fbpx

Adidas Ultra Boost

ÆFINGAFÖT

Í fyrra sagði ég ykkur frá þessum hlaupaskóm sem ég fékk frá Adidas. Þeir hafa nýst mér mjög vel og þeir eru klárlega bestu hlaupaskór sem ég hef átt…. þar til ég fékk nýju týpuna af Ultra Boost sem ég er í á myndunum hér að neðan.

Nú er búið að þróa skóna skrefinu lengra og þeir eru orðnir enn mýkri og betri. Þessir nýju eru eins og sokkur og það er ofsalega mikill kostur. Ég hef aldrei átt þannig hlaupaskó en fyrir mitt leyti er það mun þægilegra, enda engin tunga eða aðrir saumar sem trufla eða þrýsta á ylina. Þessi hafa verið þægilegir frá fyrstu mátun. Mér líður eins og ég gangi um á skýjagólfi.. þeir eru nefnilega draumkenndir hvað varðar mýkt.

Screen Shot 2015-10-06 at 4.38.33 PMScreen Shot 2015-10-06 at 4.38.23 PMScreen Shot 2015-10-06 at 4.37.58 PMScreen Shot 2015-10-06 at 4.38.15 PM

Screen Shot 2015-10-06 at 4.38.07 PMScreen Shot 2015-10-06 at 4.38.41 PMScreen Shot 2015-10-06 at 4.38.49 PM
Ég vil ekki fara í aðra hlaupaskó eftir að ég kynntist þessum skóm. Ég reyni að velja skó eftir bestu getu enda stundum hálf hölt út af bakinu… og þessir skór standast allar mínar ströngustu kröfur.

Eins og ég sagði í fyrri færslunni – þá mæli ég með því að þið mátið skóna. Svona topp vara má ekki fara framhjá manni.

Fást hér… og fyrir áhugasama bendi ég einnig á færsluna hennar Elísabetar, sjá hér.

karenlind

Burberry Trench Coat

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. María

    7. October 2015

    Hvaðan eru buxurnar sem þú ert í?

    • Karen

      7. October 2015

      Target :)