fbpx

Kókosvatn

FRÆÐSLUMOLARHOLLUSTA

Ég kynntist kókosvatni fyrst árið 2010.. ég fór til einkaþjálfara og ég óskaði eftir undraráði við appelsínuhúð. Svarið sem ég fékk var: drekktu kókosvatn. Síðan þá hef ég drukkið mikið af kókosvatni, ýmist eitt og sér eða blandað því í þeytinga. Ég fæ ekki nóg af kókosvatni, og planið er að drekka ca. eina flösku á dag næstu vikurnar. Kókosvatn er vatnslosandi og mér líður oft eins og ég sé voðalega “hrein” eftir að hafa drukkið það.

IMG_6986

Kókosvatn er vökvinn innan í kókoshnetunni. “Yngri” kókoshneturnar eru stútfullar af næringu. Talað hefur verið um að unga kókoshnetan sé sá matur sem fólk getur lifað á hvað lengst ef það borðar ekkert annað. Kókosvatnið er sótthreinsað og er í raun og veru regnvatn sem fer í gegnum ótrúlega fína síu áður en það kemst inn í kjarna hennar.

Kókosvatnið er einstaklega næringarríkur drykkur sem er stútfullur af kalíum en á móti lágt sódíum innihald sem telst gott. Kókosvatnið er álitinn náttúrulegur orkudrykkur og oft notaður fram yfir koffíndrykki. Sumir kjósa að drekka kókosvatn fyrir og eftir æfingu. Vatnið inniheldur kalk, magnesíum, kalíum en enga fitu og er hitaeiningasnautt.

Kókosvatn er tilvalið:
-Í þeytinga
-Fyrir og eftir æfingu
-Ýmsa rétti, t.d súpur, sósur o.fl.

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

Heilsurækt.is

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  • Karen Lind

   4. January 2014

   Það er erfitt að segja því ég hreyfi mig, drekk vatn og borða hollan mat… á þessum tíma sneri ég blaðinu við og þá minnkaði hún snarlega – eflaust samþætt áhrif…!

 1. Margrét

  4. January 2014

  Elska kókosvatn! Æðisleg heilsubloggin þín :)

 2. Elísabet

  4. January 2014

  Fæst kókosvatn í flestum matvörubúðum?

  • Karen Lind

   4. January 2014

   Já, ég myndi segja það. Ég kaupi þetta alltaf í Bónus til dæmis :)

 3. elísa

  4. January 2014

  keypti þetta kókosvatn í bónus með peach og green tea bragði og fannst það ekki gott. er mangó betra?

  • Karen Lind

   4. January 2014

   Ég hef ekki prófað þetta sem þú talar um en þetta finnst mér ágætt.. ég hef nú alveg drukkið betri vökva, segi það ekki – en heilsunnar vegna fæ ég mér þetta :) En ef þú setur vatnið í boost, þeytinga og annað hverfur þetta bragð algjörlega.

   • elísa

    5. January 2014

    Sniðugt! Prófa það :-)

 4. Guðrún

  4. January 2014

  Hef keypt kòkosvatn med myntu og ananasbragdi ì hagkaup og fannst það mjög bragðgott

 5. Sigrún

  5. January 2014

  Mér finnst bloggið þitt æðislegt, sérstaklega kann ég að meta hollustu bloggin! En var var að velta fyrir mér hvernig myndvél þú notar :)?

  • Karen Lind

   5. January 2014

   Hæ, takk fyrir kommentið!

   Í þessu bloggi notaði ég bara Iphone-inn, en ég á vél frá Canon, Rebel 2ti.. frábær vél!

   kv. KLT

 6. lena rut

  6. January 2014

  Mikið sem mig langar í þessi glöööösss

 7. Agla

  6. January 2014

  Ohh ég viiiildi að ég gæti komið þessu niður. Ég reyndi um daginn að drekka þetta bara með klaka og ég kúgast bara.

  Mátt endilega deila einhverri góðri boozt hugmynd með kókosvatni – mig langar svo innilega að geta drukkið þetta :)