Target: Fyrir ungabörn

BANDARÍKINBARNAVÖRUR

Jæja.. ég á nú að verða fimm mánaða barn og mig langar að minnast á nokkra hluti sem nýttust mér vel úr Target. Ég hef áður sagt, og segi það aftur.. að ég vil eiga sem minnst. Þessi listi virðist kannski vera langur en það er hægt að kaupa svo miklu meira en þetta. Það er ótrúlegur léttir að eiga lítið af hlutum, hvað þá hlutum sem tengjast barninu. Ég myndi missa vitið ef húsið væri hlaðið þessu og hinu. Listinn miðast við ungabörn en svo hendi ég inn nokkrum hlutum sem ég keypti sem munu nýtast þegar hún er eldri. Ég vona að þessi færsla nýtist einhverjum því ég er búin að hanga inn á target.com í þrjá klukkutíma að finna þessa hluti.. svei mér þá, ef þetta kallast ekki metnaður :)

screen-shot-2017-02-12-at-11-00-27-pm

Ég held að maður fái ekki betra “zink” krem. Ótrúlega græðandi og hefur verið okkur ómissandi. Ég keypti tvær stórar túbur, aðra til að hafa heima og hina fyrir skiptitöskuna. Tilvalið á fellinga- og bleiusvæði.

screen-shot-2017-02-12-at-11-06-58-pm screen-shot-2017-02-12-at-11-07-07-pm

Eddie Bauer skiptidýna. Nauðsynleg í skiptitöskuna. Ég nota hana í heimsóknum… en ég finn mest fyrir notagildinu þegar við notum almenningssalerni. Fyrirferðalítil skiptidýna og mjög auðvelt að brjóta hana saman með annarri hendinni (barnið er víst í hinni).

screen-shot-2017-02-13-at-12-51-10-am

Ég er nýfarin að nota þessar blautþurrkur. Þær eru rosalega góðar og innihaldið er nánast bara vatn. Ég keypti, að ég hélt, sömu þurrkurnar hér heima en þær eru allt öðruvísi. Ég myndi kaupa nóg af þessu.. en fyrstu tvo mánuðina myndi ég einungis nota water wipes eða heimagerða klúta.

screen-shot-2017-03-07-at-11-07-13-pm

Water Wipes eru líka til.. þær eru dýrar hérna heima – og svo sem úti líka.. en ef þú hefur tök á því að kaupa þær myndi ég dúndra þeim í einhverju magni í innkaupakerruna. Það er ótrúlegt hvað saxast af þessu daglega. Kannski er samt ekki alveg málið að reyna að spara sér hundraðkallana.. en þetta eru bestu blautþurrkurnar.

 

screen-shot-2017-03-07-at-10-53-55-pm

Ég lenti sem betur fer ekki í neinu veseni með brjóstagjöfina en ég keypti engu að síður Lansinoh brjóstakremið. Það var reyndar gott að nota það til að byrja með – það eru smá viðbrigði að vera allt í einu með barn á brjósti. Nú, ef maður þarf ekki á því að halda má nota kremið sem varasalva eða á önnur viðkvæm svæði.

screen-shot-2017-03-07-at-10-59-20-pm

Munchkin skeiðar.

Fæðunet.. ég þekki bara til þeirra sem eru vinstra megin en ég myndi frekar kaupa það sem er hægra megin (boon pulp silicone feeder). Það hlýtur að vera auðveldara að þrífa það, og svo fær það líka betri endurgjöf. Ég var að sjá þau fyrst núna þegar ég ráfaði um heimasíðuna.

screen-shot-2017-03-07-at-11-00-42-pm

Lansinoh brjóstapúðarnir. Ég gat ekki verið án þeirra fyrstu vikurnar. Ég myndi kaupa einn kassa, það var yfirdrifið nóg fyrir mig.

screen-shot-2017-03-07-at-11-03-02-pm

Spegill á höfuðpúðann… ég keypti þannig ásamt…..

screen-shot-2017-03-07-at-11-04-56-pm

Sólhlífum í gluggana :-)

screen-shot-2017-03-07-at-11-09-36-pm

Taubleyjur frá Carter’s. Það er eflaust ekki hægt að eiga of margar.. ég myndi kaupa 12 stk. Jafnvel meira.

screen-shot-2017-03-07-at-11-19-51-pm

Ég reyndar keypti ekki svona baðstól, en ó hvað ég þarfnast hans. Það tekur of mikið á bakið að halda á þeim og svo er líka örlítið vesen að skola af þeim.. allavega þótti mér og Davíð nauðsynlegt að vera saman í þessu ferli þegar hún fór í sínar fyrstu baðferðir. Það hefði verið svo þægilegt að eiga þennan baðstól.

screen-shot-2017-03-07-at-11-20-02-pm
Handklæði með hettu. Fyrir mitt leyti er nóg að eiga 2-3 stk.

