fbpx

Svitaeyðir frá NOW – án parabenefna

FRÆÐSLUMOLARHEILSA

Ég er alltaf að prófa mig áfram með svitaeyði sem eru án parabenefna og áls. Ég fékk mér þennan svitaeyði frá NOW um daginn og hann fær mína bestu einkunn. Eini gallinn sem ég finn að honum er hve hvítur maður verður undir handakrikunum til að byrja með, en það fer fljótlega svo það skiptir ekki miklu máli.

Um NOW svitaeyðinn:

-Virkar til langtíma, alveg ca. 2-3 daga.
-Má nota undir hendur sem og fætur (ég hef ekki prófað hann á fæturna).
-Í svitaeyðinum nota þeir zink oxíð og lavender olíu en hvort tveggja hefur þann eiginleika að draga úr vondri lykt.
-Án parabenefna og áls.
-Varan er ekki prófuð á dýrum.
-Inniheldur m.a. kókosolíu, zink oxíð, lavenderolíu, furunálarolíu, c-vítamín, trjábarkarþykkni, rósmarínolíu og cetearyl alkóhól.

IMG_0836

IMG_0861

Mér finnst vanta mun meiri umfjöllun um þær áhættur sem fylgja notkun svitaeyða sem eru með áli og parabenefnum. Mér þykir mjög óþægilegt að hugsa til þess að ég hafi borið þessum ógeðslegu innihaldsefnum á mig í mörg ár.. alltof mörg ár. Auðvitað langar mig að bera það besta sem ég get mögulega fengið undir handakrikana, enda liggja eitlar þar nálægt og brjóstin sömuleiðis. Eftir því sem ég eldist verð ég gagnrýnari á snyrtivörur sem eiga greiða leið inn í líkamann – sem betur fer. Ég vildi að ég hefði tileinkað mér þennan hugsunarhátt á unglingsaldri… en það er ekki hægt að lifa í eftirsjá og því um að gera að vera vakandi í dag og það sem eftir er..

Ég fékk minn í Lifandi Markaði. Ég á líka aðra tegund sem er góð – ég blogga um hana síðar.

karen

Kitchenaid í USA - 220V

Skrifa Innlegg

25 Skilaboð

 1. Margrét Rós

  26. November 2013

  Frábært!!

  Ég er löngu hætt að nota allt sem ekki er án parabena og tilbúinna ilmefna á líkamann minn. Ég hef spáð í þessu í mörg ár en varð algjörlega afhuga þessu öllu þegar ég var ólétt. Á þessari síðu er hægt að skoða innihaldsefni í snyrtivörum (http://www.safecosmetics.org) og er ég nokkuð viss um að brúnkukrem og nær allar snyrtivörur sem hægt er að kaupa í matvöruverslunum, bæði á Íslandi og í USA, innihaldi efni (mörg) sem er á no, no listanum hjá þeim :D

  • Karen Lind

   26. November 2013

   Ég nota margt sem er ekki æskilegt f. líkamann – mér er ekki að takast að sniðgangast sumar vörur, eins og t.d brúnkukremið frá V.S og annað.. en þar sem ég er meðvituð um allt ruslið í þessu nota ég vörurnar mjög sjaldan.

   Aftur á móti er ég skíthrædd við svitaeyði & er því löngu farin að prófa mig áfram í þeim málum og sem betur fer hef ég fundið góða svitaeyði til að leysa parabenruslahaugana af!

   Takk fyrir ábendinguna með síðuna <3

 2. Svana

  26. November 2013

  Var einmitt heillengi í Lyfju um daginn að lesa á bakvið nokkrar vörur sem ég ætlaði að kaupa mér en fann í lokin hvorki body lotion né svitalyktareyði sem mér leist á… alltof mikið að aukaefnum í þessu. Það er frekar óhugnarlegt.
  En sammála með að það er lítil sem engin umræða um þetta, ég ræddi þetta við kærastann minn sem hafði aldrei heyrt svona áður, s.s. um þessi óæskilegu efni í snyrtivörum.

 3. Rakel

  26. November 2013

  Snilld! Takk fyrir ábendinguna. Ég keypti mér einn um daginn sem er svo ferlega lélegur, prófa þennan :)

 4. Ella

  26. November 2013

  Ég er algjörlega sammála, það er alltof lítið rætt um slæm innihaldsefni í snyrtivörum, en sem betur fer er vitund fólks farin að breytast og snyrtivörufyrirtæki farin að vera meðvitaðari um kröfur neytenda.
  Sjálf byrjaði ég á því að taka út paraben-efni, en vissi ekkert um ál fyrr en ég sá heimildarmyndina; The age of aluminium á þessu ári. Þá varð ég hreinlega reið, á hverju ári er talað um að auka meðvitund kvenna gegn brjóstakrabbameini, en aldrei talar neinn um að ál er talið vera valdur að brjóstakrabbameini. Það sannast best á því að konur sem hafa verið greindar með brjóstakrabbamein er ráðlagt að nota svitalyktareyði án áls. Takk fyrir að vekja athygli á málinu og opna umræðuna!

  • Karen Lind

   26. November 2013

   Tek heilshugar undir þessi orð þín – og þetta er nákvæmlega málið með álið.. (úbbs, rímar).. Takk fyrir gott og þarft innlegg! :)

 5. Hilrag

  26. November 2013

  skíthrædd við þetta – beinustu leið að kaupa nýja svitalyktaeyði!

  flott blogg !

  xx

 6. LV

  26. November 2013

  Er lykt af þessum ?

