Mér finnst ansi líklegt að margir viti ekki hvað Glucomannan trefjar eru.. ég hafði ekki heyrt af þessu sjálf fyrr en í fyrra.. því kemur hér nokkuð ítarleg umfjöllun um Glucomannan trefjana.
Glucomannan trefjar eru tilvaldir fyrir fólk eins og mig – matarsjúkt fólk! Ég get borðað hest, fíl og hval ef mig langar. Mikið getur verið þreytandi að vera svona mikill matarfíkill… en sem betur fer er hægt að halda sér réttu megin við línuna með því að losa sig við sykurinn, hveitið og annað rusl sem leynist í fæðunni. Að vera laus við þessa djöfla er eins og að ná einhverri alsæluvímutilfinningu. Án gríns.
Um Glucomannan:
-Má nota sem grenningarvöru.
-100% náttúrulegar trefjar.
-Trefjarnar koma úr Konjak plöntunni, hún vex í Asíu.
-Glucomannan eru vatnsuppleysanlegar trefjar. Það þýðir að þegar þær komast í snertingu við vatn blása trefjarnir út!
-Þegar töflurnar leysast upp í maga, stækka þær talsvert, fylla upp í magann og flýta fyrir seddutilfinningu.
-Töflurnar eru teknar 30 mínútum fyrir hverja af þremur aðalmáltíðum dagsins, þ.e.a.s. morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.
-Mikilvægt er að drekka nóg af vatni með skammtinum, t.d. 1-2 glös.. því annars er möguleiki á hægðatregðu.
-Glucomannan hefur einnig jákvæð áhrif á meltingu ef farið er rétt að.. því skiptir öllu máli að drekka nóg af vatni.
-Með inntöku glucomannan er líklegra að viðhalda lípíðmagni innan eðlilegra marka.
Höfum það hugfast að skyndilausnir eru “out of history”. Það er ekki hægt að borða glucomannan allan daginn, drekka endalaust af vatni og kyngja svo hamborgara og frönskum og fá sér sleikjó með rjóma í eftirrétt. Til að glucomannan virkar sem skyldi, er auðvitað mikilvægt að horfa á heildarpakkann..
-Borða holla fæðu og borða reglulega.
-Ná góðum svefni, sofna fyrir miðnætti.
-Hreyfa sig.
-Huga að andlegu heilsunni.
Skrifa Innlegg