fbpx

Rauðrófudraumur

HEILSUDRYKKIR

Þennan VERÐIÐ þið að prófa! Hann smakkaðist smakkaðist eins og nammi, eflaust út af appelsínunni, sítrónunni og lime-inu.. Ég trúi ekki að hann hafi heppnast svona vel því ég tók bara til eitthvað dót sem ég átti til inni í ísskáp.

Í þessum er ekkert prótein og fyrir vikið verður hann mun litsterkari.

IMG_2978

Rauðrófusmoothie:
1½ – 2 dl. af rauðrófusafa

1 dl. af möndlumjólk
Nóg af frosnu mangó
1 kreist appelsína
½ kreist sítróna
½ kreist lime
½ tsk. af kanil frá Himneskri Hollustu
½ tsk. af Fruit and Greens
½ tsk. af CC flax (óþarfi upp á bragðið að gera)

karen

Ruslapokar með ilmlykt

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

  1. Guðrún Mjöll

    18. March 2014

    Hvernig möndlumjólk notarðu, ertu með link á mynd? híhí :)

  2. Eva Eiríks

    18. March 2014

    Takk fyrir þessa uppskrift! Var einmitt að leita að einhverju með rauðrófusafa :)

  3. Sæunn

    18. March 2014

    Ég er búin að kaupa allt í þennan, á bara eftir að búa til möndlumjólkina, sjúklega girnilegur. Segðu mér eitt, pressaru sítrusávextina í safapressu eða bara í höndunum?

    • Karen Lind

      18. March 2014

      Æði – þú átt eftir að fíla hann í botn (vonandi). En ég á vél til að pressa appelsínur, sítrónur og lime – en það er bara svipað og að gera það í höndunum :-)

      • Sæunn

        18. March 2014

        Dásemd, hlakka til að smakka! Ég kann verulega að meta heilsuuppskriftirnar þínar :)

  4. Katrín Eyjólfs

    18. March 2014

    Ég gerði þetta í dag.. átti ekki appelsínur og ekki lime.. og ég gleymdi kanilnum! en setti líka jarðaber og sojamjólk og perur.. :) mmmm rosa gott.. takk fyrir hugmyndina!

  5. Sonja

    19. March 2014

    Skiptir Fruit & greens duftið miklu máli fyrir bragðið? : )

    • Karen Lind

      19. March 2014

      Satt að segja hef ég ekki prófað að sleppa því – ég nota það í alla smoothie-a… :/ Það gefur vissulega ákveðið berjabragð, en hvort það skipti miklu máli er ég ekki viss :)

  6. Helga

    20. March 2014

    Umm þessi er góður, hélt reyndar að Fruit & greens væri svona grænt duft svo ég setti spirulina útí og þetta var svaka gott :) takk takk

  7. òlöf

    20. March 2014

    Hvar kaupiru þetta fruit duft? :)

    • Karen Lind

      20. March 2014

      Fruit and Greens er til dæmis til í Fjarðarkaupum, Nettó, Krónunni og Lifandi Markaði :)

  8. Erna

    12. April 2014

    Hvar færðu þennan krukku bolla ? finnst hann geðveikur.