fbpx

Rauðrófudásemd

HEILSUDRYKKIR

Úbbs, ég ætlaði að vera löngu búin að deila þessum með ykkur. Ég bloggaði um hann hér og benti áhugasömum á að senda mér e-mail til að fá uppskriftina.

mynd1 mynd2 mynd3

1 dl. rauðrófusafi frá Beutelsbacher
1 ½ dl. af mangó- og eplasafa frá Beutelsbacher
1 dl. kiwi froosh
2 gulrætur
1 lúka af frosnu mangó (alveg slatti)
1 kreist sítróna
1 msk. af hreinu próteini frá NOW

Þessi var alveg æðislegur… ég bara fæ ekki nóg af rauðrófusmoothie! Ég er það dolfallin fyrir honum að ég byrja hvern einasta dag á einu glasi :-) Þau sem hafa prófað hann, hvernig hefur ykkur þótt hann? Ég tek það fram að það skiptir ofsalega miklu máli að kaupa Beutelsbacher safana, en ekki aðrar tegundir. Ég skrifaði ítarlega færslu um safana frá Beutelsbacher (sjá hér) og mæli með því að þið lesið hana ef hún fór framhjá ykkur :-) Topp safar í alla staði sem eru vottaðir með hæsta lífræna gæðastimplinum!

karenlind

WOD dagsins

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Sæunn

    24. March 2014

    Hefuru gert hann án próteins?

  2. Sigga

    27. March 2014

    Hæ Karen. Útaf ég sé þig svo oft skrifa um flottar suðurnesjaskvísur eins og Tinnu Rún, Jónu Kristínu og Freyju og fl. Mætti ég koma með uppástungu? Crossfit kennarinn í sporthúsinu minnir að hún heitir Sara Sigmunds, það væri geðveikt ef þú tækir eitthvað svona viðtal við hana. Hef séð hana nokkrum sinnum í salnum og hún er svakaleg!! Langar svo að vita hvað hún borðar og hversu oft hún æfir. Bara uppástunga, baráttukveðja á lokasprettinum í ritgerðarskrifum :) xx

    • Karen Lind

      27. March 2014

      Já, ég hef einmitt haft hana í huga :-) Ég er bara smá busy bee núna og á aðeins of erfitt með að ná utan um allt saman :) En ég skila ritgerðinni 2. maí og þá verð ég með margt skemmtilegt, vonandi viðtal við hana. Takk fyrir þetta vinan :)