Það þarf klárlega að setja Georgetown Cupcake á bucket listann. Ég kom til Washington D.C í fyrsta skipti um daginn og sá staður er algjör draumur í dós. Nú er árstíð Cherry Blossom trjánna og það má segja að þau settu borgina í enn fallegri búning.
Óeðlilega löng röð fyrir utan Georgetown Cupcake fangaði athygli mína en þá var klukkan aðeins hálf ellefu um morguninn. Ég hugsaði með mér að ég yrði að fara í þessa röð og kaupa mér tvær múffur. Röðin sagði mér bara eitt, að það væri einhver virkilega góð ástæða fyrir því að fólk nennti að standa þarna og bíða út í eitt. Ég var nýlega búin að borða morgunmat svo ég beið með að fara í röðina. Þá næst var klukkan að verða hálf tvö og þótti mér þá góð hugmynd að rölta tilbaka og fara í röð. Ég trúði ekki mínum eigin augum enda voru þarna um 150 manns í röð. Röðin hafði fjórfaldast frá því um morguninn. Nú var nokkuð staðfest fyrir mér að ég hreinlega yrði að drullast í röðina og bíða.
Ég mun seint sjá eftir þessum 70 mínútum af bið. Sögurnar frá fólkinu í kringum mig gerðu mig enn spenntari en ég var orðin. Eina sem var talað um í þessar 70 mínútur var cupcakes, hvaða tegund skyldi verða fyrir valinu, hvað var fengið sér síðast, hvað þær voru góðar, aðrir voru hissa yfir röðinni og hvað þetta gengi hægt, sumir töluðu um að það væri sniðugra að panta online með dagsfyrirvara o.s.frv. Að standa í röð í 70 mínútur skapaði miklar væntingar og spennu. Ég gat ekki ímyndað mér hvað myndi taka á móti mér. Spennan varð bara meiri og nú var ég komin inn. Inn í himnaríki.
Síminn var dreginn á loft og myndir teknar hægri vinstri. Ég passaði mig að setja símann á silent svo það kæmist ekki upp um mig. Ég keypti mér Salted Caramel og Cherry Cheesecake cupcakes ásamt ískaffi.
Ég byrjaði að sjálfsögðu á Salted Caramel múffunni. Mig skortir orð til að lýsa fyrsta munnbitanum. Ég man bara að ég átti erfitt með að skilja hve gott þetta var og hugsaði með mér “Ha, getur verið að þessi litla dúlla sé svona góð”? Þetta var eitthvað annað. Sú síðarnefnda var einnig það góð að ský með spurningamerki í poppaði upp fyrir ofan hausinn á mér.
Myndirnar eru mögulega í versta gæðaflokki… en ég skal þrauka áfram með Iphone 4s.. :)
Ég meina, hvað er þetta eiginlega. Þarna var ég hálfnuð.
Ég var nýbúin að kaupa 30 stykki af ansi þungum herðatrjám. Höndin á mér var við það að detta af!
Takið eftir Kitchenaid hrærivélinni… hún var skreytt með einhvers konar glitrandi bleikum steinum.
Ahhhh… hámark spennunnar!
Það var ekkert sem gat stöðvað mig… ég óð í þetta af öllum krafti.
Þetta er far beyond gott.. eins og hreinlega sést á myndunum.
Hér má svo sjá ýmis konar tegundir sem ég tók af heimasíðunni þeirra. Næst ætla ég klárlega að panta með dagsfyrirfara svo ég sleppi við röð lífs míns. Þá hoppar maður bara inn og sækir dásemdina. Georgetown Cupcake verslunin er einnig í Boston, Maryland, NYC, LA og Atlanta.
Kíkið endilega á heimasíðuna: Georgetown Cupcake
Skrifa Innlegg