Galleria Reykjavik

FYLGIHLUTIRTÖSKUR

Á bæjarröltinu mínu tókst mér að komast yfir ýmislegt… ég var á fleygiferð get ég sagt ykkur, í mikilli hálku og snjó arkaði ég milli búða.. á Te & Kaffi náði ég mér í tvöfaldan macchiato með fjörmjólk og súkkulaðimola, Tiger fyrir jólaskraut, 66° til að skoða Jöræfi og í Galleria Reykjavík að skoða töskur (og borða konfekt). Mér tókst kannski að komast yfir svona mikið út af tvöföldum macchiato, hver veit. Það var varla þverfótandi fyrir túristum, þeir voru allavega í meirihluta þennan eftirmiðdaginn. Ég keyrði framhjá Hallgrímskirkju og þar voru óteljandi selfiestangir á lofti. Mjög fyndið. Það liggur við að eina vitið sé að kaupa íbúð miðsvæðis og leigja hana út í Air B&B… ekki það að ég myndi nenna að standa í því – samt ekki óvitlaus fjárfesting. Allavega, fjársjóðirnir eru nokkrir í Galleria Reykjavík… reyndar aðeins fleiri en nokkrir.

10277526_918387091527363_3942691473748751960_n

Ég stal þessari mynd af facebook síðu verslunarinnar, ég hef hugsað statt og stöðugt um þetta sjal síðan ég sá það fyrst. Ég læt mig dreyma um Burberry Merino Wrap. Litirnir á sjalinu eru þeir sömu og á treflinum mínum. Kannski ekki skrýtið að ég sé svona hrifin af þessu sjali.

Það mætti halda að ég ætti bara einn trefil. Hann er bara það mjúkur og þægilegur að ég sækist í að nota hann meira en annað. Upphaflega ætlaði ég að fá mér ljósari týpuna en svo hætti ég við því ég gaf mér að farði sæist auðveldlega á honum. Þessi kaffibrúni varð því fyrir valinu.

Screen Shot 2015-11-30 at 12.05.20 AM

Burberry

Screen Shot 2015-11-30 at 12.00.03 AM Screen Shot 2015-11-29 at 11.59.54 PM Screen Shot 2015-11-29 at 11.59.41 PM

 Scintilla

Screen Shot 2015-11-30 at 12.06.20 AM

Chloé

Pyropet

Moncler

Screen Shot 2015-11-30 at 12.07.40 AM

Tory Burch

Screen Shot 2015-11-30 at 12.06.47 AM

Michael Kors

Screen Shot 2015-11-30 at 12.06.12 AM

Chloé

Screen Shot 2015-11-30 at 12.04.42 AM Screen Shot 2015-11-30 at 12.00.51 AM

Marc by Marc Jacobs (sem er nú að hætta – sjá færslu hér – sniff sniff)

Burberry, Scintilla, Chloé, Moncler, Tory Burch, Michael Kors og Marc by Marc Jacobs.. og margt fleira. Ég er mjög hrifin af Tory Burch (ég bloggaði um Tory Burch fyrir einu og hálfu ári, sjá hér).. það kæmi mér ekki á óvart ef það kæmi Tory Burch æði hér á landi. Sjáiði hvað þetta er allt flott hérna að neðan. Ég veit að snyrtitaskan er til í G.R. en  ég er ekki viss með hinar vörurnar.

Ef öll þessi fögru merki eru ekki ástæða til að kíkja á smá búðarrölt á Laugaveginn og kíkja í þessa dásemdar verslun. Draumajólagjöfin getur aldeilis leynst þarna inni.

Facebook síða Galleria Reykjavík

karenlind

Hunter Deepsea Backpack

TÖSKUR

Þennan flotta vatnshelda bakpoka frá HUNTER sá ég í einhverju tískutímaritinu sem ég skoðaði í dag. Er ekki sniðugt að eiga einn svona fyrir íslenskt veðurfar?

Tekið af Hunterboots.com:

A backpack in modern rubber bonded fabric, inspired by the scuba theme from our autumn/winter 2014 runway collection. The neat and compact body of the bag is secured with a parachute clip and zip at the top, while the moustache detail at the front, references our Original Tall Wellington boot. A practical design, it features two side pockets, a padded laptop pocket, a front zip pocket and adjustable straps.

Sú er flott en hún kostar þó sitt, eitthvað nálægt 52 þúsund krónum.

Fæst hér.

karenlind