Útsala hjá Adidas

ÆFINGAFÖT

Útsalan er hafin hjá Adidas. Allra helst langar mig til að nefna hlaupaskóna, Ultra Boost, sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég nota ekki aðra skó. Nýjasta útgáfan, þessi sem er hér að neðan, er svo þægileg og það er eins og maður sé hreinlega í sokk. Ekkert við skóinn er óþægilegt. Það er draumur að hlaupa í þeim & ég mæli með að ná í eintak á útsölu, áður en þeir klárast.

Svo eru nokkrir bolir hérna sem er hægt að nota dagsdaglega og þeir eru að mig minnir allir undir 5 þúsund krónum. Kíkið á heimasíðuna þeirra – ADIDAS.IS – og skoðið úrvalið.

karenlind

Adidas Ultra Boost

ÆFINGAFÖT

Í fyrra sagði ég ykkur frá þessum hlaupaskóm sem ég fékk frá Adidas. Þeir hafa nýst mér mjög vel og þeir eru klárlega bestu hlaupaskór sem ég hef átt…. þar til ég fékk nýju týpuna af Ultra Boost sem ég er í á myndunum hér að neðan.

Nú er búið að þróa skóna skrefinu lengra og þeir eru orðnir enn mýkri og betri. Þessir nýju eru eins og sokkur og það er ofsalega mikill kostur. Ég hef aldrei átt þannig hlaupaskó en fyrir mitt leyti er það mun þægilegra, enda engin tunga eða aðrir saumar sem trufla eða þrýsta á ylina. Þessi hafa verið þægilegir frá fyrstu mátun. Mér líður eins og ég gangi um á skýjagólfi.. þeir eru nefnilega draumkenndir hvað varðar mýkt.

Screen Shot 2015-10-06 at 4.38.33 PMScreen Shot 2015-10-06 at 4.38.23 PMScreen Shot 2015-10-06 at 4.37.58 PMScreen Shot 2015-10-06 at 4.38.15 PM

Screen Shot 2015-10-06 at 4.38.07 PMScreen Shot 2015-10-06 at 4.38.41 PMScreen Shot 2015-10-06 at 4.38.49 PM
Ég vil ekki fara í aðra hlaupaskó eftir að ég kynntist þessum skóm. Ég reyni að velja skó eftir bestu getu enda stundum hálf hölt út af bakinu… og þessir skór standast allar mínar ströngustu kröfur.

Eins og ég sagði í fyrri færslunni – þá mæli ég með því að þið mátið skóna. Svona topp vara má ekki fara framhjá manni.

Fást hér… og fyrir áhugasama bendi ég einnig á færsluna hennar Elísabetar, sjá hér.

karenlind

Besti íþróttatoppurinn: The Standout Sports Bra

ÆFINGAFÖT

Það fór eflaust ekki framhjá neinum sem gekk um götur NYC í fyrra að það væri kominn nýr og byltingarkenndur íþróttatoppur frá Victoria’s Secret. Ef einhver þarf á góðum íþróttatopp þá er það ég. Ég er með stór brjóst að eðlisfari, þökk sé móðurleggnum eins og hann leggur sig. Það er oft mikill hausverkur að bera slíkan farm, sérstaklega í ræktinni. Ég hef yfirleitt verið í íþróttatoppunum frá Target og þeir eru nánast tilgangslausir fyrir mig.

Victoria’s Secret lofaði viðskiptavinum að skila íþróttatoppunum ef þeir stæðust ekki væntingar. Eins fékk hver viðskiptavinur íþróttatoppsins afsláttarmiða sem bauð ýmist upp á 5 eða 10$ afslátt eða ókeypis íþróttatopp. Ég mátaði toppinn, tók nokkur létt hopp og skopp inni í mátunarklefanum og sá um leið að brjóstin hreyfðust ekki um millimetra. Auðvitað keypti ég íþróttatoppinn og fékk 5$ afslátt.

