fbpx

MIX

ÆFINGAFÖT

Mig vantar sáralítið fyrir líkamsræktina en ætli ég hafi ekki mest gaman af því að skoða ræktarföt á netinu og því tók ég saman nokkra hluti sem eru fínir fyrir ræktina eða einhvers konar hreyfingu. Íþróttaföt eru orðin svo smart miðað við árum áður. Þá reddaði ég mér yfirleitt með gömlum hlírabolum og var oftar en ekki í mjög óþægilegum æfingabuxum sem skárust inn í mittið. Í dag er öldin önnur. Það er margt í boði og oft má finna æfingaföt á góðu verði. Nú eru íþróttaföt til dæmis farin að vera til í tískuvöruverslunum sem mér finnst frábært.

Screen Shot 2014-09-26 at 5.49.40 PM
Hlírabolur frá Adidas eftir Stellu McCartney. Reyndar er hann úr eldri línu en það má nálgast hann á amazon/ebay.
Trigger Point nuddrúlla. Ég á eina nuddrúllu en þarf nauðsynlega að endurnýja hana.
Victoria’s Secret INCREDIBLE æfingatoppur. Mæli 100% með honum fyrir brjóstgóðar konur.
Íþróttajakki frá Y.A.S sportlínunni – Vero Moda. Mátaði hann um daginn og finnst hann æði.
Under Armour hlaupaskór. Tilvaldir í hlaup á hlaupabretti að mínu mati. Ég á svipaða skó og nota þá óspart.
Créme de la Créme peysa eftir Zoe Karssen. Ég ætla ekki að hætta að hugsa um hana.
Blender Bottle. Bestu brúsarnir! Ég keypti bleikan í síðustu viku.. ég er laumubleik, allavega þegar kemur að hlutum fyrir ræktina.

Screen Shot 2014-09-26 at 5.09.25 PM
Buxur frá Adidas eftir Stellu McCartney. Til í fleiri litum en svartar færu mér best. Sjúklega flottar.
Roshe Run. Klassískir… en kannski ekki fyrir ræktina.
Zing Anything brúsi. Mig langar mjög mikið í svona brúsa. Bloggaði um þá fyrir löngu: sjá hér.
Resistance band (blátt). Mig vantar sárlega þessar teygjur fyrir ýmis konar æfingar.
Æfingataska frá Stellu McCartney. Hún er alveg eins og mín bláa… nema þessir litir eru mjög flottir saman. Ég fann hana á netinu á miklum afslætti eða 108$. Mér finnst nauðsynlegt að eiga æfingatösku. Ég geymi margt í töskunni og er mun skipulagðari fyrir vikið. Dótið mitt var út um allt og ég eyddi miklum tíma í að leita að hinu og þessu. Those days are over… allt á sínum stað :-)

Svo er líka alveg hægt að fara í ræktina án þess að eiga allt það nýjasta. Eflaust eru flestir í þeim gírnum, þ. á m. ég. En það er alltaf gaman að skoða netið og láta sig dreyma. Ég er þokkalega góð í því.

karenlind

Adidas: Energy Boost hlaupaskór

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Brynja Björk Garðarsdóttir

    26. September 2014

    Mig dreymir um þessa tösku – sjúk!

  2. Sigrún Kristín

    26. September 2014

    Trigger Point Nuddrúllann er frá CASALL og fæst í Sportís :)