Nei, síður en svo. Framleiðendur Naked (sem framleiða einnig Pepsi) voru ákærðir í síðustu viku fyrir að merkja safana með blekkjandi umbúðum. Flestir trúa því að Naked sé einstaklega hollur og ferskur safi, búinn til úr nýkreistum ávöxtum og grænmeti og engu öðru. Satt að segja hef ég alltaf vitað betur, bara vegna þess að bragðið gefur það til kynna. Ég hef margoft búið til nýkreistan safa, þ.e.a.s pressað ávexti og grænmeti, og safinn smakkast engan veginn eins og Naked safi.
Á umbúðunum er tekið fram að safinn sé “All natural” en í ljós hefur komið að mörg innihaldsefnin eru eitruð, sum hver baneitruð. Þau hættulegustu eru maístrefjar, gervisæta, margskonar gerviefni eins og kalsíum panþóþenat og formaldehýð en hvort tveggja kemur frá erfðabreyttu soju. Ekkert af þessum efnum eru náttúruleg, heldur eru þau öll búin til á einn eða annan hátt. Non-GMO (GMO vísar til erfðabreyttra efna) stimpillinn á sem sagt engan veginn rétt á sér.
Sagan er ekki öll úti, því það versta við þetta allt er að Formaldehýð er baneitrað, burt séð frá því hvernig það er tekið inn. Aðeins 30ml. skammtur af formaldehýð er talinn geta dregið manneskju til dauða.
Allt svona óheiðarlegt markaðsbrask vekur áhuga minn. Af hverju? Því ótrúlega mikill hluti vara út í búð eru svipaðar… og það eru margir að kaupa þær í góðri trú um að þær séu hollar og frábærar. Lesum umbúðirnar og kynnum okkur innihald matarins. Mér finnst orðið mjög óeðlilegt hve margir fá krabbamein og ég er sannfærð um að slík ógeðsleg efni í mat- og drykkjarvörum hafi áhrif.
“To look good naked, skip NAKED“.
Skrifa Innlegg