fbpx

Must do í NYC: Staten Island Ferry

BANDARÍKIN

Þegar ég fer til NY reyni ég að gera eitthvað nýtt í hvert sinn. Borgin er svo fjölbreytt og það er ótrúlegt hve margt má gera. Menningin er margslungin og maður er fljótur að finna þá staði sem heilla mann meir en aðrir. En síðastliðna helgi gerði ég mjög eftirminnilegan hlut, eitthvað sem mig hefur langað til að gera síðan ég var barn… en það var að fara í Staten Island Ferry, en sú ferja flytur íbúa Staten Island fram og tilbaka frá Manhattan og öfugt ásamt túristum eins og mér, ókeypis. Hún fer frá Whitehall Str. á Manhattan og túrinn tekur rétt um 20 mínútur. Á leiðinni er siglt framhjá Frelsisstyttunni og það þótti mér mjög gaman að sjá. Eins var merkilegt að sjá eyjuna frá öðru sjónarhorni. Ég var yfir mig hrifin og það er óhætt að segja að þetta hafi verið mikill dagamunur fyrir mig.

11350123_10206838082572845_734095604_n
Farið frá Whitehall Str.

11651037_10206838082732849_145961186_n

11096768_10153458844696522_1547279470_n

11267693_10153458843546522_485137679_n 11304077_10153458843936522_1475380856_n

11653337_10206838082292838_840492997_n
Svo borðuðum við á stað sem heitir Pier A. Það var allt æðislegt við þennan stað nema þjónustan, en hún gleymdist því það var svo yndislegt að sitja þarna og horfa yfir bæði borgina og yfir til Frelsisstyttunnar.

11291787_10206796372370116_113220173_n
Svo fengum við okkur mini cupcakes. Þær eru í “bitesize” stærð.. mjög góðar. Ég þrammaði um borgina í sandölum, og endaði með þvílíkar blöðrur milli tánna sem ég fann bara fyrir þegar ég loksins vissi af þeim.

11637965_10206838085452917_752874477_n11541287_10206838082332839_206971812_n
… ég var að bilast á sandölunum og “neyddist” til að kaupa mér all black Roshes. Smá munur að labba um í þeim.

Annars ligg ég hér heima, ennþá slöpp en ég varð veik 15. júní og fagna því tíu daga veikindaafmæli rétt í þessu. Ég hef ekki verið svona lasin í langan tíma… hvað þá í júnímánuði. En tveimur sýklakúrum síðar held ég að ég sé að verða betri… ég bind vonir mínar við að heilsan verði nokkuð eðlileg innan 3-5 daga.

Bestu kveðjur,karenlind

BIOEFFECT í Ísland í dag

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Agla

    1. July 2015

    Sammála þér með NYC – ég hef ekki tölu á því hvað ég hef farið oft en alltaf kynnist ég nýjum og nýjum hliðum á þessari skemmtilegu borg. Og einhvernveginn enda ég alltaf á því að gera ekki þessa túristalegu hluti þó þeir séu búnir að vera á to-do listanum heillengi.

    Prófa þetta klárlega næst :)