Ég er alltaf að prófa mig áfram með svitaeyði sem eru án parabenefna og áls. Ég fékk mér þennan svitaeyði frá NOW um daginn og hann fær mína bestu einkunn. Eini gallinn sem ég finn að honum er hve hvítur maður verður undir handakrikunum til að byrja með, en það fer fljótlega svo það skiptir ekki miklu máli.
Um NOW svitaeyðinn:
-Virkar til langtíma, alveg ca. 2-3 daga.
-Má nota undir hendur sem og fætur (ég hef ekki prófað hann á fæturna).
-Í svitaeyðinum nota þeir zink oxíð og lavender olíu en hvort tveggja hefur þann eiginleika að draga úr vondri lykt.
-Án parabenefna og áls.
-Varan er ekki prófuð á dýrum.
-Inniheldur m.a. kókosolíu, zink oxíð, lavenderolíu, furunálarolíu, c-vítamín, trjábarkarþykkni, rósmarínolíu og cetearyl alkóhól.
Mér finnst vanta mun meiri umfjöllun um þær áhættur sem fylgja notkun svitaeyða sem eru með áli og parabenefnum. Mér þykir mjög óþægilegt að hugsa til þess að ég hafi borið þessum ógeðslegu innihaldsefnum á mig í mörg ár.. alltof mörg ár. Auðvitað langar mig að bera það besta sem ég get mögulega fengið undir handakrikana, enda liggja eitlar þar nálægt og brjóstin sömuleiðis. Eftir því sem ég eldist verð ég gagnrýnari á snyrtivörur sem eiga greiða leið inn í líkamann – sem betur fer. Ég vildi að ég hefði tileinkað mér þennan hugsunarhátt á unglingsaldri… en það er ekki hægt að lifa í eftirsjá og því um að gera að vera vakandi í dag og það sem eftir er..
Ég fékk minn í Lifandi Markaði. Ég á líka aðra tegund sem er góð – ég blogga um hana síðar.
Skrifa Innlegg