Ég hef átt hann í ár og einungis notað hann. Þeir eru ekki til í verslunum lengur, kannski örfáum, en þeir eru seldir á vefsíðunni. Þar sem ég hafði ekki prófað aðra íþróttatoppa frá þeim með “maxinum strength” ákvað ég að máta alla þá sem voru til upp á samanburðinn. Þeir hentuðu mér engan veginn og því get ég sagt (fyrir mitt leyti) að þetta er sá allra besti íþróttatoppur sem er í boði frá þeim.

Böndin eru stillanleg sem mér finnst skipta mestu máli. Það er engin spöng en stuðningurinn er engu að síður rosalegur. Ég get lofað ykkur því að brjóstin haggast ekki. Loksins gat ég allavega hlaupið og hoppað eins og vitleysingur án þess að vinkonurnar færu á fleygiferð.

Fæst hér
Fæst hér
Fæst hér
Fæst hér

Ef þig langar til að fylgjast með póstum frá mér þá er ég með Facebook like síðu = sjá hér.
karenlind

Nýtt í fataskápnum: Nike og Adidas by Stella McCartney

ÆFINGAFÖT

Þar sem ég hef hvergi rekist á Adidas hlýrabolinn né Nike hettupeysuna sem mig hefur langað í í nokkurn tíma ákvað ég að kaupa hvort tveggja og senda á mömmu í UK. Ég fæ ekki nóg af Adidas by Stella McCartney æfingafötunum. Nýlega keypti ég mér mjög flottar stuttbuxur frá henni með áföstum mesh hjólabuxum innanundir. Eins voru bestu kaupin mín eflaust æfingataskan frá henni. Hún er að verða tveggja ára og það sér ekki á henni þrátt fyrir ofnotkun.

b63330a3e246b589010fa4a6e77b2e45

Screen Shot 2015-05-05 at 12.15.10 AM

 

 

Grár og hvítur fara vel saman. Það er eins gott að sólin splæsi í smá heimsókn því annars verð ég ósýnileg í bolnum. Ég keypti þennan í M – ég geri mér ekki grein fyrir stærðunum og ég vona að hann passi. Annars er ég að fíla víða jersey toppa í ræktinni – allavega á meðan ég stend ekki á höndum og öðrum eins seramóníum.

926-adidas-by-Stella-McCartney-Running-Run-Performance-Shorts-for-Women-1405786_fr_xl

Stuttbuxurnar sem ég keypti í TkMaxx í Windsor. Kostuðu 25 pund.

Screen Shot 2015-05-05 at 12.19.05 AM

Þessi er nú aðeins of flott. Ég á aðra svona svipaða Nike peysu og hún hefur haldist eins í langan tíma. Adidas og Nike eru auðvitað bæði toppmerki og það er alveg þess virði að splæsa auka seðlum í svo góðar flíkar.

Adidas jersey hlýrabolur eftir Stella McC: fæst hér.
Nike hettupeysa: fæst hér.

Annars er ekkert að frétta af mér.. annað en það að ég hef hóstað út í eitt í 5 vikur. Ég ákvað loks að fara til læknis í dag og endaði í Apótekinu að leysa út lyfseðil fyrir sterapústi. Það er ágætt að ná loks að róa lungun. Það sem dreif mig þó til læknis er að ég hef ekki getað hreyft mig í allan þennan tíma, eilítið labb kallaði á hóstakast og vitleysu og ég er að segja ykkur það, ég er alveg að verða biluð á því að komast ekki.

Bestu hóstakveðjur,

karenlind

Calvin Klein íþróttatoppar

ÆFINGAFÖT

Það er deginum ljósara að ég þarf að eignast svona topp. Ég á reyndar einn íþróttatopp sem er algjör draumur og hann er bráðnauðsynleg eign fyrir þær sem eru barmmiklar. Ég þarf svo sem ekki mikið meira en þessir frá Calvin Klein eru ofsalega flottir.

Nú hef ég ekki hugmynd um hvort þeir fáist hér heima en ég rakst á þá á Net a Porter síðunni. Mig langar rosalega að panta þá.. en þar sem ég er á leið til NYC ætla ég að kíkja fyrst í Century 21. Ég sá haug af Calvin Klein nærfötum þar fyrir stuttu og þau kostuðu nánast ekki neitt.

