Útlit tungunnar og heilsan

FRÆÐSLUMOLAR

Það eru líklega ekki margir sem velta vöngum yfir útliti tungunnar. Aftur á móti er það læknum ofarlega í huga og eru þeir oftar en ekki fljótir að biðja sjúklinga sína um að reka tunguna út. Útlit tungunnar getur gefið margt til kynna um heilsuástand okkar og ganga sumir enn lengra og halda því fram að tungan sé nákvæmur spegill að heilsu hvers og eins. Mér hefur þótt útlit tungunnar áhugavert í einhver ár og pæli stundum (alveg óvart) í því hjá fólki. En hvernig á tungan að líta út? Mig langar að nefna nokkra punkta í hverjum útlitsflokki og hvet þig svo til að líta í spegil og reka tunguna út!

Taste Buds

Heilbrigð tunga – Það kemur varla neinum á óvart að lýsingin á heilbrigðri tungu er í styttri kantinum. Tungan á einfaldlega að bera hlýjan bleikan lit og toturnar (bragðkirtlar) sem þekja tunguna eiga að vera örlitlar. Þær eru þó stærri aftast á tungunni.

Hvít áferð – Þegar tungan er þakin hvítri áferð er það vísbending um sýkingu, til dæmis óhemju mikið af bakteríum. Oft er það hvítsveppurinn sem hefur hreiðrað um sig á tungunni, en til að lækna sýkinguna þarf fólk yfirleitt að taka lyf.

Dökk áferð – Já, það getur komið fyrir að tunga fólks verði mjög dökk á litinn. Þegar tungan er dökk á litinn má gjarnan reka vandamálið til óheilbrigðs mataræðis, lífsstíls eða lyfjanotkunar. Óhollur matur er oft fullur af litarefnum sem festast auðveldlega í totunum á tungunni. Eins er tóbaknotkun og kaffidrykkja oft orsakavaldur að brúnleitri tungu. Blessunarlega séð er liturinn þó oft tilkominn vegna litarefna sem má skola í burtu. Þó svo að það megi auðveldlega skola litinn í burtu ætti þessi ónáttúrulegi og dökki litur að minna fólk á hve óholl varan er sem er verið að neyta.

Sársauki og rauðleit tunga – Hvort tveggja er líklegast tilkomið vegna B-vítamínskorts (þá helst B3 og B12).

Hárug tunga – Það hljómar ekkert verr en hárug tunga. Þá er yfirborð tungunnar þakið litlum þráðlaga sveppum (filiform papillae). Þessi sveppur er meðal annars búinn til úr sama próteini og hár. Háruga tungu má rekja til einhvers konar sýkingu, notkun geðlyfja eða mikils þurrk í munni.

Sprunga eða sprungur í tungu – Sprungur í tungu má gjarnan rekja til næringarskorts.

Sárindi í munni eða munnangur – Það þekkja eflaust allir munnangur. Munnangur þykir sérstaklega sársaukafullt jafnvel þó munnangrið sé örlítið. Sumir eru mjög móttækilegir fyrir munnangri og fá það oft, aðrir ekki. En munnangur á ekki að vera mikið lengur en í um það bil tíu daga. Ef munnangrið staldrar lengur við en fyrrgreindur tími er ráðlagt að leita til læknis.

Föl tunga – Þegar tungan verður föl er það yfirleitt merki um járnskort.

Í kjölfar skrifanna fór ég að skoða einhvers konar tæki og tól sem eru hentug til að þrífa tunguna. Ég fann “tongue scraper” eins og þeir heita á góðri ensku inn á target.com. Ég fer beint í þá deild þegar ég fer til Bandaríkjanna og vippa einum pakka í körfuna.

Screen Shot 2014-04-03 at 5.11.47 PM Screen Shot 2014-04-03 at 5.11.55 PM

Eigið gott kvöld… veðrið er alveg frábært og ég hlakka til að horfa á lokaþátt Biggest Loser. Ég rakst einmitt á keppendurna út í búð um daginn og það má segja að það sé mikill munur á þeim.

karenlind

Eru Naked safarnir hollir?

