fbpx

Nýtt í fataskápnum: Nike og Adidas by Stella McCartney

ÆFINGAFÖT

Þar sem ég hef hvergi rekist á Adidas hlýrabolinn né Nike hettupeysuna sem mig hefur langað í í nokkurn tíma ákvað ég að kaupa hvort tveggja og senda á mömmu í UK. Ég fæ ekki nóg af Adidas by Stella McCartney æfingafötunum. Nýlega keypti ég mér mjög flottar stuttbuxur frá henni með áföstum mesh hjólabuxum innanundir. Eins voru bestu kaupin mín eflaust æfingataskan frá henni. Hún er að verða tveggja ára og það sér ekki á henni þrátt fyrir ofnotkun.

b63330a3e246b589010fa4a6e77b2e45

Screen Shot 2015-05-05 at 12.15.10 AM

 

 

Grár og hvítur fara vel saman. Það er eins gott að sólin splæsi í smá heimsókn því annars verð ég ósýnileg í bolnum. Ég keypti þennan í M – ég geri mér ekki grein fyrir stærðunum og ég vona að hann passi. Annars er ég að fíla víða jersey toppa í ræktinni – allavega á meðan ég stend ekki á höndum og öðrum eins seramóníum.

926-adidas-by-Stella-McCartney-Running-Run-Performance-Shorts-for-Women-1405786_fr_xl

Stuttbuxurnar sem ég keypti í TkMaxx í Windsor. Kostuðu 25 pund.

Screen Shot 2015-05-05 at 12.19.05 AM

Þessi er nú aðeins of flott. Ég á aðra svona svipaða Nike peysu og hún hefur haldist eins í langan tíma. Adidas og Nike eru auðvitað bæði toppmerki og það er alveg þess virði að splæsa auka seðlum í svo góðar flíkar.

Adidas jersey hlýrabolur eftir Stella McC: fæst hér.
Nike hettupeysa: fæst hér.

Annars er ekkert að frétta af mér.. annað en það að ég hef hóstað út í eitt í 5 vikur. Ég ákvað loks að fara til læknis í dag og endaði í Apótekinu að leysa út lyfseðil fyrir sterapústi. Það er ágætt að ná loks að róa lungun. Það sem dreif mig þó til læknis er að ég hef ekki getað hreyft mig í allan þennan tíma, eilítið labb kallaði á hóstakast og vitleysu og ég er að segja ykkur það, ég er alveg að verða biluð á því að komast ekki.

Bestu hóstakveðjur,

karenlind

#sönnfegurð með Dove

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1