn af mínum uppáhalds og ég droppa mjög oft við þegar ég rölti Laugaveginn. En nýlega gáfu þeir Jón Arnar og Jón Gunnar Geirdal, eigendur Lemon, út djúsbók stútfulla af uppskriftum. Þá bæði uppskriftum af þeim djúsum sem eru í boði á Lemon ásamt mörgum öðrum. Í upphafi bókarinnar kemur fram að bókin sjálf hafi verið lengi á teikniborðinu þar sem höfundum bókarinnar langaði til að hafa nægt úrval af uppskriftum. Þeim tókst það heldur betur vel! Bókinni er skipt niður í fjóra hluta eða eftir innihaldi djúsanna/þeytinganna. Kaflarnir eru eftirfarandi:

Þykkir ávaxtasafar 
Ávaxtadjúsar
Ávaxta- og grænmetisdjúsar
Skyrþeytingar

Bókin er skemmtilega litrík, einföld í uppsetningu og auðveld lestrar. Uppskriftirnar innihalda yfirleitt ekki meiri en þrjú til fjögur hráefni. Það er mikill kostur, bæði fyrir budduna og fyrirhöfnina.

Screen Shot 2015-01-10 at 7.04.34 PMScreen Shot 2015-01-10 at 7.04.43 PM Screen Shot 2015-01-10 at 7.05.05 PM Screen Shot 2015-01-10 at 7.05.12 PMScreen Shot 2015-01-10 at 7.05.46 PM Screen Shot 2015-01-10 at 7.05.39 PM 1 Screen Shot 2015-01-10 at 7.05.32 PMScreen Shot 2015-01-10 at 7.05.22 PM Screen Shot 2015-01-10 at 7.05.57 PM Screen Shot 2015-01-10 at 7.06.07 PM

Djúsbókin fæst til dæmis:

Í Hagkaupum = hér
Hjá Forlaginu = hér
Í Eymdundsson = hér.

Nú get ég farið að blanda mér Nice Guy og Good Times hér heima… ásamt því að prófa allar hinar 40 uppskriftirnar! Þetta er æðisleg bók sem verður mikið nýtt á mínu heimili :)

karenlind

Rauðrófusmoothie

HEILSUDRYKKIR

Þessi smoothie er frekar svipaður þessum sem Ásdís Grasalæknir mælti með, ég bloggaði um hann um daginn, sjá hér. Aftur á móti átti ég smá spínat og svo var ég að fá þessa fínu spírulínu og því bætti ég þessu tvennu við… og auðvitað setti ég CC-flax út í hann.

Sumum finnst rauðrófusafi algjör viðbjóður… ég skil alveg hvað fólk á við því það er eilítið öðruvísi bragð af rauðrófusafa en þessum týpísku söfum. Bragðinu af rauðrófusafa hefur verið líkt við moldarbragð – en ég átta mig engan veginn á þeirri samlíkingu! Mér finnst hann æðislegur og bragðið hittir beint í mark.

Þar sem bragðið er furðulegt fyrir sumum er sniðugt að útbúa smoothie-a sem innihalda rauðrófusafa. Með ýmis konar útfærslum má deyfa rauðrófubragðið með t.d. kanil, ávöxtum eða möndlumjólk.

En það jákvæða við rauðrófusafann er að hann er ofsalega hreinsandi, góður fyrir meltinguna og er einstaklega hollur. Mig minnir endilega að rauðrófur séu flokkaðar sem ofurfæði. Ég mæli með því að konur séu duglegar við að fá sér rauðrófusafa endrum og eins – hann hjálpar til við mánaðarlegu hreinsunina og dregur jafnvel úr tíðarverkjum svo einhver dæmi séu tekin.

IMG_2733 IMG_2742 IMG_2753 IMG_2756 IMG_2772

Ég var svo hrikalega svöng að ég mixaði e-u saman og lagði ekki nákvæmlega á minnið hve mikið ég setti í hann… en þetta er ca. uppskriftin. Þið prófið ykkur áfram, og munið að þið getið bætt við kanil, möndlumjólk eða jafnvel mangóinu til að deyfa rauðrófubragðið. Persónulega finnst mér ótrúlega gott að finna kanilbragðið.. það kemur skemmtilega á óvart! Þessi uppskrift dugar fyrir einn.

