Þá gat ég loksins farið í líkamsrækt eftir nokkra daga flensu. Ég leyfi mér af og til að kaupa Fröken Fitness boost eftir æfingu en það er keimlíkt þessu sem ég bjó mér til áðan. Eins og ég hef áður sagt er ég ekkert voðalega hlynnt próteininntöku. Ruslið.. já ég sagði ruslið sem er oft í þessu próteini er með ólíkindum. Margir kunna lítið sem ekkert að lesa þessar flóknu innihaldslýsingar með alls konar orðum sem varla er hægt að bera fram (þ. á m. ég) sem segir manni líka ansi margt. Ég vel mitt prótein af kostgæfni, nota það afar sjaldan og þá lítinn skammt í einu. Frekar kýs ég að leggja áherslu á að borða hollan og næringarríkan mat í stað þess að nota prótein að staðaldri og reyni því að fá mér slíka drykki sem sjaldnast. En drykkirnir eru oft vissulega góðir svo ég “svindla” stundum út af því. Aðalatriðið er að hugsa vel um mataræðið og þá er maður sko meira en góður :)
Próteinsjeik fyrir tvo
10 frosin jarðarber (ca.)
Tæp 1 mæliskeið af hreinu próteini frá NOW
Nóg af hörfræjum
Vatn
Klakar
Fylgist svo með í kvöld eða á morgun.. skemmtilegur gjafaleikur handan hornsins :-)
Skrifa Innlegg