FRÆÐSLUMOLAR

800px-Naked_Juice

Nei, síður en svo. Framleiðendur Naked (sem framleiða einnig Pepsi) voru ákærðir í síðustu viku fyrir að merkja safana með blekkjandi umbúðum. Flestir trúa því að Naked sé einstaklega hollur og ferskur safi, búinn til úr nýkreistum ávöxtum og grænmeti og engu öðru. Satt að segja hef ég alltaf vitað betur, bara vegna þess að bragðið gefur það til kynna. Ég hef margoft búið til nýkreistan safa, þ.e.a.s pressað ávexti og grænmeti, og safinn smakkast engan veginn eins og Naked safi.

Á umbúðunum er tekið fram að safinn sé “All natural” en í ljós hefur komið að mörg innihaldsefnin eru eitruð, sum hver baneitruð. Þau hættulegustu eru maístrefjar, gervisæta, margskonar gerviefni eins og kalsíum panþóþenat og formaldehýð en hvort tveggja kemur frá erfðabreyttu soju. Ekkert af þessum efnum eru náttúruleg, heldur eru þau öll búin til á einn eða annan hátt. Non-GMO (GMO vísar til erfðabreyttra efna) stimpillinn á sem sagt engan veginn rétt á sér.

Sagan er ekki öll úti, því það versta við þetta allt er að Formaldehýð er baneitrað, burt séð frá því hvernig það er tekið inn. Aðeins 30ml. skammtur af formaldehýð er talinn geta dregið manneskju til dauða.

Allt svona óheiðarlegt markaðsbrask vekur áhuga minn. Af hverju? Því ótrúlega mikill hluti vara út í búð eru svipaðar… og það eru margir að kaupa þær í góðri trú um að þær séu hollar og frábærar. Lesum umbúðirnar og kynnum okkur innihald matarins. Mér finnst orðið mjög óeðlilegt hve margir fá krabbamein og ég er sannfærð um að slík ógeðsleg efni í mat- og drykkjarvörum hafi áhrif.

To look good naked, skip NAKED“.

karenlind

Andoxunarefni

FRÆÐSLUMOLAR

Þegar ég varð 25 ára setti ég mér markmið, og það var að borða meira af andoxunarefnum (antioxidants). Ég hef farið eftir því en mætti að sjálfsögðu vera duglegri.

blaberjaboost

blaber

andoxunarefni

Fæða sem er einstaklega andoxunarrík:

Rauðar baunir
Bláber
Trönuber
Ætiþistill
Brómber
Sveskjur
Jarðaber
Hindber
Rauð epli
Kirsuber
Grænt te
Tómatar
Hvítlaukur
Brokkolí

En hvað eru andoxunarefni?

Byrjum á algjörri leikskólaútskýringu. Oft er gott að setja hlutina í afar einfalda mynd til að skilja :-) Orðið oxun má líta á sem “mengun”.. þegar frumur líkamans verða fyrir svokallaðri “oxun” – þá er líklegt að þær verði fyrir skemmdum og öldrun þeirra verður meiri. Andoxunarefni vinna í því að afmenga frumurnar og veita þeim súrefni, og þ.a.l. hægja þau á öldrun.

Ég tek fyrst og fremst inn andoxunarefni í þeirri góðu trú um að þau hægi á öldrun minni. Ég er 29 ára og broshrukkur eru orðnar dýpri og svo fara auðvitað hrukkurnar að skella á.. og því finnst mér mikilvægt að vera vel vakandi yfir því hvað ég get gert til að halda mér frísklegri.

Skortur er á andoxunarefnum kemur til vegna þess að við borðum ekki nóg af ávöxtum og grænmeti sem dæmi. Ef andoxunarefnum tekst ekki vel til verka sinna getur það leitt til ýmissa heilsukvilla, s.s. hækkaður blóðþrýstingur, liðagigt eða jafnvel krabbamein. Sjúkdómarnir eru m.a. tilkomnir vegna skemmda á frumuhimnum. Algengasti fylgikvillinn er þó að eldast um aldur fram!

