fbpx

Heimatilbúinn & hressandi hádegissafi

HEILSUDRYKKIR

Undanfarnar vikur hef ég borðað næringarríkan og hollan mat.. mikið sem það svínvirkar bæði á andlegu og líkamlegu heilsuna. Allt verður einfaldara. Ég fæ að gjalda fyrir hreina mataræðið með nokkrum bólum.. Þetta gengur nú vonandi brátt yfir.. svei mér þá!

Ég útbjó þennan ferska safa, sem var bæði súr og sætur á bragðið. Ég fékk mér einnig einfalda ommelettu og stráði osti yfir hana. Það er aldrei hægt að borða nóg af osti á mínu heimili!IMG_3750-620x413

IMG_3752-620x413IMG_3754-620x413IMG_3764-620x620

Pressað:
2 appelsínur
1 sítróna

Í blender:
Safinn úr appelsínunum og sítrónunni
2 gulrætur

1 grænt epli

Ég á ekki safapressu en þessi aðferð er alveg jafn góð og gild. Safinn verður auðvitað mun þykkari og því fannst mér nauðsynlegt að skella honum í gegnum sigti.. hann var ansi ljúffengur á bragðið!

karenlind

Skemmtilegir Öskudagsbúningar: Auður Erla

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. óþekkt

    13. March 2014

    Hvar fékkstu þetta geggjaða krukkuglas