Gleðilegan föstudag!

karenlind

Opnun Under Armour: Útilíf í Smáralind

ÆFINGAFÖT

Opnun Under Armour í Útilíf Kringlunni heppnaðist svo vel um daginn að slíkt hið sama var gert í Smáralind. Under Armour opnaði “búð” í verslun Útilífs í Smáralind þann 1. nóvember síðastliðinn. Ég leit við til að skoða búðina ásamt því að hitta Þórunni markaðsstjóra Under Armour og Helgu. Þær eru alltaf svo ótrúlega vinalegar. Opnunin var flott og skipulag Under Armour verslunarinnar í Útilíf vel heppnað. Under Armour á sinn stað í versluninni sem myndar hring. Hringsvæðið skiptist svo annars vegar í kvennadeild og hins vegar karladeild. Einfalt og þægilegt.

Screen Shot 2014-11-04 at 11.43.08 AM Screen Shot 2014-11-04 at 11.42.06 AM Screen Shot 2014-11-04 at 11.44.10 AM Screen Shot 2014-11-04 at 11.43.52 AM Screen Shot 2014-11-04 at 11.44.49 AM Screen Shot 2014-11-04 at 11.42.34 AM Screen Shot 2014-11-04 at 11.45.20 AM Screen Shot 2014-11-04 at 11.42.21 AM Screen Shot 2014-11-04 at 11.41.17 AMTakk fyrir mig og til lukku með nýju verslunina!

karenlind

MIX

ÆFINGAFÖT

Mig vantar sáralítið fyrir líkamsræktina en ætli ég hafi ekki mest gaman af því að skoða ræktarföt á netinu og því tók ég saman nokkra hluti sem eru fínir fyrir ræktina eða einhvers konar hreyfingu. Íþróttaföt eru orðin svo smart miðað við árum áður. Þá reddaði ég mér yfirleitt með gömlum hlírabolum og var oftar en ekki í mjög óþægilegum æfingabuxum sem skárust inn í mittið. Í dag er öldin önnur. Það er margt í boði og oft má finna æfingaföt á góðu verði. Nú eru íþróttaföt til dæmis farin að vera til í tískuvöruverslunum sem mér finnst frábært.

Screen Shot 2014-09-26 at 5.49.40 PM
Hlírabolur frá Adidas eftir Stellu McCartney. Reyndar er hann úr eldri línu en það má nálgast hann á amazon/ebay.
Trigger Point nuddrúlla. Ég á eina nuddrúllu en þarf nauðsynlega að endurnýja hana.
Victoria’s Secret INCREDIBLE æfingatoppur. Mæli 100% með honum fyrir brjóstgóðar konur.
Íþróttajakki frá Y.A.S sportlínunni – Vero Moda. Mátaði hann um daginn og finnst hann æði.
Under Armour hlaupaskór. Tilvaldir í hlaup á hlaupabretti að mínu mati. Ég á svipaða skó og nota þá óspart.
Créme de la Créme peysa eftir Zoe Karssen. Ég ætla ekki að hætta að hugsa um hana.
Blender Bottle. Bestu brúsarnir! Ég keypti bleikan í síðustu viku.. ég er laumubleik, allavega þegar kemur að hlutum fyrir ræktina.

Screen Shot 2014-09-26 at 5.09.25 PM
Buxur frá Adidas eftir Stellu McCartney. Til í fleiri litum en svartar færu mér best. Sjúklega flottar.
Roshe Run. Klassískir… en kannski ekki fyrir ræktina.
Zing Anything brúsi. Mig langar mjög mikið í svona brúsa. Bloggaði um þá fyrir löngu: sjá hér.
Resistance band (blátt). Mig vantar sárlega þessar teygjur fyrir ýmis konar æfingar.
Æfingataska frá Stellu McCartney. Hún er alveg eins og mín bláa… nema þessir litir eru mjög flottir saman. Ég fann hana á netinu á miklum afslætti eða 108$. Mér finnst nauðsynlegt að eiga æfingatösku. Ég geymi margt í töskunni og er mun skipulagðari fyrir vikið. Dótið mitt var út um allt og ég eyddi miklum tíma í að leita að hinu og þessu. Those days are over… allt á sínum stað :-)

