fbpx

Súkkulaðismoothie

HEILSUDRYKKIR

Þetta er í fyrsta sinn sem ég bý til súkkulaðismoothie. Ég fór að mestu leyti eftir uppskriftinni hennar Ebbu Guðnýjar (sjá hér) en ég átti ekki möndlur og notaði því hnetusmjör í staðinn. Eins hefði ég viljað nota annað kakó, en lífræna kakóið frá Rapunzel var uppselt. Engu að síður var drykkurinn dásamlegur á þessum góða lærdómssunnudegi. Ég er tiltölulega nýkomin úr líkamsræktinni og hljóp í ca. 40 mínútur og tók tvær til þrjár æfingar ásamt kviðæfingum. Svo er ég búin að skrá mig í spinning í fyrramálið kl. 6.05. Ætli ég fari? Ég er nefnilega ekkert svo viss um að ég nenni því þegar klukkan hringir!

Screen Shot 2014-04-06 at 4.01.35 PM Screen Shot 2014-04-06 at 4.01.45 PM Screen Shot 2014-04-06 at 4.02.05 PM Screen Shot 2014-04-06 at 4.01.56 PM

Súkkulaðismoothie:
1 banani
1-2 dl. kókosrísmjólk frá Isola
6-10 dropar af French Vanilla stevíudropum frá Now 

1 msk. af grófu hnetusmjöri frá Himneskt
1 msk. af kakói frá Himneskt
Klakar
1 msk. af hampfræjum

Æðislegur, mæli sko 100% með honum!

karenlind

Vinningshafar SnoozTime heilsukoddanna

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. Steina

  6. April 2014

  Takk, þessi smoothie er unaður. Mér finnst Sollu kakóið einmitt svo gott og gera allt svo gott.

  • Karen Lind

   7. April 2014

   Já, það er mjög gott. Ég er samt svo ofsalega hrifin af Rapunzel vörunum og reyni að velja þær eftir fremsta megni :)

 2. Kamilla

  7. April 2014

  Hvar færðu svona fínar krukkur með handfangi? :)

 3. Alexandra

  8. April 2014

  Hæ hæ :) veistu hvort það gildir það sama með vitamix blandarann og kitchenaid – er mismunandi vara fyrir evrópskan vs ameríku markað? :)

  • Karen Lind

   8. April 2014

   Hæ! :)

   Ég er ekki viss, en það er alveg frekar líklegt. Annars hef ég aldrei rekist á Vitamix í Bandaríkjunum og er því nokkuð clueless hvað það varðar, því miður!

   • Ragnhildur

    10. April 2014

    Vitamix er til í target og það gildir það sama með það og aðrar USA vörur – bara fyrir USA markað! :/

    • Karen Lind

     10. April 2014

     Nei er það.. manstu hvað hann kostar þar? Væri ekki hægt að nota straumbreyti?