fbpx

Djúsbók Lemon

HEILSUDRYKKIR

Ég hef oft sagt ykkur frá því að ég eeelska Lemon. Staðurinn er einn af mínum uppáhalds og ég droppa mjög oft við þegar ég rölti Laugaveginn. En nýlega gáfu þeir Jón Arnar og Jón Gunnar Geirdal, eigendur Lemon, út djúsbók stútfulla af uppskriftum. Þá bæði uppskriftum af þeim djúsum sem eru í boði á Lemon ásamt mörgum öðrum. Í upphafi bókarinnar kemur fram að bókin sjálf hafi verið lengi á teikniborðinu þar sem höfundum bókarinnar langaði til að hafa nægt úrval af uppskriftum. Þeim tókst það heldur betur vel! Bókinni er skipt niður í fjóra hluta eða eftir innihaldi djúsanna/þeytinganna. Kaflarnir eru eftirfarandi:

Þykkir ávaxtasafar 
Ávaxtadjúsar
Ávaxta- og grænmetisdjúsar
Skyrþeytingar

Bókin er skemmtilega litrík, einföld í uppsetningu og auðveld lestrar. Uppskriftirnar innihalda yfirleitt ekki meiri en þrjú til fjögur hráefni. Það er mikill kostur, bæði fyrir budduna og fyrirhöfnina.

Screen Shot 2015-01-10 at 7.04.34 PMScreen Shot 2015-01-10 at 7.04.43 PM Screen Shot 2015-01-10 at 7.05.05 PM Screen Shot 2015-01-10 at 7.05.12 PMScreen Shot 2015-01-10 at 7.05.46 PM Screen Shot 2015-01-10 at 7.05.39 PM 1 Screen Shot 2015-01-10 at 7.05.32 PMScreen Shot 2015-01-10 at 7.05.22 PM Screen Shot 2015-01-10 at 7.05.57 PM Screen Shot 2015-01-10 at 7.06.07 PM

Djúsbókin fæst til dæmis:

Í Hagkaupum = hér
Hjá Forlaginu = hér
Í Eymdundsson = hér.

Nú get ég farið að blanda mér Nice Guy og Good Times hér heima… ásamt því að prófa allar hinar 40 uppskriftirnar! Þetta er æðisleg bók sem verður mikið nýtt á mínu heimili :)

karenlind

Dermapen - 3. og síðasta meðferðin

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Arna Björg

  23. January 2015

  geðveikt naglalakk…! ;)

 2. Helga

  24. January 2015

  Er hægt að gera alla drykkina með venjulegum blandara?

  • Karen Lind

   24. January 2015

   Já, bókin skiptist í þrennt… en djúsana þarf að pressa, eða flesta :)