Svo er líka alveg hægt að fara í ræktina án þess að eiga allt það nýjasta. Eflaust eru flestir í þeim gírnum, þ. á m. ég. En það er alltaf gaman að skoða netið og láta sig dreyma. Ég er þokkalega góð í því.

karenlind

Adidas: Energy Boost hlaupaskór

ÆFINGAFÖT

Ég fékk hlaupaskó frá Adidas í vor. Ég var ákveðin í að fá mér aðra týpu, en þegar ég mátaði Energy Boost gat ég ómögulega tekið hina. Þetta er eins og að stíga á dúnmjúka dýnu. Af því að þeir eru svo mjúkir fer þunginn af mjóbakinu sem ég er svo oft með. Ég fékk skóna með því skilyrði að ég gæfi hreinskilið álit á skónum. Ef mér líkaði þá ekki, þá þyrfti ég ekki að fjalla um þá. Þannig á það auðvitað að vera, ég fer ekki að hvetja fólk til að kaupa hluti án þess að mér líki vel við þá. Til þess að gefa ykkur álit á skónum þurfti ég að nota þá í einhvern tíma og sjá hvernig þeir reyndust mér. Ég komst að því að þeir eru virkilega góðir og ég get mælt með þeim. Ég er sjálf með ýmis konar vandamál í fótum og baki og get alls ekki hlaupið í hvaða skóm sem er. Það borgar sig líka að velja skóna vel og vandlega því annars endist hlaupaáhuginn stutt. Til að byrja með voru þeir eilítið óþægilegir öðru megin, en þeir voru eitthvað aðeins þröngir aftan við hásinina. Það lagaðist þó eftir viku þegar ég hafði hlaupið þá til og þeir þá búnir að aðlagast fótunum.

Um Energy Boost hlaupaskóna:

Sólinn í flestum hlaupaskóm er búinn til úr efni sem nefnist EVA ásamt einhverri dempun. EVA er að mörgu leyti talin góð en þegar EVA er orðin of mjúk drekkur hún í sig orku og þær stífu eru oft of harðar og ekki þægilegar. Boost sólinn hins vegar sameinar mýkt, og mýktin er það mikil að það þarf enga aðra dempun. Boost sólinn virkar líka smá eins og trampólín í hverju skrefi. Ég fann það um leið og ég steig nokkur skref í Adidas búðinni (sem reyndar lokaði í ágúst). Boost hlaupaskórnir eru taldir viðhalda eiginleikum sínum svo lengi sem skórnir endast, ólíkt því sem gerist oft með hlaupaskó. Þeir eiga til að þjappast saman og missa eiginleika sína eftir einhvern tíma eða u.þ.b. 1000 kílómetra. Eins helst mýktin í Boost sólanum í öllu veðri. Í Energy Boost hlaupaskónum sem ég fékk er efri hlutinn úr teygjanlegu Tech-Fit efni sem aðlagast að fætinum, eiginlega eins og sokkur, og það gefur aukin þægindi. Þá er Boost sólinn úr 80% Boost efni.

Skórnir eru mjög þægilegir og það fer ekkert framhjá manni um leið og maður fer í þá. Nú er hins vegar komin ný týpa sem ég elska.. liturinn á þeim er svo skemmtilegur og þeir eru líka orðnir aðeins nettari en mín týpa.

Screen Shot 2014-09-19 at 3.03.44 PMIMG_9670Screen Shot 2014-08-28 at 2.39.59 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.40.23 PM

Screen Shot 2014-09-19 at 2.57.41 PMScreen Shot 2014-09-19 at 2.58.09 PM Screen Shot 2014-09-19 at 2.57.59 PM

Ef ykkur langar að fara hlaupa… eða langar að breyta til og prófa nýja og góða hlaupaskó, þá mæli ég allavega með því að þið mátið þessa skó og finnið muninn. Það er lygilega gott að stíga í þá. Þeir fá toppeinkunn frá mér og þið getið treyst því að þetta er hreinskilið álit frá mér.

