fbpx

Hitt og þetta úr Target

BANDARÍKINKATIE MÆLIR MEÐ

Ég lofaði nokkrum á snapchat að setja inn hluti sem ég verslaði í Target um daginn. Þetta er lagerinn sem mér finnst nauðsynlegt að eiga (ásamt öðru, en þetta keypti ég núna).

Ég keypti Swiffer moppu og ég elska hana! Ég keypti bæði þurr- og blautþurrkur með henni. Þetta er alveg í uppáhaldi þessa stundina. Ég er svo sem ekki að þurrmoppa allt húsið, en ég tek meðfram veggjum því þar safnast rykið vanalega. Ég ryksuga frekar oft, kannski fjórum sinnum í viku. Þrátt fyrir það kemur ótrúlega mikið í Swiffer moppuna – kemur á óvart (“.). Swiffer er að henta mér mjög vel þessa stundina þar sem ég hef ekki jafn mikinn tíma og áður til að þrífa.. fljótleg og áhrifarík þrif!

Annars ætla ég að skrifa nokkur orð undir hverja mynd.

Mögulega segir tannlæknirinn að þetta séu ekki bestu kaupin.. en ég fæ svakalega klígjur yfir hvítu tannkremi og hef vanið mig á að kaupa Crest. Ég á yfirleitt ágætis lager af tannkremi og tannburstum (sem ég kaupi hjá tannlækninum mínum) en mér finnst ekkert meira óþolandi en að eiga ekki tannkrem allt í einu.

Þessum er ég háð. Það fer með mig að finna fyrir einhverju milli tannanna. Þessir ásamt Soft picks frá Gum er dúndurblanda.

Gain lyktin frá Febreze er í miklu uppáhaldi. Mér finnst hún mun betri en aðrar lyktir frá Febreze. Island Fresh er ágæt en hin ber sigur úr býtum.

Gott preworkout. Kostar lítið í Target eða 21$.

Ibúprófen í vökvaformi með berjabragði. Hentar mjög vel fyrir Snædísi því hún vill ekki þetta sem ég keypti hér heima.

Þetta elska ég (sérstaklega grape bragðið). Það er örlítið koffín í hverju bréfi en ég finn ekki fyrir því. Algjört æði og mæli alveg sérstaklega með þessu til að hressa upp á vatnið af og til :)

Uppþvottalögur frá Gain. Ahh, ég elska þetta! Þessi lykt er algjör bomba, létt og góð.. ég vildi óska þess að þetta væri til á Íslandi (var til í Kosti hér áður fyrr).

Rosy lips frá Vaseline. Gefur vörunum fallega og náttúrulega ljósbleika áferð. Ég er lítið fyrir að vera með varaliti og nota þetta því daglega fyrir smá “tint”. Fæ oft spurningar um hvað ég sé með á vörunum, þá er það þetta.

Þetta er algjör nauðsyn. Sérstaklega fyrir ryksuguna. Ég set nokkrar kúlur í ryksugupokann og það gjörbreytir öllu. Það er ansi góð leið til að koma góðri lykt inn á heimilið. Þessar tvær lyktir eru æðislegar og í uppáhaldi (ásamt venjulegri Gain).

Life changer! Swifferinn keypti ég í Target. En takið eftir lyktinni á blautþurrkunni… Gain! Jiii… ég hoppaði hæð mína þegar ég sá þetta. Ekkert lýsingarorð nær að lýsa gleðinni, en þetta er dásamleg lykt. Hins vegar dugar blautþurrkann ekki svo lengi. Ef ég ætlaði að moppa allt húsið þá myndi ég þurfa nokkrar blautþurrkur. Nema einhver annar sé með ráð?

Alltaf fínt að eiga nokkra svitalyktaeyði á lager. Hér eru nokkrar lyktir sem mér finnst mjög góðar. Ég hef verið að nota Clean Lavender og hún er frábær. Ég skil ekki af hverju hún heitir Lavender því ég finn ekki þá lykt af honum.

Og að lokum þetta brúnkusprey! Það hentar mér mjög vel, þornar fljótt og gefur jafna áferð. Ég þarf ekki að nudda því á mig.. rétt spreyja yfir andlitið og það dugar. Allt sem er einfalt er í uppáhaldi.


Rólegheit yfir páskana

Skrifa Innlegg