fbpx

Adidas by Stella McCartney: Hlaupajakki

ÆFINGAFÖT

Ég datt nú eiginlega í lukkupottinn í vikunni. Eða svona.. ég fann allavega þennan hlaupajakka frá Adidas / Stella McCartney í Marshalls á 60$. Ég mátaði hann og var eiginlega ekki viss hvort ég skyldi kaupa hann. Eins og ég hef nefnt áður þá þykir mér svo sjálfsagt að fá allt á lítinn pening í Bandaríkjunum, en um leið og eitthvað kostar eitthvað aðeins meira þá fer ég að efast – jafnvel þó það sé engin upphæð í samanburði við íslenskt verðlag. Kannist þið við þetta?

Ég tók jakkann frá og ákvað að ég skyldi kaupa hann ef ég væri enn að hugsa um hann síðar um daginn en svona verður maður sparsamur þegar maður rekur heimili. Ég fór aftur og keypti jakkann síðar um daginn og er voðalega ánægð með hann. Hann er mjög óvenjulegur í laginu.. allavega ekki aðsniðinn eins og ég er vön. Hann er víður, dreginn saman í bakið á nokkuð furðulegan hátt og svo er hann fisléttur.

10708025_10204756886024232_1007863333_n
Ég held ég hlaupi ekki mikið í honum, en hann er fínn í kvöldgöngur og sem yfirhöfn í og úr rækt. Ég er að segja ykkur það, ef maður nennir að gramsa í Marshalls þá má finna nánast hvað sem er!

karenlind

Rör úr ryðfríu stáli

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Ragna Björk Kristjánsdóttir

    19. September 2014

    ég er nákvæmlega eins og þú þegar ég er í Bandaríkjunum. Verðskynið verður eitthvað skrítið og svo kemur maður heim til Íslands og hugsar um allar ódýru vörurnar sem maður keypti ekki af því að manni fannst allt dýrt ef það fór yfir $29!