screen-shot-2017-03-07-at-11-20-59-pm

Nagsmekkur. Mæli mikið með honum.

screen-shot-2017-03-07-at-11-26-39-pm

Ég keypti Sophie og hún er að nýtast mjög vel.. hún nagar vinkonuna alla daga.

screen-shot-2017-03-07-at-11-33-20-pm

Einhvers konar dót fyrir bílstólinn eða matarstólinn (t.d. new born settið frá TrippTrapp).

screen-shot-2017-03-07-at-11-35-04-pm

Vaselín fyrir hitamælinn.

screen-shot-2017-03-07-at-11-38-58-pm

Hvert einasta barn verður að eiga svona “blankie”. Snædís Lind elskar sitt og getur ekki sofnað án þess. Mjög krúttlegt.

screen-shot-2017-03-07-at-11-40-07-pm

Mér þótti mjög nauðsynlegt að eiga svona vatnsheldar skiptidýnur sem ég lagði ofan á skiptiborðið. Ef slys átti sér stað fór það aðeins á yfirlagið.. það er annað hvort að eiga þessar skiptidýnur hér að ofan… eða:

screen-shot-2017-03-07-at-11-43-17-pm screen-shot-2017-03-07-at-11-43-24-pm

Þessar sem eru einnota.

screen-shot-2017-03-07-at-11-46-40-pm

Ég á reyndar ekki “Sleep Sheap” en ég verð að eignast þennan bangsa. Jafnsuð (white noise) er búið að bjarga okkur frá því hún kom í heiminn. Hún sofnaði til dæmis við það í kvöld.. að verða fimm mánaða. Þessi krúttlegi lambabangsi virðist vekja ótrúlega lukku meðal flestra barna & fær mjög góða dóma.

screen-shot-2017-03-07-at-11-57-46-pm

Fyrsti tannburstinn. Systir mín hefur notað svona á sína stráka. Ég mun nota hann þegar hún fær sínar fyrstu tennur.

screen-shot-2017-03-07-at-11-57-31-pm

MAM snuðin. Auðvitað er misjafnt hvaða snuð barnið tekur, ef það tekur snuð yfir höfuð. Dóttir mín tók strax við MAM.. ég mæli með “glow in the dark” MAM snuðunum. Ég keypti fjögur snuð í stærð 0-6 mánaða og svo fjögur snuð í +6mánaða.

screen-shot-2017-03-08-at-12-01-12-am

Ég keypti tvö svona.. er þetta kannski algjört eitur?

screen-shot-2017-03-08-at-12-26-57-am

Einhvers konar næturlampa fyrir brjóstagjöfina. Ég notaði og nota enn LED kerti með tímastilli. Það er ekki hægt að vera án næturljóss í brjóstagjöfinni.

Það eru nokkrir hlutir sem ég setti ekki á listann, t.d. pela og eitthvað fleira. Dóttir mín tekur ekki pela svo þeir pelar sem ég keypti (Dr. Browns) eru enn ósnertir inni í skáp. Annað keypti ég hér heima, eins og hitamæli. Ég tek það fram að þessi listi er alfarið settur saman út frá sjálfri mér og mínu barni. Börn eru ótrúlega misjöfn og því er eflaust eitthvað á þessum lista sem hentar ekki öðrum.. en þið getið allavega notað hann til hliðsjónar ef þið hafið tök á því að komast í Target.

karenlind1

Must eat í NYC: J.G. MELON

BANDARÍKIN

Í Greenwich hverfinu í NYC má finna veitingastað sem heitir JG Melon. Hann var opnaður 1972 og er þekktastur fyrir hamborgarana sína sem eru svo góðir og girnilegir að hvert einasta mannsbarn þarf að prófa þá. Örlítið pricey en það er allt í góðu – svona í samanburði við það sem maður fær. Ég meina, hvað er eiginlega í gangi á þessum myndum?

Þessi er í miklu uppáhaldi ásamt ShakeShack í Washington Square Park. Það jafnast ekkert á við að sitja þar og japla á einum börger sem þú vonast til að klárist aldrei.

Ég mæli sterklega með heimsókn… verði ykkur að góðu.

JG MELON NYC

karenlind

Gain Fireworks

BANDARÍKINFÖT

Þvottaefni eru mér ofarlega í huga. Ég veit, þetta er ekki gott fyrir umhverfið.. en góð lykt af fatnaði er ansi framarlega á mínum forgangslista, þá á ég auðvitað við forgangslista nr. 2. Á þeim lista eru þessir shallow hlutir eins og þvottaefni. Ég hef verið þvottaefnaþræll móður minnar frá því ég var barn, en ég ferjaði margoft 10kg þvottaefni í handfarangri yfir Atlantshafið. Alltaf var það TIDE þvottaefnið sem ég burðaðist með… það er kannski ekki skrýtið að þetta sé nánast áhugamál.