Auðvitað er frábært að eldast, og það hin mestu forréttindi.. ég á að sjálfsögðu ekki við að það sé hrikalegt að fá hrukkur! En ef við getum haft áhrif á öldrun okkar með náttúrulegum og heilbrigðum hætti finnst mér það frábært og eitthvað sem við eigum klárlega að nýta okkur ef áhugi er fyrir hendi.

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

Glucomannan frá NOW

FÆÐUBÓTAREFNIFRÆÐSLUMOLAR

Mér finnst ansi líklegt að margir viti ekki hvað Glucomannan trefjar eru.. ég hafði ekki heyrt af þessu sjálf fyrr en í fyrra.. því kemur hér nokkuð ítarleg umfjöllun um Glucomannan trefjana.

Glucomannan trefjar eru tilvaldir fyrir fólk eins og mig – matarsjúkt fólk! Ég get borðað hest, fíl og hval ef mig langar. Mikið getur verið þreytandi að vera svona mikill matarfíkill… en sem betur fer er hægt að halda sér réttu megin við línuna með því að losa sig við sykurinn, hveitið og annað rusl sem leynist í fæðunni. Að vera laus við þessa djöfla er eins og að ná einhverri alsæluvímutilfinningu. Án gríns.

IMG_2709

IMG_2711

Um Glucomannan:
-Má nota sem grenningarvöru.
-100% náttúrulegar trefjar.

-Trefjarnar koma úr Konjak plöntunni, hún vex í Asíu.
-Glucomannan eru vatnsuppleysanlegar trefjar. Það þýðir að þegar þær komast í snertingu við vatn blása trefjarnir út!
-Þegar töflurnar leysast upp í maga, stækka þær talsvert, fylla upp í magann og flýta fyrir seddutilfinningu.
-Töflurnar eru teknar 30 mínútum fyrir hverja af þremur aðalmáltíðum dagsins, þ.e.a.s. morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.
-Mikilvægt er að drekka nóg af vatni með skammtinum, t.d. 1-2 glös.. því annars er möguleiki á hægðatregðu.
-Glucomannan hefur einnig jákvæð áhrif á meltingu ef farið er rétt að.. því skiptir öllu máli að drekka nóg af vatni.
-Með inntöku glucomannan er líklegra að viðhalda lípíðmagni innan eðlilegra marka.

Höfum það hugfast að skyndilausnir eru “out of history”. Það er ekki hægt að borða glucomannan allan daginn, drekka endalaust af vatni og kyngja svo hamborgara og frönskum og fá sér sleikjó með rjóma í eftirrétt. Til að glucomannan virkar sem skyldi, er auðvitað mikilvægt að horfa á heildarpakkann..

-Borða holla fæðu og borða reglulega.
-Ná góðum svefni, sofna fyrir miðnætti.
-Hreyfa sig.
-Huga að andlegu heilsunni.

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

Kókosvatn

FRÆÐSLUMOLARHOLLUSTA

Ég kynntist kókosvatni fyrst árið 2010.. ég fór til einkaþjálfara og ég óskaði eftir undraráði við appelsínuhúð. Svarið sem ég fékk var: drekktu kókosvatn. Síðan þá hef ég drukkið mikið af kókosvatni, ýmist eitt og sér eða blandað því í þeytinga. Ég fæ ekki nóg af kókosvatni, og planið er að drekka ca. eina flösku á dag næstu vikurnar. Kókosvatn er vatnslosandi og mér líður oft eins og ég sé voðalega “hrein” eftir að hafa drukkið það.

IMG_6986

Kókosvatn er vökvinn innan í kókoshnetunni. “Yngri” kókoshneturnar eru stútfullar af næringu. Talað hefur verið um að unga kókoshnetan sé sá matur sem fólk getur lifað á hvað lengst ef það borðar ekkert annað. Kókosvatnið er sótthreinsað og er í raun og veru regnvatn sem fer í gegnum ótrúlega fína síu áður en það kemst inn í kjarna hennar.

Kókosvatnið er einstaklega næringarríkur drykkur sem er stútfullur af kalíum en á móti lágt sódíum innihald sem telst gott. Kókosvatnið er álitinn náttúrulegur orkudrykkur og oft notaður fram yfir koffíndrykki. Sumir kjósa að drekka kókosvatn fyrir og eftir æfingu. Vatnið inniheldur kalk, magnesíum, kalíum en enga fitu og er hitaeiningasnautt.

