fbpx

Útlit tungunnar og heilsan

FRÆÐSLUMOLAR

Það eru líklega ekki margir sem velta vöngum yfir útliti tungunnar. Aftur á móti er það læknum ofarlega í huga og eru þeir oftar en ekki fljótir að biðja sjúklinga sína um að reka tunguna út. Útlit tungunnar getur gefið margt til kynna um heilsuástand okkar og ganga sumir enn lengra og halda því fram að tungan sé nákvæmur spegill að heilsu hvers og eins. Mér hefur þótt útlit tungunnar áhugavert í einhver ár og pæli stundum (alveg óvart) í því hjá fólki. En hvernig á tungan að líta út? Mig langar að nefna nokkra punkta í hverjum útlitsflokki og hvet þig svo til að líta í spegil og reka tunguna út!

Taste Buds

Heilbrigð tunga – Það kemur varla neinum á óvart að lýsingin á heilbrigðri tungu er í styttri kantinum. Tungan á einfaldlega að bera hlýjan bleikan lit og toturnar (bragðkirtlar) sem þekja tunguna eiga að vera örlitlar. Þær eru þó stærri aftast á tungunni.

Hvít áferð – Þegar tungan er þakin hvítri áferð er það vísbending um sýkingu, til dæmis óhemju mikið af bakteríum. Oft er það hvítsveppurinn sem hefur hreiðrað um sig á tungunni, en til að lækna sýkinguna þarf fólk yfirleitt að taka lyf.

Dökk áferð – Já, það getur komið fyrir að tunga fólks verði mjög dökk á litinn. Þegar tungan er dökk á litinn má gjarnan reka vandamálið til óheilbrigðs mataræðis, lífsstíls eða lyfjanotkunar. Óhollur matur er oft fullur af litarefnum sem festast auðveldlega í totunum á tungunni. Eins er tóbaknotkun og kaffidrykkja oft orsakavaldur að brúnleitri tungu. Blessunarlega séð er liturinn þó oft tilkominn vegna litarefna sem má skola í burtu. Þó svo að það megi auðveldlega skola litinn í burtu ætti þessi ónáttúrulegi og dökki litur að minna fólk á hve óholl varan er sem er verið að neyta.

Sársauki og rauðleit tunga – Hvort tveggja er líklegast tilkomið vegna B-vítamínskorts (þá helst B3 og B12).

Hárug tunga – Það hljómar ekkert verr en hárug tunga. Þá er yfirborð tungunnar þakið litlum þráðlaga sveppum (filiform papillae). Þessi sveppur er meðal annars búinn til úr sama próteini og hár. Háruga tungu má rekja til einhvers konar sýkingu, notkun geðlyfja eða mikils þurrk í munni.

Sprunga eða sprungur í tungu – Sprungur í tungu má gjarnan rekja til næringarskorts.

Sárindi í munni eða munnangur – Það þekkja eflaust allir munnangur. Munnangur þykir sérstaklega sársaukafullt jafnvel þó munnangrið sé örlítið. Sumir eru mjög móttækilegir fyrir munnangri og fá það oft, aðrir ekki. En munnangur á ekki að vera mikið lengur en í um það bil tíu daga. Ef munnangrið staldrar lengur við en fyrrgreindur tími er ráðlagt að leita til læknis.

Föl tunga – Þegar tungan verður föl er það yfirleitt merki um járnskort.

Í kjölfar skrifanna fór ég að skoða einhvers konar tæki og tól sem eru hentug til að þrífa tunguna. Ég fann “tongue scraper” eins og þeir heita á góðri ensku inn á target.com. Ég fer beint í þá deild þegar ég fer til Bandaríkjanna og vippa einum pakka í körfuna.

Screen Shot 2014-04-03 at 5.11.47 PM Screen Shot 2014-04-03 at 5.11.55 PM

Eigið gott kvöld… veðrið er alveg frábært og ég hlakka til að horfa á lokaþátt Biggest Loser. Ég rakst einmitt á keppendurna út í búð um daginn og það má segja að það sé mikill munur á þeim.

karenlind

Gjafaleikur: SnoozTime heilsukoddar

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

  1. Ása Regins

    3. April 2014

    Já ég pæli mikið í þessu líka og gæti einmitt ekki lifað án tunguspaðans míns. Þú færð þá m.a í apótekum og svo keypti ég meira að segja einn í Tiger um daginn, sem er mjög svipaður og þú póstar, en ég á þó eftir að prufa hann :-)

    • Karen Lind

      3. April 2014

      I need one, best að skella sér í apótek og næla sér í einn tunguspaða. Mig vantar einn með bæði bursta og sköfu :-)

  2. Sæunn

    3. April 2014

    Áhugavert, ég fór beint að reka út úr mér tunguna fyrir framan spegil! Ég hef svo gaman af blogginu þínu, það er svo fjölbreytt :)

  3. Hilma Jónsdóttir

    3. April 2014

    Þetta er eflaust besta blogg sem ég hef lesið, svona án gríns!
    Og eftir mikla og langa skoðun í spegli vil ég meina að ég sé bara í nokkuð góðum málum :)

  4. Hanna Lea

    3. April 2014

    Tannburstarnir frá “Reach” (fást m.a. í Nettó) eru með þvílíkt góðum tungubursta aftan á tannburstanum sjálfum :) Eftir að ég byrjaði að nota þessa tannbursta get ég ekki skipt. Svo auðvelt að þrífa tunguna um leið og maður er búinn að þrífa tennurnar ;)

  5. Lilja

    4. April 2014

    Ég er búin að vera í Shiatsu nuddi undanfarið og að breyta miklu í mataræðinu og hann fylgist með tungunni í hverjum tíma. Eftir mánuð á mjög ströngu mataræði þá hætti tungan að vera gul/hvít!

    • Karen Lind

      4. April 2014

      Hljómar vel. Áhugavert að hann skuli fylgjast með tungunni :-)

  6. Íris

    4. April 2014

    áhugavert! en endilega kynntu þér filiform papillur aðeins betur :)

    • Karen Lind

      4. April 2014

      Fór ég með rangt mál? Ég nenni ekki að lesa þessa fræðigrein aftur, þú mátt endilega bara deila þinni þekkingu þar sem þú nenntir að kommenta. Ég hef bara gaman af því og gott að fá leiðréttingu ef þess er þörf :-)

        • Karen Lind

          5. April 2014

          Ég hef tekið vitlaust eftir sýnist mér. Ég les þetta þegar ég hef meiri tíma, er að skila ýmsu af mér í ritgerðinni og skellti þessum punktum bara til gamans :)

          Eigðu góðan dag og takk fyrir ábendinguna :)

  7. Cristian

    22. November 2023

    þegiðu Karen þú ert Áss í Fortnite this information not help me you are a n word