En ég keypti þessari ilmkúlur frá GAIN í fyrra og nota þær í hverjum þvotti. Þó ég sé að þvo handklæði. Þessi lykt er bara svo unaðsleg að hún er orðin ómissandi fyrir mér. Ég þurfti að útdeila á mína nánustu því þær stóðust ekki lyktina og urðu að fá bita af kökunni.

Ef það er eitthvað sem má taka pláss í töskunni þá er það stór brúsi af GAIN Fireworks ilmkúlum með lyktinni Tropical Sunrise.

pg-7317_1zimg_1473

Svo er ekkert að því að fara með þetta alla leið og kaupa bara alla Tropical Sunrise línuna..

03fa88e5-9d6c-477d-b578-a456d6c7254c.jpg.w480imagesk2-_d1a634b3-5681-48fb-98f9-311b12d6020b.v2

… svo er þetta nú eitthvað sem ég verð að prófa.

652511b72995a2f45bb0470ff8ac22e1

Að mínu mati er þetta algjörlega ómissandi!

karenlind

NYC skemmtun

BANDARÍKIN

Hvað er skemmtilegt að gera í NY? Það er heilmargt, ég skal mæla með nokkrum hlutum.

Skoða bókasafnið í NYC og setjast í Bryant Park sem er fyrir utan bókasafnið. Ótrúlega fallegt bókasafn. Sérstaklega þótti mér gaman að sjá lesaðstöðuna. Frekar ólíkt þeirri aðstöðu sem ég vandist í HÍ.

IMG_7415

Notið citibike. Það er ótrúlega gaman að hjóla um NY. Ég prófaði fyrst að hjóla um í borginni í sumar og það var mikil upplifun. Ég er svo vön því að þramma um göturnar, dauðþreytt í fótunum og við það að gefast upp. Eini gallinn er að það fylgir ekki hjálmur, ég var smá smeyk að hjóla án hjálms.

Dagurinn kostar 10$, borgað er með kreditkorti. Skila þarf hverju hjóli innan 30 mínútna og þá helst 10$ verðið yfir daginn. Ef þú kýst að hjóla lengur en 30 mínútur í senn bætast við nokkrir dollarar. Mér finnst fínt að stoppa inn á milli og skoða mig um. Á hverri hjólaleigustöð er citibike kort sem sýnir næstu citibike stöðvar. Mjög þægilegt og auðvelt.

 

Skoðið endilega Freedom Tower (One World Trade Center), 104. hæða bygging sem var byggð í stað tvíburaturnanna. Byggingin er sú hæsta á Manhattan. Eins er gaman að skoða minnisvarðana sem eru á sama svæði.

Rétt hjá er Century 21. Ég hef stokkið þangað inn einstaka sinnum – en þar má finna merkjavörur á lækkuðu verði. Það er svolítið mikið í gangi þar inni, endalaust af fólki og dót út um allt. Ef þú ert í gramsgírnum þá er fínt að droppa inn og finna mögulega gersemi.

IMG_7353

Greenwich Village er æði. Þá þarf að koma við í Magnolia Bakaríinu. Múffurnar eru samt ekki nærri því jafn góðar og þær frá Georgetown Cupcakes. Engu að síður er gaman að stroka þetta af bucket-listanum, enda heimsfrægt bakarí.

John’s of Bleecker Street. Bestu pizzur sem hægt er að fá… mjög vinsæll hipp og kúl staður. Allt interior er upprunalegt sem gerir þetta að skemmtilegri upplifun. Þeir taka ekki við borðapöntunum og taka einungis við pening. Skylda að mínu mati.

IMG_7304

The High Line er að sjálfsögðu skylda. Takið með ykkur nesti og drykki, það er ekkert sérstaklega mikið í boði. Það eru sólbekkir þarna, svo ég mæli með að taka handklæði og sólarvörn… þeas ef veður býður upp á slíkt.

IMG_8573

Take a Yellow Cab.

IMG_8343

Prófið subway-inn.

Miss Lily’s veitingastaðurinn. Mjög skemmtileg upplifun, öðruvísi matur, skemmtileg tónlist og rosalega flottir þjónar. Veitingastaðurinn er “Jamaican”.

Borða á PARK á Pier A og taka ferjuna yfir í Staten Island. Kostar ekkert… skemmtilegt að sjá borgina frá öðruvísi sjónarhorni.

article-2339584-1A431E4F000005DC-636_634x419 data

Veitingastaðurinn The Spotted Pig er frábær. Eftirsóttur staður til að borða á eða fá sér drykki. Hann er í West Village – algjört must! Hvernig mat bjóða þeir upp á? Seasonal British & Italian using local ingredients when possible (skv. heimasíðunni).

