fbpx

Glucomannan frá NOW

FÆÐUBÓTAREFNIFRÆÐSLUMOLAR

Mér finnst ansi líklegt að margir viti ekki hvað Glucomannan trefjar eru.. ég hafði ekki heyrt af þessu sjálf fyrr en í fyrra.. því kemur hér nokkuð ítarleg umfjöllun um Glucomannan trefjana.

Glucomannan trefjar eru tilvaldir fyrir fólk eins og mig – matarsjúkt fólk! Ég get borðað hest, fíl og hval ef mig langar. Mikið getur verið þreytandi að vera svona mikill matarfíkill… en sem betur fer er hægt að halda sér réttu megin við línuna með því að losa sig við sykurinn, hveitið og annað rusl sem leynist í fæðunni. Að vera laus við þessa djöfla er eins og að ná einhverri alsæluvímutilfinningu. Án gríns.

IMG_2709

IMG_2711

Um Glucomannan:
-Má nota sem grenningarvöru.
-100% náttúrulegar trefjar.

-Trefjarnar koma úr Konjak plöntunni, hún vex í Asíu.
-Glucomannan eru vatnsuppleysanlegar trefjar. Það þýðir að þegar þær komast í snertingu við vatn blása trefjarnir út!
-Þegar töflurnar leysast upp í maga, stækka þær talsvert, fylla upp í magann og flýta fyrir seddutilfinningu.
-Töflurnar eru teknar 30 mínútum fyrir hverja af þremur aðalmáltíðum dagsins, þ.e.a.s. morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.
-Mikilvægt er að drekka nóg af vatni með skammtinum, t.d. 1-2 glös.. því annars er möguleiki á hægðatregðu.
-Glucomannan hefur einnig jákvæð áhrif á meltingu ef farið er rétt að.. því skiptir öllu máli að drekka nóg af vatni.
-Með inntöku glucomannan er líklegra að viðhalda lípíðmagni innan eðlilegra marka.

Höfum það hugfast að skyndilausnir eru “out of history”. Það er ekki hægt að borða glucomannan allan daginn, drekka endalaust af vatni og kyngja svo hamborgara og frönskum og fá sér sleikjó með rjóma í eftirrétt. Til að glucomannan virkar sem skyldi, er auðvitað mikilvægt að horfa á heildarpakkann..

-Borða holla fæðu og borða reglulega.
-Ná góðum svefni, sofna fyrir miðnætti.
-Hreyfa sig.
-Huga að andlegu heilsunni.

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

Frænka grænu þrumunnar

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Ása Regins

    14. January 2014

    hahahah hest, fíl og hval.. þú ert frábær ! Ég þarf að prufa þetta, verst bara að NOW vörurnar fást ekki í Verona. Þetta verður því á innkaupalistanum í næstu Íslandsheimsókn :-)

  2. LV

    16. January 2014

    Þetta langar mig að prófa :)

    – LV

  3. Sara

    16. January 2014

    Ég hef verið að nota þetta og finn einmitt mikinn mun ef maður gerir þetta rétt og eins og þú segir mjög mikilvægt að drekka nóg af vatni annars er þetta eins og að borða stein! En eitt sem mér finnst erfiðast það er að muna að taka þetta alltaf hálftíma fyrir máltíð! Ertu með einhverja sérstaka leið til að minna þig á þetta :D?

    • Karen Lind

      16. January 2014

      Þessu er ég einmitt MJÖG sammála, mér finnst erfitt að muna að taka þetta hálftíma fyrir máltíð – því ég er ALLT i einu orðin hrikalega svöng, og þá get ég ekki hugsað mér að taka inn trefjana og bíða í hálftíma!

      .. svo ég er ekki með neina leið – reyni bara að muna þetta eins og ég get og ef það klikkar þá er það bara þannig :-) Ég tek þetta ekki alltaf – tek tarnir og það hentar vel.

  4. Anna

    16. January 2014

    Er tekin ein tafla 30 min fyrir hverja máltið eða fleiri?

    • Karen Lind

      17. January 2014

      1-3.. ég hef tekið eina undanfarið og það hefur dugað til svo ég fyndi til mikillar seddu.

  5. Anna

    17. January 2014

    Þetta verð ég að kaupa, er matarfíkill og rúmlega það. Get auðveldlega sporðrennt hest og fíl ;)