Rauðrófusmoothie

200 ml. af rauðrófusafa frá Beutelsbacher
1 dl. af möndlumjólk frá Bio Isola
Frosið mangó (ég set mikið af því)
Eilítið af spínati
½ grænt epli
1 tsk. af Fruit and Greens frá NOW
1 tsk. af spírulínu frá NOW
½-1 tsk. af kanill frá Himneskri Hollustu

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

After workout smoothie

HEILSUDRYKKIR

Þá gat ég loksins farið í líkamsrækt eftir nokkra daga flensu. Ég leyfi mér af og til að kaupa Fröken Fitness boost eftir æfingu en það er keimlíkt þessu sem ég bjó mér til áðan. Eins og ég hef áður sagt er ég ekkert voðalega hlynnt próteininntöku. Ruslið.. já ég sagði ruslið sem er oft í þessu próteini er með ólíkindum. Margir kunna lítið sem ekkert að lesa þessar flóknu innihaldslýsingar með alls konar orðum sem varla er hægt að bera fram (þ. á m. ég) sem segir manni líka ansi margt. Ég vel mitt prótein af kostgæfni, nota það afar sjaldan og þá lítinn skammt í einu. Frekar kýs ég að leggja áherslu á að borða hollan og næringarríkan mat í stað þess að nota prótein að staðaldri og reyni því að fá mér slíka drykki sem sjaldnast. En drykkirnir eru oft vissulega góðir svo ég “svindla” stundum út af því. Aðalatriðið er að hugsa vel um mataræðið og þá er maður sko meira en góður :)

Screen Shot 2014-04-14 at 2.53.13 PM Screen Shot 2014-04-14 at 2.53.24 PM Próteinsjeik fyrir tvo
10 frosin jarðarber (ca.)
Tæp 1 mæliskeið af hreinu próteini frá NOW
Nóg af hörfræjum
Vatn
Klakar

Fylgist svo með í kvöld eða á morgun.. skemmtilegur gjafaleikur handan hornsins :-)

karenlind

Súkkulaðismoothie

HEILSUDRYKKIR

Þetta er í fyrsta sinn sem ég bý til súkkulaðismoothie. Ég fór að mestu leyti eftir uppskriftinni hennar Ebbu Guðnýjar (sjá hér) en ég átti ekki möndlur og notaði því hnetusmjör í staðinn. Eins hefði ég viljað nota annað kakó, en lífræna kakóið frá Rapunzel var uppselt. Engu að síður var drykkurinn dásamlegur á þessum góða lærdómssunnudegi. Ég er tiltölulega nýkomin úr líkamsræktinni og hljóp í ca. 40 mínútur og tók tvær til þrjár æfingar ásamt kviðæfingum. Svo er ég búin að skrá mig í spinning í fyrramálið kl. 6.05. Ætli ég fari? Ég er nefnilega ekkert svo viss um að ég nenni því þegar klukkan hringir!

Screen Shot 2014-04-06 at 4.01.35 PM Screen Shot 2014-04-06 at 4.01.45 PM Screen Shot 2014-04-06 at 4.02.05 PM Screen Shot 2014-04-06 at 4.01.56 PM

Súkkulaðismoothie:
1 banani
1-2 dl. kókosrísmjólk frá Isola
6-10 dropar af French Vanilla stevíudropum frá Now 

1 msk. af grófu hnetusmjöri frá Himneskt
1 msk. af kakói frá Himneskt
Klakar
1 msk. af hampfræjum

Æðislegur, mæli sko 100% með honum!

karenlind

Rauðrófudásemd

HEILSUDRYKKIR

Úbbs, ég ætlaði að vera löngu búin að deila þessum með ykkur. Ég bloggaði um hann hér og benti áhugasömum á að senda mér e-mail til að fá uppskriftina.