IMG_7475

Ganga 5th ave.. og enda í Central Park. Mæli þó með að reyna að leigja hjól annars staðar en rétt fyrir utan Central Park. Þar er verið að nýta sér túrismann. Fimm til sjö strætum neðar, (ca. 53. stræti að mig minnir) er verið að leigja hjól út í nokkra klukkutíma á sama verði og fyrir einn klukkutíma hjá dúddunum beint fyrir utan Central Park.

391339_4436436071256_205709963_n

Central Park…. en úff, ég fer ekki þangað aftur öðruvísi en að vera á hjóli. Þetta er of stór garður til að komast yfir fótgangandi… allavega fyrir minn smekk.

IMG_8632

Pier 15, East River Esplanade. Þangað er frábært að fara, leggjast í grasið og horfa á skyline borgarinnar. Mjög skemmtilegt… fínt að hafa drykki og nesti með :-)

IMG_2304

Smakka Baked by Melissa mini múffur.. þær eru fáanlegar á nokkrum stöðum.

11815970_10207213411635837_521803326_n

Shake Shack í Madison Square Park…. ég get staðfest að þetta eru bestu hamborgarar í heimi. Ég tók allan pakkann á þetta, hamborgari + franskar + shake. Þið viljið ekki vita hvernig ég leit út þegar ég vaknaði næsta dag. Það var eitthvað hræðilegt krydd á þessum fröllum sem lét mig breytast í niðursoðna rúsínu í framan. En þetta var svo gott að ef ég gæti pantað mér máltíð frá þeim akkurat núna, myndi ég biðja um tífaldan skammt.

IMG_4134

Skoða Empire State.. (það er víst voðalega góð pizza þar, Empire State Pizza)… og svo sleppir maður ekki Times Square ef maður er að koma í fyrsta sinn. Persónulega fer ég ekki þangað nema ég sé með einhverjum sem langar til að droppa við en ég mæli þó með því ef þið eruð að koma í fyrsta sinn.

Le Bain á Meatpacking District. Ég hef nú bara farið einu sinni á þennan bar en hann er þess virði að heimsækja. Smá svona “mouth dropping” fílingur í gangi.. algjört must að fara. Svo er auðvitað mjög gaman að rölta um Meatpacking District, góðir veitingastaðir og kúl bragur yfir öllu.

Jæja, hef það ekki lengra í bili – meira síðar!

karenlind

The Gum Wall (Tyggjóveggurinn)

BANDARÍKIN

Tyggjóveggurinn í Seattle er eitt það furðulegasta sem ég hef séð. Eitthvað svo ógeðslegt, skrýtið en samt svo merkilegt. Ég var þarna í góðan hálftíma að skoða allt þetta tyggjó sem fólk byrjaði að klína á veggina í þessu merkilega húsasundi fyrir rúmum 20 árum síðan. Veggir húsasundsins eru gjörsamlega þaktir tuggðu tyggjói. Það var mikil tyggjólykt þarna, enda margir túristar með fullan munninn af tyggjó og að blása kúlur… til þess eins að klessa því á veggina.

11752496_10207130763289680_5593570536838353169_n11811370_10207130764369707_2339569467539453134_n11760283_10207130764609713_8329124092814448313_n20150726_105831

 20150726_105953

Frekar furðuleg hefð en engu að síður gaman að skoða þetta. Ég næ ekki að rétta síðustu myndina af.. haha. Ágætt að hafa eina mynd á hvolfi svona við og við.

Kærar kveðjur,

karenlind

Must do í NYC: Staten Island Ferry

BANDARÍKIN

Þegar ég fer til NY reyni ég að gera eitthvað nýtt í hvert sinn. Borgin er svo fjölbreytt og það er ótrúlegt hve margt má gera. Menningin er margslungin og maður er fljótur að finna þá staði sem heilla mann meir en aðrir. En síðastliðna helgi gerði ég mjög eftirminnilegan hlut, eitthvað sem mig hefur langað til að gera síðan ég var barn… en það var að fara í Staten Island Ferry, en sú ferja flytur íbúa Staten Island fram og tilbaka frá Manhattan og öfugt ásamt túristum eins og mér, ókeypis. Hún fer frá Whitehall Str. á Manhattan og túrinn tekur rétt um 20 mínútur. Á leiðinni er siglt framhjá Frelsisstyttunni og það þótti mér mjög gaman að sjá. Eins var merkilegt að sjá eyjuna frá öðru sjónarhorni. Ég var yfir mig hrifin og það er óhætt að segja að þetta hafi verið mikill dagamunur fyrir mig.

11350123_10206838082572845_734095604_n
Farið frá Whitehall Str.