  -LV

 7. Halla

  26. November 2013

  Hinn sem þú átt er það Toms of Maine?

   • Inga Heiða

    26. November 2013

    Ég á Toms og er ánægð með hann en hef ekki fundið hann á Íslandi svo það er gott að vita af NOW þegar Tommi klárast :) Takk fyrir skemmtilegt og fræðandi blogg.

 8. Sandra

  26. November 2013

  Takk fyrir þessa ábendingu! Ég ætla að kaupa mér svona á morgun.

 9. Katla

  26. November 2013

  Mig langaði að benda á alveg frábærar vörur sem eru lausar við öll “ógeðsleg” aukaefni.
  Þetta eru Dr. Bronner vörurnar: http://www.drbronner.com/

  Þarna er hægt að kaupa sápur, body lotion, sjampó og næringu og fleira. Sápurnar eru stundum kallaðar 18 in 1 soap því það er hægt að nota þær í allt, allt frá tannkremi upp í gólfsápu.

  Mæli alveg klárlega með þessum sápum. Ég hef prufað næstum því allar sápurnar og mér finnst piparmyntusápan æðisleg og með bestu lyktinni. Svo er lavander lyktin líka rosa góð.

 10. Ína Valgerður Pétursdóttir

  27. November 2013

  Mæli með þessum hér: http://www.biotherm.ca/product/3605540496954,default,pd.html
  Hann er algjör snilld, laus við paraben og ál. Ég var búin að leita lengi að “hinum eina sanna” sem væri laus við þessi efni. Rollonið er alveg glært þannig að maður verður ekki hvítur af honum. Svo er líka mild og góð lykt af honum og ég hef aldrei fundið svitalykt eftir að ég byrjaði að nota hann :-)

 11. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir

  27. November 2013

  Takk fyrir að vekja athygli á þessu Karen. Ég er einmitt nýbúin að uppgötva hversu stútfull snyrtitaskan mín er af áli og parabenum. Er að endurnýja eins og ég get og fann rosa fínar vörur í Heilsuhúsinu, er t.d. að nota saltsteins svitalyktareyði með aloe vera þar sem ég þoli illa að hafa einhvern ilm af svitalyktareyðunum mínum. Í dag kl 18 er einmitt verið að sýna þessa mynd, The Age of Aluminium í Bíó Paradís (bara í þetta eina skipti í tengslum við átaksviku Landverndar) en hún er rosalega sjokkerandi og fræðandi https://www.facebook.com/events/572269816178818/

  • Karen Lind

   27. November 2013

   Nei er það – takk fyrir þetta innlegg.. og frábært að vita af þessari sýningu!

 12. Erla

  27. November 2013

  Þörf umræða Karen! Testa þennan pottó!!!

 13. Kristbjörg Tinna

  27. November 2013

  Það er svo langt síðan ég byrjaði að reyna að kaupa svitalyktareyða sem eru lausir við óæskileg efni. En vá það var þrautinni þyngri! Það endaði þannig að ég ákvað að hætta að spá í þessu í 2 ár og sjá eftir þann tíma hvort að einhverjar framfarir hefðu orðið. Og fyrir stuttu fór ég aftur á stúfana og fann að mínu mati hinn fullkomna svitalyktareyði. Hann dugir mjög lengi og það besta við hann er að hann er sprey. Mér finnst allir roll-on-ar og svona krem svitalyktareyðar vera svo klígjulegir af því að það fara dauðar húðfrumur og annað slíkt ofaní roll-on-inn og krem týpan (eins og þessi sem þú ert að blogga um) finnst mér verða svo skítug þannig að ég hendi þeim alltaf löngu áður en ég er búin með þá :)

  Þessi er keyptur í Radísu (Strandgötu, Hafnarfirði) og er fá merki sem heitir Lavera. https://www.facebook.com/photo.php?fbid=725326367481737&set=a.514535945227448.137246.347194618628249&type=3&theater Algjörlega fullkominn :)

  • Karen Lind

   27. November 2013

   Já, ég þekki einmitt Lavera vörurnar & hef átt svitaeyði frá þeim – man samt ekki alveg hvaða tegund það var en hann ilmaði dásanlega :-) Takk fyrir ábendinguna :)

   xx

  • Karen Lind

   28. November 2013

   Æði!

   Eg ætla ad skella i annað blogg – með myndum af theim sem lesendur mæla með :-)

 14. Íris

  28. November 2013

  Ég hef prófað Toms, kiss my face(wholefoods) og dr. Hauschka og enginn af þeim hefur virkað nógu vel :(
  Langar svo heitt og innilega að hætta að nota ál/paraben roll on…spurning að prófa þennan :)

 15. Halla

  29. November 2013

  Toms fæst í Heilsuhúsinu en ég er ekki ánægð með hann! Hefur einhver ykkar prófað kristalinn frá Enjo?

  • Steffý

   16. January 2014

   Ég hef aldrei séð Toms í Heilsuhúsinu…. Eitthvað sérstakt Heilsuhús kannski?

 16. Sirrý Svöludóttir

  21. January 2014

  Svitaeyðirinn frá NOW er kominn aftur í verslanir Lifandi markaðar og Fræsins í Fjarðarkaupum.