fbpx

Target: Fyrir ungabörn

BANDARÍKINBARNAVÖRUR

Jæja.. ég á nú að verða fimm mánaða barn og mig langar að minnast á nokkra hluti sem nýttust mér vel úr Target. Ég hef áður sagt, og segi það aftur.. að ég vil eiga sem minnst. Þessi listi virðist kannski vera langur en það er hægt að kaupa svo miklu meira en þetta. Það er ótrúlegur léttir að eiga lítið af hlutum, hvað þá hlutum sem tengjast barninu. Ég myndi missa vitið ef húsið væri hlaðið þessu og hinu. Listinn miðast við ungabörn en svo hendi ég inn nokkrum hlutum sem ég keypti sem munu nýtast þegar hún er eldri. Ég vona að þessi færsla nýtist einhverjum því ég er búin að hanga inn á target.com í þrjá klukkutíma að finna þessa hluti.. svei mér þá, ef þetta kallast ekki metnaður :)

screen-shot-2017-02-12-at-11-00-27-pm

Ég held að maður fái ekki betra “zink” krem. Ótrúlega græðandi og hefur verið okkur ómissandi. Ég keypti tvær stórar túbur, aðra til að hafa heima og hina fyrir skiptitöskuna. Tilvalið á fellinga- og bleiusvæði.

screen-shot-2017-02-12-at-11-06-58-pm screen-shot-2017-02-12-at-11-07-07-pm

Eddie Bauer skiptidýna. Nauðsynleg í skiptitöskuna. Ég nota hana í heimsóknum… en ég finn mest fyrir notagildinu þegar við notum almenningssalerni. Fyrirferðalítil skiptidýna og mjög auðvelt að brjóta hana saman með annarri hendinni (barnið er víst í hinni).

screen-shot-2017-02-13-at-12-51-10-am

Ég er nýfarin að nota þessar blautþurrkur. Þær eru rosalega góðar og innihaldið er nánast bara vatn. Ég keypti, að ég hélt, sömu þurrkurnar hér heima en þær eru allt öðruvísi. Ég myndi kaupa nóg af þessu.. en fyrstu tvo mánuðina myndi ég einungis nota water wipes eða heimagerða klúta.

screen-shot-2017-03-07-at-11-07-13-pm

Water Wipes eru líka til.. þær eru dýrar hérna heima – og svo sem úti líka.. en ef þú hefur tök á því að kaupa þær myndi ég dúndra þeim í einhverju magni í innkaupakerruna. Það er ótrúlegt hvað saxast af þessu daglega. Kannski er samt ekki alveg málið að reyna að spara sér hundraðkallana.. en þetta eru bestu blautþurrkurnar.

 

screen-shot-2017-03-07-at-10-53-55-pm

Ég lenti sem betur fer ekki í neinu veseni með brjóstagjöfina en ég keypti engu að síður Lansinoh brjóstakremið. Það var reyndar gott að nota það til að byrja með – það eru smá viðbrigði að vera allt í einu með barn á brjósti. Nú, ef maður þarf ekki á því að halda má nota kremið sem varasalva eða á önnur viðkvæm svæði.

screen-shot-2017-03-07-at-10-59-20-pm

Munchkin skeiðar.

Fæðunet.. ég þekki bara til þeirra sem eru vinstra megin en ég myndi frekar kaupa það sem er hægra megin (boon pulp silicone feeder). Það hlýtur að vera auðveldara að þrífa það, og svo fær það líka betri endurgjöf. Ég var að sjá þau fyrst núna þegar ég ráfaði um heimasíðuna.

screen-shot-2017-03-07-at-11-00-42-pm

Lansinoh brjóstapúðarnir. Ég gat ekki verið án þeirra fyrstu vikurnar. Ég myndi kaupa einn kassa, það var yfirdrifið nóg fyrir mig.

screen-shot-2017-03-07-at-11-03-02-pm

Spegill á höfuðpúðann… ég keypti þannig ásamt…..

screen-shot-2017-03-07-at-11-04-56-pm

Sólhlífum í gluggana :-)

screen-shot-2017-03-07-at-11-09-36-pm

Taubleyjur frá Carter’s. Það er eflaust ekki hægt að eiga of margar.. ég myndi kaupa 12 stk. Jafnvel meira.

screen-shot-2017-03-07-at-11-19-51-pm

Ég reyndar keypti ekki svona baðstól, en ó hvað ég þarfnast hans. Það tekur of mikið á bakið að halda á þeim og svo er líka örlítið vesen að skola af þeim.. allavega þótti mér og Davíð nauðsynlegt að vera saman í þessu ferli þegar hún fór í sínar fyrstu baðferðir. Það hefði verið svo þægilegt að eiga þennan baðstól.