11651037_10206838082732849_145961186_n

11096768_10153458844696522_1547279470_n

11267693_10153458843546522_485137679_n 11304077_10153458843936522_1475380856_n

11653337_10206838082292838_840492997_n
Svo borðuðum við á stað sem heitir Pier A. Það var allt æðislegt við þennan stað nema þjónustan, en hún gleymdist því það var svo yndislegt að sitja þarna og horfa yfir bæði borgina og yfir til Frelsisstyttunnar.

11291787_10206796372370116_113220173_n
Svo fengum við okkur mini cupcakes. Þær eru í “bitesize” stærð.. mjög góðar. Ég þrammaði um borgina í sandölum, og endaði með þvílíkar blöðrur milli tánna sem ég fann bara fyrir þegar ég loksins vissi af þeim.

11637965_10206838085452917_752874477_n11541287_10206838082332839_206971812_n
… ég var að bilast á sandölunum og “neyddist” til að kaupa mér all black Roshes. Smá munur að labba um í þeim.

Annars ligg ég hér heima, ennþá slöpp en ég varð veik 15. júní og fagna því tíu daga veikindaafmæli rétt í þessu. Ég hef ekki verið svona lasin í langan tíma… hvað þá í júnímánuði. En tveimur sýklakúrum síðar held ég að ég sé að verða betri… ég bind vonir mínar við að heilsan verði nokkuð eðlileg innan 3-5 daga.

Bestu kveðjur,karenlind

Georgetown Cupcake

BANDARÍKINKATIE MÆLIR MEÐ

Það þarf klárlega að setja Georgetown Cupcake á bucket listann. Ég kom til Washington D.C í fyrsta skipti um daginn og sá staður er algjör draumur í dós. Nú er árstíð Cherry Blossom trjánna og það má segja að þau settu borgina í enn fallegri búning.

Óeðlilega löng röð fyrir utan Georgetown Cupcake fangaði athygli mína en þá var klukkan aðeins hálf ellefu um morguninn. Ég hugsaði með mér að ég yrði að fara í þessa röð og kaupa mér tvær múffur. Röðin sagði mér bara eitt, að það væri einhver virkilega góð ástæða fyrir því að fólk nennti að standa þarna og bíða út í eitt. Ég var nýlega búin að borða morgunmat svo ég beið með að fara í röðina. Þá næst var klukkan að verða hálf tvö og þótti mér þá góð hugmynd að rölta tilbaka og fara í röð. Ég trúði ekki mínum eigin augum enda voru þarna um 150 manns í röð. Röðin hafði fjórfaldast frá því um morguninn. Nú var nokkuð staðfest fyrir mér að ég hreinlega yrði að drullast í röðina og bíða.

Ég mun seint sjá eftir þessum 70 mínútum af bið. Sögurnar frá fólkinu í kringum mig gerðu mig enn spenntari en ég var orðin. Eina sem var talað um í þessar 70 mínútur var cupcakes, hvaða tegund skyldi verða fyrir valinu, hvað var fengið sér síðast, hvað þær voru góðar, aðrir voru hissa yfir röðinni og hvað þetta gengi hægt, sumir töluðu um að það væri sniðugra að panta online með dagsfyrirvara o.s.frv. Að standa í röð í 70 mínútur skapaði miklar væntingar og spennu. Ég gat ekki ímyndað mér hvað myndi taka á móti mér. Spennan varð bara meiri og nú var ég komin inn. Inn í himnaríki.

Síminn var dreginn á loft og myndir teknar hægri vinstri. Ég passaði mig að setja símann á silent svo það kæmist ekki upp um mig. Ég keypti mér Salted Caramel og Cherry Cheesecake cupcakes ásamt ískaffi.

Ég byrjaði að sjálfsögðu á Salted Caramel múffunni. Mig skortir orð til að lýsa fyrsta munnbitanum. Ég man bara að ég átti erfitt með að skilja hve gott þetta var og hugsaði með mér “Ha, getur verið að þessi litla dúlla sé svona góð”? Þetta var eitthvað annað. Sú síðarnefnda var einnig það góð að ský með spurningamerki í poppaði upp fyrir ofan hausinn á mér.

Myndirnar eru mögulega í versta gæðaflokki… en ég skal þrauka áfram með Iphone 4s.. :)

11165867_10206398598626021_851023131_n

Ég meina, hvað er þetta eiginlega. Þarna var ég hálfnuð.

11100863_10206398599226036_143974916_n11169109_10206398599026031_1370263304_n

Ég var nýbúin að kaupa 30 stykki af ansi þungum herðatrjám. Höndin á mér var við það að detta af!

11178537_10206398603586145_1173441270_n11128315_10206398603746149_1493792727_nScreen Shot 2015-04-23 at 8.41.14 PM

Takið eftir Kitchenaid hrærivélinni… hún var skreytt með einhvers konar glitrandi bleikum steinum.

