Það er deginum ljósara að ég þarf að eignast svona topp. Ég á reyndar einn íþróttatopp sem er algjör draumur og hann er bráðnauðsynleg eign fyrir þær sem eru barmmiklar. Ég þarf svo sem ekki mikið meira en þessir frá Calvin Klein eru ofsalega flottir.
Nú hef ég ekki hugmynd um hvort þeir fáist hér heima en ég rakst á þá á Net a Porter síðunni. Mig langar rosalega að panta þá.. en þar sem ég er á leið til NYC ætla ég að kíkja fyrst í Century 21. Ég sá haug af Calvin Klein nærfötum þar fyrir stuttu og þau kostuðu nánast ekki neitt.
Gleðilegan föstudag!
Skrifa Innlegg