screen-shot-2017-03-07-at-11-20-02-pm
Handklæði með hettu. Fyrir mitt leyti er nóg að eiga 2-3 stk.

screen-shot-2017-03-07-at-11-20-59-pm

Nagsmekkur. Mæli mikið með honum.

screen-shot-2017-03-07-at-11-26-39-pm

Ég keypti Sophie og hún er að nýtast mjög vel.. hún nagar vinkonuna alla daga.

screen-shot-2017-03-07-at-11-33-20-pm

Einhvers konar dót fyrir bílstólinn eða matarstólinn (t.d. new born settið frá TrippTrapp).

screen-shot-2017-03-07-at-11-35-04-pm

Vaselín fyrir hitamælinn.

screen-shot-2017-03-07-at-11-38-58-pm

Hvert einasta barn verður að eiga svona “blankie”. Snædís Lind elskar sitt og getur ekki sofnað án þess. Mjög krúttlegt.

screen-shot-2017-03-07-at-11-40-07-pm

Mér þótti mjög nauðsynlegt að eiga svona vatnsheldar skiptidýnur sem ég lagði ofan á skiptiborðið. Ef slys átti sér stað fór það aðeins á yfirlagið.. það er annað hvort að eiga þessar skiptidýnur hér að ofan… eða:

screen-shot-2017-03-07-at-11-43-17-pm screen-shot-2017-03-07-at-11-43-24-pm

Þessar sem eru einnota.

screen-shot-2017-03-07-at-11-46-40-pm

Ég á reyndar ekki “Sleep Sheap” en ég verð að eignast þennan bangsa. Jafnsuð (white noise) er búið að bjarga okkur frá því hún kom í heiminn. Hún sofnaði til dæmis við það í kvöld.. að verða fimm mánaða. Þessi krúttlegi lambabangsi virðist vekja ótrúlega lukku meðal flestra barna & fær mjög góða dóma.

screen-shot-2017-03-07-at-11-57-46-pm

Fyrsti tannburstinn. Systir mín hefur notað svona á sína stráka. Ég mun nota hann þegar hún fær sínar fyrstu tennur.

screen-shot-2017-03-07-at-11-57-31-pm

MAM snuðin. Auðvitað er misjafnt hvaða snuð barnið tekur, ef það tekur snuð yfir höfuð. Dóttir mín tók strax við MAM.. ég mæli með “glow in the dark” MAM snuðunum. Ég keypti fjögur snuð í stærð 0-6 mánaða og svo fjögur snuð í +6mánaða.

screen-shot-2017-03-08-at-12-01-12-am

Ég keypti tvö svona.. er þetta kannski algjört eitur?

screen-shot-2017-03-08-at-12-26-57-am

Einhvers konar næturlampa fyrir brjóstagjöfina. Ég notaði og nota enn LED kerti með tímastilli. Það er ekki hægt að vera án næturljóss í brjóstagjöfinni.

Það eru nokkrir hlutir sem ég setti ekki á listann, t.d. pela og eitthvað fleira. Dóttir mín tekur ekki pela svo þeir pelar sem ég keypti (Dr. Browns) eru enn ósnertir inni í skáp. Annað keypti ég hér heima, eins og hitamæli. Ég tek það fram að þessi listi er alfarið settur saman út frá sjálfri mér og mínu barni. Börn eru ótrúlega misjöfn og því er eflaust eitthvað á þessum lista sem hentar ekki öðrum.. en þið getið allavega notað hann til hliðsjónar ef þið hafið tök á því að komast í Target.

karenlind1

Montana vs. EKET

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Helga

    8. March 2017

    Átti svona baðsæti, mesta snilld í heimi fyrir minnstu krílin :)

  2. Fríða Dís

    8. March 2017

    Takk fyrir þennan lista. Það eru sjálfsagt fáir jafn ginkeyptir og verðandi foreldrar með sitt fyrsta barn og því er svo gott að vita hvað nýtist vel svo maður sitji einmitt ekki uppi með hluti sem maður hefur raunverulega ekki not fyrir. En Lansinoh brjóstakremið er án gríns besti varasalvi sem ég hef notað :)

  3. Hrafnhildur

    10. March 2017

    Í sambandi við Orajel þá er ekki mælt með því fyrir börn yngri en tveggja ára nema í samráði við lækni. Vildi bara koma því að og einnig hægt að lesa sér til um það á target síðunni :) Bý í Bandaríkjunum og þegar strákurinn minn gekk í gegnum tanntöku mælti læknirinn hans ekki með Orajel heldur frekar naghringjum ofl… Annars er þetta góður listi, á margt á honum sem hefur nýst mjög vel :D