11180286_10206398603546144_131375491_nScreen Shot 2015-04-23 at 8.42.40 PM11157993_10206398601466092_324472394_n11157910_10206398601546094_903889836_n11169058_10206398602266112_2037307954_n

Ahhhh… hámark spennunnar!

11180018_10206398598666022_2005417850_n

11165895_10206398602146109_2116670810_n10420028_10206375782055621_7709856725621927195_n

Það var ekkert sem gat stöðvað mig… ég óð í þetta af öllum krafti.

11174847_10206375782775639_1349942861115370976_n

Þetta er far beyond gott.. eins og hreinlega sést á myndunum.

Hér má svo sjá ýmis konar tegundir sem ég tók af heimasíðunni þeirra. Næst ætla ég klárlega að panta með dagsfyrirfara svo ég sleppi við röð lífs míns. Þá hoppar maður bara inn og sækir dásemdina. Georgetown Cupcake verslunin er einnig í Boston, Maryland, NYC, LA og Atlanta.

Kíkið endilega á heimasíðuna: Georgetown Cupcake

karenlind

Must do í NYC: The High Line

BANDARÍKINFERÐALÖG

The High Line eru gamlir járnbrautateinar í rúmlega 10 metra hæð sem teygja anga sína frá 34. stræti að Gaansevort stræti og er gönguleiðin um 1.6 km að lengd. Járnbrautateinarnir voru í fullri notkun frá árunum 1934-1980 og þá meðal annars notaðir til að ferja kjöt niður að Meatpacking District. Árið 2003 var efnt til hugmyndakeppni um hvernig ætti að endurhanna járnbrautateinana. Rúmlega 700 lið tóku þátt frá 36 löndum og þær hugmyndir sem ekki fengu að njóta sín prýða svæði á Grand Central. Í mars 2004 var sigurliðið valið og árið 2008 var byrjað á framkvæmdum. Sú hugmynd sem varð fyrir valinu var gönguleið sem er ótrúlega einstök og virkilega falleg. Framkvæmdum á þriðja og síðasta hluta gönguleiðarinnar lauk í lok september 2014.

3251566112_0c290be70a_b high-line-beforeScreen Shot 2015-02-18 at 12.17.36 PM

Ég rölti The High Line síðastliðið haust og var alveg dolfallin en rétt er að minnast á að þriðji og síðasti hlutinn var ókláraður svo ég hef ekki enn skoðað hann. Ég rétt dúllaðist áfram þennan dag og tók mér dágóðan tíma í göngutúrinn, enda margt að sjá.

10621138_10204585269613929_245335286_n

Gengið upp á High Line á 30. stræti.

10589707_10204585267853885_590140229_n10638043_10204585255653580_1750489146_nScreen Shot 2014-08-28 at 1.09.15 AMScreen Shot 2014-08-28 at 1.08.57 AM Screen Shot 2014-08-28 at 1.09.05 AMScreen Shot 2014-08-28 at 1.08.22 AM Screen Shot 2014-08-28 at 1.08.30 AM Screen Shot 2014-08-28 at 1.08.41 AM10603068_10204585236133092_381068384_nScreen Shot 2014-08-28 at 1.08.49 AM 10622154_10204585253093516_451013246_n
Screen Shot 2014-08-28 at 1.08.11 AMScreen Shot 2014-08-28 at 1.08.03 AMScreen Shot 2014-08-28 at 1.07.50 AM10643405_10204585234173043_1163187834_nScreen Shot 2014-08-28 at 1.07.35 AM10654014_10204585253893536_186699309_nScreen Shot 2014-08-28 at 1.07.15 AMScreen Shot 2014-08-28 at 1.07.26 AM10637662_10204585235093066_674418320_nScreen Shot 2014-08-28 at 1.07.02 AM

10634313_10204585269013914_545453891_n

Ég mæli með því að labba High Line á góðum sólardegi og þá helst í góðum skóm. Þá er nauðsynlegt að taka með sér sólarvörn og gott nesti. Það var lítið um samlokur og slíkt á leiðinni en nægt úrval var af drykkjum og ís. Ég myndi segja að gönguleiðin tæki sirka tvo til þrjá tíma fyrir nýgræðinga, jafnvel lengur. Á þriðja tímanum var ég orðin hungruð og fór því aftur upp á hótel. En mikið hefði ég viljað vera lengur, leggjast á einn bekkinn og lesa bók og fá mér samloku. Ég man það næst.

Þið sem þekkið ekki High Line skrifið þetta niður og setjið þetta efst á To Do listann ykkar fyrir NYC ferðina. Alveg frábært!

karenlind

Af hverju átt þú að fara í Marshalls?

