fbpx

Fljótlegt próteinboost

FÆÐUBÓTAREFNIHEILSUDRYKKIR

Lítill sem enginn tími gefst í að undirbúa flókin mat þessa dagana. Ég gleymdi að borða í margar klukkustundir fyrstu vikurnar eftir að ég átti dóttur mína.. það gengur víst ekki & því ákvað ég að kaupa mér prótein til að einfalda þetta örlítið. Innihaldið er það sama og er notað í því boosti sem ég kaupi mér eftir ræktina og vona ég að það sé í lagi að ég birti það hér. Ég hef svo sem ekki hlutföllin en þau eru svo sem óþörf – maður getur nokkurn veginn sirkað þetta út sjálfur.

Ég fæ mér prótein kannski annan eða þriðja hvern dag. Það hefur engin áhrif á brjóstagjöf hjá mér. En ég er enn með nokkur aukakíló á mér eftir meðgönguna, það er víst raunveruleikinn. Ég nánast hélt að þetta myndi hverfa á no time en það er ekki að gerast, þetta tekur greinilega sinn tíma í mínu tilfelli. Nokkur kíló til eða frá, það er ekki aðalmálið.. ég á hins vegar engin föt fyrir þá stærð sem ég er í núna – ætli ég verði ekki að gefa undan og kaupa mér nokkrar flíkur?

screen-shot-2017-01-25-at-2-50-49-pm screen-shot-2017-01-25-at-2-51-40-pm screen-shot-2017-01-25-at-2-51-51-pm

Uppskrift:
1 skeið jarðaberjaprótein
Frosin jarðaber
Hörfræ
Vatn
Klakar

Fyrir mitt leiti er mikilvægt að ég hreyfi mig samhliða próteininntöku. Ég fór sem betur fer fljótt að hreyfa mig eftir meðgönguna, eða ca. þremur vikum. Það var það besta sem ég gerði fyrir sjálfa mig. Ég fann mjög sterkt á meðgöngunni hve heilsan er mér mikilvæg, svo ég var ekki lengi að koma mér í gang því ég hafði saknað hennar afskaplega.

karenlind1

Voal gardínur að degi til

Skrifa Innlegg