fbpx

Rauðrófusmoothie

HEILSUDRYKKIR

Þessi smoothie er frekar svipaður þessum sem Ásdís Grasalæknir mælti með, ég bloggaði um hann um daginn, sjá hér. Aftur á móti átti ég smá spínat og svo var ég að fá þessa fínu spírulínu og því bætti ég þessu tvennu við… og auðvitað setti ég CC-flax út í hann.

Sumum finnst rauðrófusafi algjör viðbjóður… ég skil alveg hvað fólk á við því það er eilítið öðruvísi bragð af rauðrófusafa en þessum týpísku söfum. Bragðinu af rauðrófusafa hefur verið líkt við moldarbragð – en ég átta mig engan veginn á þeirri samlíkingu! Mér finnst hann æðislegur og bragðið hittir beint í mark.

Þar sem bragðið er furðulegt fyrir sumum er sniðugt að útbúa smoothie-a sem innihalda rauðrófusafa. Með ýmis konar útfærslum má deyfa rauðrófubragðið með t.d. kanil, ávöxtum eða möndlumjólk.

En það jákvæða við rauðrófusafann er að hann er ofsalega hreinsandi, góður fyrir meltinguna og er einstaklega hollur. Mig minnir endilega að rauðrófur séu flokkaðar sem ofurfæði. Ég mæli með því að konur séu duglegar við að fá sér rauðrófusafa endrum og eins – hann hjálpar til við mánaðarlegu hreinsunina og dregur jafnvel úr tíðarverkjum svo einhver dæmi séu tekin.

IMG_2733 IMG_2742 IMG_2753 IMG_2756 IMG_2772

Ég var svo hrikalega svöng að ég mixaði e-u saman og lagði ekki nákvæmlega á minnið hve mikið ég setti í hann… en þetta er ca. uppskriftin. Þið prófið ykkur áfram, og munið að þið getið bætt við kanil, möndlumjólk eða jafnvel mangóinu til að deyfa rauðrófubragðið. Persónulega finnst mér ótrúlega gott að finna kanilbragðið.. það kemur skemmtilega á óvart! Þessi uppskrift dugar fyrir einn.

Rauðrófusmoothie

200 ml. af rauðrófusafa frá Beutelsbacher
1 dl. af möndlumjólk frá Bio Isola
Frosið mangó (ég set mikið af því)
Eilítið af spínati
½ grænt epli
1 tsk. af Fruit and Greens frá NOW
1 tsk. af spírulínu frá NOW
½-1 tsk. af kanill frá Himneskri Hollustu

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

iKort og Nike Air Max

Skrifa Innlegg