BANDARÍKINPERSÓNULEGT

Ég mun seint hætta að lofsyngja Marshalls (+Winners, TJMaxx og Ross). Í október fór ég til Boston og tók nokkrar myndir af skemmtilegum vörum sem fást í Marshalls. Þessu eruð þið að missa af, kæru anti-Marshallistar. Sumir eru með fordóma (ef svo má að orði komast) fyrir búðum sem eru stútfullar af gramsdóti og eins og sjá má á myndunum eru þeir einstaklingar að missa af miklu. Ég skal sýna því einhvern skilning, það getur verið mjög andlegt og taugastrekkjandi að leggja leið sína inn í slíkar verslanir á annasömum dögum.

Ég ætlaði að taka hundrað myndir en gleymdi mér svo allskavakalega í gramsinu. Ég nennti auðvitað ekki að fara annan hring í búðinni. Marshalls og þessar verslanir sem ég taldi upp hér að ofan hafa sko reddað mér í gegnum árin. Ég hef eignast ýmislegt ótrúlega fínt en á stórlækkuðu verði. Í sumar gekk t.d. vinkona mín út úr búðinni með Weber rafmagnsgrill og borgaði 250$ fyrir það. Það er gjörsamlega allt til í þessum búðum. Ég veit að flestar þessara búða fá sendingu þrisvar í viku og því hægt að fara nokkrum sinnum í viku fyrir þá allra geðveikustu. Þeir allra geðveikustu eru til dæmis ég og amma. Amma mín er mesti Marshalls aðdáandi í heimi og þegar ég hef farið til hennar í heimsókn förum við jafnvel tvisvar í viku. Það er fátt sem mér finnst skemmtilegra en Marshalls ferð.

… og það besta við þessa búð er að hér fást skemmtilegustu jólagjafirnar. Það er gaman að gefa meira og veglegra fyrir peninginn.

IMG_0295

Le Creuset. Er þetta ekki nýjasta æðið? Hér er hægt að kaupa þetta á fáranlega lítinn pening. Vöruúrvalið er líka talsvert.

10863732_10205366819272182_1763791277_n

Það er alltaf nóg af dóti frá Joseph Joseph í hillunum. Ég keypti þetta og ætlaði að gefa vinkonu minni… en þá á hún svona. Ætli ég verði þá ekki bara að taka þetta úr umbúðunum og skella þessu í skúffuna.

IMG_0297

KitchenAid hrærivél á 199$. Það er ekkert mál að kaupa hrærivél í Bandaríkjunum ef þú átt viðeigandi straumbreyti.

IMG_0301

KK bátaskór frá Ralph Lauren. Skóúrvalið er yfirleitt mjög mikið og þá má gjarnan finna flott merki eins og Ralph Lauren.

IMG_0303

Le Creuset í bland við flotta potta og pönnur.

IMG_0304

Sistema nestisbox. Ég á tvö slík og finnst þau æðisleg.

IMG_0305

OXO boxin sem ég er með á heilanum.

10850479_10205365937730144_2137634829_n

Eins og sést hef ég keypt nokkur… mig langar helst að eiga box undir hverja matvöru. Þær haldast ótrúlega ferskar í langan tíma og þar með sparar það manni mikinn pening. Skipulagið verður líka frábært!

IMG_0300

Sperry bátaskór.. þeir allra bestu og flottustu. Extra kjút á barn.

IMG_0306

Æðisleg rúmföt frá R. L.

10836208_10205365874208556_2098769925_n

Ég fann þennan hlaupajakka frá Stella McCartney í sumar.

IMG_0163

Hér má sjá eitt stykki Happy Camper með rjúkandi heitan poka úr Marshalls. Þessi poki var næstum því jafn stór og þungur og ég. Svo var þvílíkur vindur og ég réði ekki við pokann sem fór ósjaldan upp í mig. What a day.

10841541_10205365874448562_461958532_n

Yankee Candle kertin. Kertarekkinn í Marshalls er hlaðinn kertum… sem lenda yfirleitt í körfunni minni. Yankee Candle kerti kosta vanalega um 25$ en þau eru rúmlega helmingi ódýrari í Marshalls, eða 12$.

10846920_10205365874648567_331652881_n

Svo fann ég þetta sett þar fyrir tveimur árum.. kostaði nú bara 20$ í stað 70$.

Ég gæti nú tekið mynd af ýmsu fleira hér heimavið en þetta nægir, kem kannski með aðra færslu síðar þegar ég hef meira myndefni. En allavega, leggið leið ykkar endilega í Marshalls. Þið farið ekki tómhent út!

Sincerely, the second biggest Marshalls fan of all time…

karenlind

NYC

BANDARÍKINPERSÓNULEGT

Ég fór til New York um daginn. Markmiðið var að rölta niður á Times Square um kvöldið.. en um leið og ég lagðist upp í rúm færðist yfir mig mikil ró og þreytan sveif yfir mig eins og ósýnileg slæða. Ég horfði á ömurlegan Bachelorette þátt.. bara því ég hafði ekki vit á því að skipta um stöð vegna þreytu. Svo vaknaði ég kl. 1:47 í öllum fötunum og rétt náði að ná áttum þar til ég sofnaði aftur.

