Þetta er í fyrsta sinn sem ég bý til súkkulaðismoothie. Ég fór að mestu leyti eftir uppskriftinni hennar Ebbu Guðnýjar (sjá hér) en ég átti ekki möndlur og notaði því hnetusmjör í staðinn. Eins hefði ég viljað nota annað kakó, en lífræna kakóið frá Rapunzel var uppselt. Engu að síður var drykkurinn dásamlegur á þessum góða lærdómssunnudegi. Ég er tiltölulega nýkomin úr líkamsræktinni og hljóp í ca. 40 mínútur og tók tvær til þrjár æfingar ásamt kviðæfingum. Svo er ég búin að skrá mig í spinning í fyrramálið kl. 6.05. Ætli ég fari? Ég er nefnilega ekkert svo viss um að ég nenni því þegar klukkan hringir!
Súkkulaðismoothie:
1 banani
1-2 dl. kókosrísmjólk frá Isola
6-10 dropar af French Vanilla stevíudropum frá Now
1 msk. af grófu hnetusmjöri frá Himneskt
1 msk. af kakói frá Himneskt
Klakar
1 msk. af hampfræjum
Æðislegur, mæli sko 100% með honum!
Skrifa Innlegg