fbpx

Eru Naked safarnir hollir?

FRÆÐSLUMOLAR

800px-Naked_Juice

Nei, síður en svo. Framleiðendur Naked (sem framleiða einnig Pepsi) voru ákærðir í síðustu viku fyrir að merkja safana með blekkjandi umbúðum. Flestir trúa því að Naked sé einstaklega hollur og ferskur safi, búinn til úr nýkreistum ávöxtum og grænmeti og engu öðru. Satt að segja hef ég alltaf vitað betur, bara vegna þess að bragðið gefur það til kynna. Ég hef margoft búið til nýkreistan safa, þ.e.a.s pressað ávexti og grænmeti, og safinn smakkast engan veginn eins og Naked safi.

Á umbúðunum er tekið fram að safinn sé “All natural” en í ljós hefur komið að mörg innihaldsefnin eru eitruð, sum hver baneitruð. Þau hættulegustu eru maístrefjar, gervisæta, margskonar gerviefni eins og kalsíum panþóþenat og formaldehýð en hvort tveggja kemur frá erfðabreyttu soju. Ekkert af þessum efnum eru náttúruleg, heldur eru þau öll búin til á einn eða annan hátt. Non-GMO (GMO vísar til erfðabreyttra efna) stimpillinn á sem sagt engan veginn rétt á sér.

Sagan er ekki öll úti, því það versta við þetta allt er að Formaldehýð er baneitrað, burt séð frá því hvernig það er tekið inn. Aðeins 30ml. skammtur af formaldehýð er talinn geta dregið manneskju til dauða.

Allt svona óheiðarlegt markaðsbrask vekur áhuga minn. Af hverju? Því ótrúlega mikill hluti vara út í búð eru svipaðar… og það eru margir að kaupa þær í góðri trú um að þær séu hollar og frábærar. Lesum umbúðirnar og kynnum okkur innihald matarins. Mér finnst orðið mjög óeðlilegt hve margir fá krabbamein og ég er sannfærð um að slík ógeðsleg efni í mat- og drykkjarvörum hafi áhrif.

To look good naked, skip NAKED“.

karenlind

Gjafaleikur: Fjölskylda eftir BYBIBI

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

 1. Tinnarun

  27. March 2014

  OMG gott að vita! Þoooooli ekki svona “blekkingar” á vörum.

 2. Silja

  27. March 2014

  Mjög áhugavert og gaman að lesa bloggin hjá þér! sérstaklega sem tengjast matarræði og hreyfingu :)

 3. Anna María

  27. March 2014

  Ja hérna ég sem var að drekka þetta í öllum USA ferðunum minum í sumar! Frábært :( þetta fer beint á bannlistann ojj..not cool.

 4. Thorunn

  27. March 2014

  nei nú græt ég :( elska þennan græna

 5. Rut R.

  27. March 2014

  jahááá!!!
  takk fyrir þetta! Meira svona!!

  • Rut R.

   27. March 2014

   eða þú veist… hahahaha…. það væri gaman að fá fleiri svona upplýsingar ef þú lumar á þeim :D

 6. Íris Thordersen

  27. March 2014

  Ég er algjörlega sammála því að fyrirtæki eigi að segja satt og rétt frá innihaldi matvæla enda er það eitthvað sem ég skoða vel áður en ég kaupi vöru.
  Calcium pantoþenat og formaldehýð eru þó ekki sami hluturinn. Það er rétt að formaldehýð sé eitrað. Til að framleiða calcium panþóþenat þarf formaldehýð. Calcium panþóþenat inniheldur þó ekki formaldehýð og er ekki eitrað. Calcium panþóþenat er þekkt sem B5 vítamín og er m.a að finna í heilkorni, avókadó, eggjum ofl. B5-vítamínið sem er t.d í vítamínunum frá NOW er á formi Calcium pantoþenat :)

  • Karen Lind

   27. March 2014

   Ja passar, það stoð einmitt i greininni sem eg tok þetta upp ur. Eg for hins vegar ekki það djupt i þetta. Vildi bara koma skilaboðunum aleiðis a einfaldan hatt :-)

   Takk fyrir gott komment! Gaman að fa svona.

 7. Erla.

  28. March 2014

  Takk fyrir þetta. Veistu eitthvað um froosh safana? Eru þeir hollir?

 8. Bergey

  31. March 2014

  Alveg óþolandi! er rosa skeptísk á svona drykki og var einmitt í miklum pælingum hvort þessi væri nú hollur þegar ég keypti einn Naked drykk í síðustu viku! Takk fyrir að deila, no more Naked – einfaldast að gera þetta bara sjálfur, þá veit maður hvað fer í drykkinn sinn ;)

 9. Anna K

  1. April 2014

  Hvað með Froosh safana sem fást hér á Íslandi? Veistu eitthvað um þá ?

  • Karen Lind

   2. April 2014

   Ég er ekki viss, ég þarf að skoða það.

 10. Olga Ýr

  1. April 2014

  Okay vá..Ég var einmitt að drekka hann meðan ég las þessa færslu! Takk æðislega fyrir þetta, ég henti restinni!