mynd1 mynd2 mynd3

1 dl. rauðrófusafi frá Beutelsbacher
1 ½ dl. af mangó- og eplasafa frá Beutelsbacher
1 dl. kiwi froosh
2 gulrætur
1 lúka af frosnu mangó (alveg slatti)
1 kreist sítróna
1 msk. af hreinu próteini frá NOW

Þessi var alveg æðislegur… ég bara fæ ekki nóg af rauðrófusmoothie! Ég er það dolfallin fyrir honum að ég byrja hvern einasta dag á einu glasi :-) Þau sem hafa prófað hann, hvernig hefur ykkur þótt hann? Ég tek það fram að það skiptir ofsalega miklu máli að kaupa Beutelsbacher safana, en ekki aðrar tegundir. Ég skrifaði ítarlega færslu um safana frá Beutelsbacher (sjá hér) og mæli með því að þið lesið hana ef hún fór framhjá ykkur :-) Topp safar í alla staði sem eru vottaðir með hæsta lífræna gæðastimplinum!

karenlind

Rauðrófudraumur

HEILSUDRYKKIR

Þennan VERÐIÐ þið að prófa! Hann smakkaðist smakkaðist eins og nammi, eflaust út af appelsínunni, sítrónunni og lime-inu.. Ég trúi ekki að hann hafi heppnast svona vel því ég tók bara til eitthvað dót sem ég átti til inni í ísskáp.

Í þessum er ekkert prótein og fyrir vikið verður hann mun litsterkari.

IMG_2978

Rauðrófusmoothie:
1½ – 2 dl. af rauðrófusafa

1 dl. af möndlumjólk
Nóg af frosnu mangó
1 kreist appelsína
½ kreist sítróna
½ kreist lime
½ tsk. af kanil frá Himneskri Hollustu
½ tsk. af Fruit and Greens
½ tsk. af CC flax (óþarfi upp á bragðið að gera)

karen

Heimatilbúinn & hressandi hádegissafi

HEILSUDRYKKIR

Undanfarnar vikur hef ég borðað næringarríkan og hollan mat.. mikið sem það svínvirkar bæði á andlegu og líkamlegu heilsuna. Allt verður einfaldara. Ég fæ að gjalda fyrir hreina mataræðið með nokkrum bólum.. Þetta gengur nú vonandi brátt yfir.. svei mér þá!

Ég útbjó þennan ferska safa, sem var bæði súr og sætur á bragðið. Ég fékk mér einnig einfalda ommelettu og stráði osti yfir hana. Það er aldrei hægt að borða nóg af osti á mínu heimili!IMG_3750-620x413

IMG_3752-620x413IMG_3754-620x413IMG_3764-620x620

Pressað:
2 appelsínur
1 sítróna

Í blender:
Safinn úr appelsínunum og sítrónunni
2 gulrætur

1 grænt epli

Ég á ekki safapressu en þessi aðferð er alveg jafn góð og gild. Safinn verður auðvitað mun þykkari og því fannst mér nauðsynlegt að skella honum í gegnum sigti.. hann var ansi ljúffengur á bragðið!

karenlind

Lesendur prófa rauðrófuboost #trendnet

HEILSUDRYKKIR

Mér þykir voða gaman að sjá að lesendur hafi prófað yngjandi rauðrófuboostið sem ég bloggaði um fyrir einhverjum dögum. Eygló Rut, Margrét Scheving og Stína hashtögguðu #trendnet og þannig sá ég myndirnar. Reyndar þekki ég Margréti og sá myndina hennar f. einhverjum dögum á instagram – en allavega þá fannst mér gaman að sjá að þeim hafi þótt hann góður!

Það skiptir miklu máli að kaupa rauðrófusafann frá Beutelsbacher, það er mun meira moldarbragð af þessum sem eru t.d seldir í Bónus! Ég gæti ekki kyngt honum.
Screen Shot 2014-03-03 at 11.02.39 AM
Screen Shot 2014-03-03 at 11.03.29 AM Screen Shot 2014-03-03 at 11.03.53 AM

Ég gerði einn í gær og hann var alveg rosalega flottur á litinn – það var einhvers konar húbba búbba bleikur litur á honum!

Jæja, farin í World Class, ætla að lyfta aðeins og fara í spinningtíma í hádeginu.

karenlind