fbpx

Erythritol – staðgengill sykurs

FRÆÐSLUMOLARHOLLUSTA

Erythritol er ein mesta snilld sem ég hef kynnst. Guð minn góður hvað þetta er magnað – ég skylda ykkur öll til að lesa þessa færslu.

Erythritol er frábær staðgengill sykurs. Erythritol er náttúrulegur sykuralkahóli sem kemur frá maís og finnst í litlu magni í fjölda plantna, ávöxtum og sveppum. Erythritol er 60-70% jafn sætt og hvítur sykur, en kostur þess er sá að það inniheldur nánast engar kaloríur, það hefur engin áhrif á blóðsykur, veldur ekki tannskemmdum og líkaminn nýtir aðeins hluta erythritolsins og losar sig við restina. Frásog Erythritols á að mestu leyti stað í smáþörmum og þ.a.l. hefur það lítil áhrif á meltinguna eins og flest önnur náttúruleg sætuefni.

IMG_1631 IMG_1632

IMG_1642IMG_1641

Íslenska þýðingin á erythritol er sykuralkóhól og er hún einstaklega villandi einkum vegna þess að erythritol inniheldur hvorki sykur né alkóhól.

Það má segja að allt það slæma sem þú hefur heyrt um sykur er ekki til staðar í erythritol. Erythritol frá NOW hefur hreint, sætt bragð sem er hægt að nota í stað sykurs í flestum tilvikum. Erythritol hentar því einstaklega vel til LKL matargerðar og baksturs.

 Í raun er engin ástæða til að nota sykur aftur! Ég bakaði bananabrauð með Erythritoli um daginn.. ég skelli þeirri færslu inn á næstu dögum.

karen

Óstaðsettur í Hús - 101 RVK

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Hekla

    16. December 2013

    Hæ! Notar þú þá sama magn af Erythritol og ætti að vera af sykri?

  2. Tinnarun

    16. December 2013

    Hefði verið gaman að sjá innihaldslysinguna aftan á.. :)

  3. Karen Lind

    16. December 2013

    Já, eg geri það.

    Erythritolið er samt 70% jafn sætt og sykur og því aðeins daufara, svo sumir setja meira.. en ég nota sama magn og það heppnast mjög vel.

  4. elísa

    16. December 2013

    er hægt að kaupa þetta á íslandi?:)

    • Karen Lind

      17. December 2013

      Já, þetta fæst í Nettó, Lifandi Markaði, Nóatúni, Lifandi Markaði, Fjarðarkaupum… og eflaust á fleiri stöðum :)

  5. Bergþóra

    16. December 2013

    Ég verð að eignast svona! hvar fæst þetta?

    • Karen Lind

      17. December 2013

      Já, þetta fæst í Nettó, Lifandi Markaði, Nóatúni, Lifandi Markaði, Fjarðarkaupum… og eflaust á fleiri stöðum :)