fbpx

Andoxunarefni

FRÆÐSLUMOLAR

Þegar ég varð 25 ára setti ég mér markmið, og það var að borða meira af andoxunarefnum (antioxidants). Ég hef farið eftir því en mætti að sjálfsögðu vera duglegri.

blaberjaboost

blaber

andoxunarefni

Fæða sem er einstaklega andoxunarrík:

Rauðar baunir
Bláber
Trönuber
Ætiþistill
Brómber
Sveskjur
Jarðaber
Hindber
Rauð epli
Kirsuber
Grænt te
Tómatar
Hvítlaukur
Brokkolí

En hvað eru andoxunarefni?

Byrjum á algjörri leikskólaútskýringu. Oft er gott að setja hlutina í afar einfalda mynd til að skilja :-) Orðið oxun má líta á sem “mengun”.. þegar frumur líkamans verða fyrir svokallaðri “oxun” – þá er líklegt að þær verði fyrir skemmdum og öldrun þeirra verður meiri. Andoxunarefni vinna í því að afmenga frumurnar og veita þeim súrefni, og þ.a.l. hægja þau á öldrun.

Ég tek fyrst og fremst inn andoxunarefni í þeirri góðu trú um að þau hægi á öldrun minni. Ég er 29 ára og broshrukkur eru orðnar dýpri og svo fara auðvitað hrukkurnar að skella á.. og því finnst mér mikilvægt að vera vel vakandi yfir því hvað ég get gert til að halda mér frísklegri.

Skortur er á andoxunarefnum kemur til vegna þess að við borðum ekki nóg af ávöxtum og grænmeti sem dæmi. Ef andoxunarefnum tekst ekki vel til verka sinna getur það leitt til ýmissa heilsukvilla, s.s. hækkaður blóðþrýstingur, liðagigt eða jafnvel krabbamein. Sjúkdómarnir eru m.a. tilkomnir vegna skemmda á frumuhimnum. Algengasti fylgikvillinn er þó að eldast um aldur fram!

Auðvitað er frábært að eldast, og það hin mestu forréttindi.. ég á að sjálfsögðu ekki við að það sé hrikalegt að fá hrukkur! En ef við getum haft áhrif á öldrun okkar með náttúrulegum og heilbrigðum hætti finnst mér það frábært og eitthvað sem við eigum klárlega að nýta okkur ef áhugi er fyrir hendi.

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

Yoga draumur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Thorunn

    13. March 2014

    mm ég er akkurat að drekka einn ískaldan stútfullan af aðalbláberjum! namm namm (bless hrukkur)