Fyrir vikið vaknaði ég eldsnemma og dreif mig út í vorblíðuna. Mér finnst alltaf gott að rölta aðeins á 34. stræti en þar eru ágætis verslanir á borð við Gap, Journey’s, Forever 21 og Levi’s. Mér hefur þótt Forever 21 hafa hrakað rosalega undanfarin tvö ár. Flíkurnar eru orðnar svo mikið rusl að þær rétt endast tvo til fjóra þvotta. Í kringum árið 2006 keypti ég mikið þaðan og ég á ennþá nokkra kjóla og hettupeysur frá því þá, sem sýnir að gæðunum hefur hrakað verulega….  og eins áhugi minn fyrir því að versla þar út af því.

Ég rölti að Bryant Park og þaðan að bókasafninu á Manhattan (New York Public Library). Ótrúlega fallegt bókasafn verð ég að segja.

10274225_10203804337651118_6284278507561220789_n

Bryant Park

10308324_10203803824118280_4947540162859136233_n

Annar lessalurinn á bókasafninu. Lygilegt umhverfi fyrir próflestur, finnst ykkur ekki? Ég hefði eflaust fengið 10+ í meðaleinkunn hefði mér hlotist sá heiður að fá að læra þarna :-)

Fallegt.

10379101_10203803807637868_1484917157_n

Litskrúðugt pasta með nóg af E-litarefnum í. Skil stundum ekkert í framleiðslufyrirtækjum.

10390289_10203803823838273_5249942265357160466_n

Ég nenni sko ekki að labba neitt í svona stuttu stoppi og spara því fæturna vel. Ég gæti ekki unnið heimleiðina ef ég ætti að ganga út í eitt um götur Manhattan. Neðanjarðarlestarkerfið í NYC er einfalt og ferðin kostar $2.75.

10378307_10203803810477939_3678455638778546177_n

Stærri gerðin af bollakökuformi. Það væri sniðugt að baka nokkrar svona litlar og hafa í barnaafmæli :)

10369918_10203803818198132_8303401742728326164_n

Guð, þessi kerra var að ganga frá mér. Það ískraði svo mikið í henni að allir sneru sér við og horfðu. Ég var að tjúllast og skipti um kerru.  Stuttu síðar mætti ég svo manni með ískrandi kerruna og sá hann rjúka að hinum kerrunum til að skipta, haha. Annars fyllti ég kerruna af æfingafötum en endaði með því að kaupa einn víðan hlýrabol og æfingabuxur.

10366220_10203803812877999_2426034800322302041_n

10365834_10203803818318135_3443177307576423065_n

Krukkuglösin keypti ég hér, í Bed, Bath and Beyond. Mig langar í partýkrukkuna sem er í neðstu hillunni, skemmtilegt fyrir bollu eða eitthvað slíkt.

10362654_10203803807677869_724126963_n

Fór vongóð í íþróttadeildina í Gap en fann ekkert.

10352406_10203803811717970_1568307923218286579_n

Mismunandi tegundir af muldum hörfræjum í bland við aðrar tegundir af ofurfæðu. Langaði mikið í þetta en treysti því ekki að þetta væri lífrænt eins og límmiðinn sagði til um. Ég ætla að lesa mig til um Linwoods vörumerkið og kaupa þetta næst ef mér lýst vel á það.

10312478_10203803824198282_2858747178866905843_n

Mmmm… alltaf enda ég með að kaupa tilgangslausa hluti og þar með bæta í 200 stykkja tilgangslausa safnið. En þessi er æði og mjög hentugur í veskið, enda pínulítill.

10308176_10203803819478164_2719848691073491426_n

Skyrið hans Sigga. Þarf að smakka það einn daginn.

10153875_10203803820638193_4702505624375337461_n

Morgunmaturinn.. hafragrautur, ein teskeið af CC-flax, lýsisperlur og Slender Sticks vatn.

1378813_10203803819518165_2874614404171789736_n

Svona eru karlarnir oftar en ekki niður í borg. Allir í bláum skyrtum og kófsveittir. Jii, ekki öfundsverð staða.. greyið maðurinn :-)

1613861_10203803822478239_172236427146223308_n

… og svo fór ég á Gló í dag. Ég fékk mér minni skammtinn en hann er svo stór að ég…

10308582_10203803822358236_1942501423496435236_n

Tók doggybag með mér heim og borðaði restina í kvöldmat. Gló klikkar samt aldrei :)

Jæja, best að fara undirbúa sig fyrir vinnu. Kærar kveðjur..

karenlind