Ég kynntist kókosvatni fyrst árið 2010.. ég fór til einkaþjálfara og ég óskaði eftir undraráði við appelsínuhúð. Svarið sem ég fékk var: drekktu kókosvatn. Síðan þá hef ég drukkið mikið af kókosvatni, ýmist eitt og sér eða blandað því í þeytinga. Ég fæ ekki nóg af kókosvatni, og planið er að drekka ca. eina flösku á dag næstu vikurnar. Kókosvatn er vatnslosandi og mér líður oft eins og ég sé voðalega “hrein” eftir að hafa drukkið það.
Kókosvatn er vökvinn innan í kókoshnetunni. “Yngri” kókoshneturnar eru stútfullar af næringu. Talað hefur verið um að unga kókoshnetan sé sá matur sem fólk getur lifað á hvað lengst ef það borðar ekkert annað. Kókosvatnið er sótthreinsað og er í raun og veru regnvatn sem fer í gegnum ótrúlega fína síu áður en það kemst inn í kjarna hennar.
Kókosvatnið er einstaklega næringarríkur drykkur sem er stútfullur af kalíum en á móti lágt sódíum innihald sem telst gott. Kókosvatnið er álitinn náttúrulegur orkudrykkur og oft notaður fram yfir koffíndrykki. Sumir kjósa að drekka kókosvatn fyrir og eftir æfingu. Vatnið inniheldur kalk, magnesíum, kalíum en enga fitu og er hitaeiningasnautt.
Kókosvatn er tilvalið:
-Í þeytinga
-Fyrir og eftir æfingu
-Ýmsa rétti, t.d súpur, sósur o.fl.
Skrifa Innlegg