Kærar kveðjur..

karenlind

Adidas by Stella McCartney: Hlaupajakki

ÆFINGAFÖT

Ég datt nú eiginlega í lukkupottinn í vikunni. Eða svona.. ég fann allavega þennan hlaupajakka frá Adidas / Stella McCartney í Marshalls á 60$. Ég mátaði hann og var eiginlega ekki viss hvort ég skyldi kaupa hann. Eins og ég hef nefnt áður þá þykir mér svo sjálfsagt að fá allt á lítinn pening í Bandaríkjunum, en um leið og eitthvað kostar eitthvað aðeins meira þá fer ég að efast – jafnvel þó það sé engin upphæð í samanburði við íslenskt verðlag. Kannist þið við þetta?

Ég tók jakkann frá og ákvað að ég skyldi kaupa hann ef ég væri enn að hugsa um hann síðar um daginn en svona verður maður sparsamur þegar maður rekur heimili. Ég fór aftur og keypti jakkann síðar um daginn og er voðalega ánægð með hann. Hann er mjög óvenjulegur í laginu.. allavega ekki aðsniðinn eins og ég er vön. Hann er víður, dreginn saman í bakið á nokkuð furðulegan hátt og svo er hann fisléttur.

10708025_10204756886024232_1007863333_n
Ég held ég hlaupi ekki mikið í honum, en hann er fínn í kvöldgöngur og sem yfirhöfn í og úr rækt. Ég er að segja ykkur það, ef maður nennir að gramsa í Marshalls þá má finna nánast hvað sem er!

karenlind

@stylerunner

ÆFINGAFÖT

Nýlega byrjaði ég að elta @stylerunner á instagram. Heimasíðan þeirra, stylerunner.com, selur íþróttaföt frá öllum helstu íþróttamerkjum heims. Íþróttafötin á síðunni þeirra gerast ekki mikið flottari og mörg hver ansi dýr. Ég hef verið með eina peysu á heilanum í mörg ár og gæli nú við það hvort ég tími að kaupa mér hana.

En instagram reikningur heimasíðunnar bregst mér ekki.. mér finnst gaman að fá svona myndir inn á feed-ið mitt.
Góð tilbreyting frá sjálfsmyndunum sem virðast ætla að taka yfir heiminum :-)

Screen Shot 2014-09-02 at 7.19.38 PM
Nike Limited Edition. Þessir Nike skór eru með perluáferð, þeir fóru í sölu fyrir nokkrum dögum og eru nú uppseldir. Fallegir og öðruvísi.

Screen Shot 2014-09-02 at 7.20.50 PM

Ég missi andann, peysan!

Screen Shot 2014-09-02 at 7.21.13 PM

Þessi mynd minnir á sumarið sem aldrei kom.. er í alvöru komið haust?

Screen Shot 2014-08-28 at 2.34.59 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.35.17 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.35.36 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.35.58 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.36.49 PM

Thumbs up!

Screen Shot 2014-08-28 at 2.37.24 PM

Flottur toppur.

Screen Shot 2014-08-28 at 2.38.00 PM

Dreamy..

Screen Shot 2014-08-28 at 2.38.14 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.38.30 PM

Tryllist yfir þessum. Limited edition… uppseldir að sjálfsögðu!

Screen Shot 2014-08-28 at 2.39.08 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.39.27 PM

Flottur!

Screen Shot 2014-08-28 at 2.39.59 PM

Adidas Energy Boost. Bestu hlaupaskórnir að mínu mati!

Screen Shot 2014-08-28 at 2.40.23 PM

Þessi eru glænýir úr ofninum. Ótrúlega flottir… og góðir hlaupaskór!

Screen Shot 2014-08-28 at 2.41.04 PM

Góð æfing.

Screen Shot 2014-08-28 at 2.41.27 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.41.54 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.42.25 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.42.43 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.44.11 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.44.39 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.45.29 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.45.47 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.46.51 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.47.16 PM

Details.

Screen Shot 2014-08-28 at 2.47.48 PM Screen Shot 2014-08-28 at 2.48.51 PM

Ég verð að prófa slæðujóga… þetta er nýjasta æðið sýnist mér.

Mæli með @stylerunner

karenlind