Þennan VERÐIÐ þið að prófa! Hann smakkaðist smakkaðist eins og nammi, eflaust út af appelsínunni, sítrónunni og lime-inu.. Ég trúi ekki að hann hafi heppnast svona vel því ég tók bara til eitthvað dót sem ég átti til inni í ísskáp.
Í þessum er ekkert prótein og fyrir vikið verður hann mun litsterkari.
Rauðrófusmoothie:
1½ – 2 dl. af rauðrófusafa
1 dl. af möndlumjólk
Nóg af frosnu mangó
1 kreist appelsína
½ kreist sítróna
½ kreist lime
½ tsk. af kanil frá Himneskri Hollustu
½ tsk. af Fruit and Greens
½ tsk. af CC flax (óþarfi upp á bragðið að gera)
Skrifa Innlegg