Úbbs, ég ætlaði að vera löngu búin að deila þessum með ykkur. Ég bloggaði um hann hér og benti áhugasömum á að senda mér e-mail til að fá uppskriftina.
1 dl. rauðrófusafi frá Beutelsbacher
1 ½ dl. af mangó- og eplasafa frá Beutelsbacher
1 dl. kiwi froosh
2 gulrætur
1 lúka af frosnu mangó (alveg slatti)
1 kreist sítróna
1 msk. af hreinu próteini frá NOW
Þessi var alveg æðislegur… ég bara fæ ekki nóg af rauðrófusmoothie! Ég er það dolfallin fyrir honum að ég byrja hvern einasta dag á einu glasi :-) Þau sem hafa prófað hann, hvernig hefur ykkur þótt hann? Ég tek það fram að það skiptir ofsalega miklu máli að kaupa Beutelsbacher safana, en ekki aðrar tegundir. Ég skrifaði ítarlega færslu um safana frá Beutelsbacher (sjá hér) og mæli með því að þið lesið hana ef hún fór framhjá ykkur :-) Topp safar í alla staði sem eru vottaðir með hæsta lífræna gæðastimplinum!
Skrifa Innlegg