Kókosvatn er tilvalið:
-Í þeytinga
-Fyrir og eftir æfingu
-Ýmsa rétti, t.d súpur, sósur o.fl.

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

Erythritol – staðgengill sykurs

FRÆÐSLUMOLARHOLLUSTA

Erythritol er ein mesta snilld sem ég hef kynnst. Guð minn góður hvað þetta er magnað – ég skylda ykkur öll til að lesa þessa færslu.

Erythritol er frábær staðgengill sykurs. Erythritol er náttúrulegur sykuralkahóli sem kemur frá maís og finnst í litlu magni í fjölda plantna, ávöxtum og sveppum. Erythritol er 60-70% jafn sætt og hvítur sykur, en kostur þess er sá að það inniheldur nánast engar kaloríur, það hefur engin áhrif á blóðsykur, veldur ekki tannskemmdum og líkaminn nýtir aðeins hluta erythritolsins og losar sig við restina. Frásog Erythritols á að mestu leyti stað í smáþörmum og þ.a.l. hefur það lítil áhrif á meltinguna eins og flest önnur náttúruleg sætuefni.

IMG_1631 IMG_1632

IMG_1642IMG_1641

Íslenska þýðingin á erythritol er sykuralkóhól og er hún einstaklega villandi einkum vegna þess að erythritol inniheldur hvorki sykur né alkóhól.

Það má segja að allt það slæma sem þú hefur heyrt um sykur er ekki til staðar í erythritol. Erythritol frá NOW hefur hreint, sætt bragð sem er hægt að nota í stað sykurs í flestum tilvikum. Erythritol hentar því einstaklega vel til LKL matargerðar og baksturs.

 Í raun er engin ástæða til að nota sykur aftur! Ég bakaði bananabrauð með Erythritoli um daginn.. ég skelli þeirri færslu inn á næstu dögum.

karen

Svitaeyðir frá NOW – án parabenefna

FRÆÐSLUMOLARHEILSA

Ég er alltaf að prófa mig áfram með svitaeyði sem eru án parabenefna og áls. Ég fékk mér þennan svitaeyði frá NOW um daginn og hann fær mína bestu einkunn. Eini gallinn sem ég finn að honum er hve hvítur maður verður undir handakrikunum til að byrja með, en það fer fljótlega svo það skiptir ekki miklu máli.

Um NOW svitaeyðinn:

-Virkar til langtíma, alveg ca. 2-3 daga.
-Má nota undir hendur sem og fætur (ég hef ekki prófað hann á fæturna).
-Í svitaeyðinum nota þeir zink oxíð og lavender olíu en hvort tveggja hefur þann eiginleika að draga úr vondri lykt.
-Án parabenefna og áls.
-Varan er ekki prófuð á dýrum.
-Inniheldur m.a. kókosolíu, zink oxíð, lavenderolíu, furunálarolíu, c-vítamín, trjábarkarþykkni, rósmarínolíu og cetearyl alkóhól.

IMG_0836

IMG_0861

Mér finnst vanta mun meiri umfjöllun um þær áhættur sem fylgja notkun svitaeyða sem eru með áli og parabenefnum. Mér þykir mjög óþægilegt að hugsa til þess að ég hafi borið þessum ógeðslegu innihaldsefnum á mig í mörg ár.. alltof mörg ár. Auðvitað langar mig að bera það besta sem ég get mögulega fengið undir handakrikana, enda liggja eitlar þar nálægt og brjóstin sömuleiðis. Eftir því sem ég eldist verð ég gagnrýnari á snyrtivörur sem eiga greiða leið inn í líkamann – sem betur fer. Ég vildi að ég hefði tileinkað mér þennan hugsunarhátt á unglingsaldri… en það er ekki hægt að lifa í eftirsjá og því um að gera að vera vakandi í dag og það sem eftir er..

Ég fékk minn í Lifandi Markaði. Ég á líka aðra tegund sem er góð – ég blogga um hana síðar.

karen