fbpx

NYC skemmtun

BANDARÍKIN

Hvað er skemmtilegt að gera í NY? Það er heilmargt, ég skal mæla með nokkrum hlutum.

Skoða bókasafnið í NYC og setjast í Bryant Park sem er fyrir utan bókasafnið. Ótrúlega fallegt bókasafn. Sérstaklega þótti mér gaman að sjá lesaðstöðuna. Frekar ólíkt þeirri aðstöðu sem ég vandist í HÍ.

IMG_7415

Notið citibike. Það er ótrúlega gaman að hjóla um NY. Ég prófaði fyrst að hjóla um í borginni í sumar og það var mikil upplifun. Ég er svo vön því að þramma um göturnar, dauðþreytt í fótunum og við það að gefast upp. Eini gallinn er að það fylgir ekki hjálmur, ég var smá smeyk að hjóla án hjálms.

Dagurinn kostar 10$, borgað er með kreditkorti. Skila þarf hverju hjóli innan 30 mínútna og þá helst 10$ verðið yfir daginn. Ef þú kýst að hjóla lengur en 30 mínútur í senn bætast við nokkrir dollarar. Mér finnst fínt að stoppa inn á milli og skoða mig um. Á hverri hjólaleigustöð er citibike kort sem sýnir næstu citibike stöðvar. Mjög þægilegt og auðvelt.

 

Skoðið endilega Freedom Tower (One World Trade Center), 104. hæða bygging sem var byggð í stað tvíburaturnanna. Byggingin er sú hæsta á Manhattan. Eins er gaman að skoða minnisvarðana sem eru á sama svæði.

Rétt hjá er Century 21. Ég hef stokkið þangað inn einstaka sinnum – en þar má finna merkjavörur á lækkuðu verði. Það er svolítið mikið í gangi þar inni, endalaust af fólki og dót út um allt. Ef þú ert í gramsgírnum þá er fínt að droppa inn og finna mögulega gersemi.

IMG_7353

Greenwich Village er æði. Þá þarf að koma við í Magnolia Bakaríinu. Múffurnar eru samt ekki nærri því jafn góðar og þær frá Georgetown Cupcakes. Engu að síður er gaman að stroka þetta af bucket-listanum, enda heimsfrægt bakarí.

John’s of Bleecker Street. Bestu pizzur sem hægt er að fá… mjög vinsæll hipp og kúl staður. Allt interior er upprunalegt sem gerir þetta að skemmtilegri upplifun. Þeir taka ekki við borðapöntunum og taka einungis við pening. Skylda að mínu mati.

IMG_7304

The High Line er að sjálfsögðu skylda. Takið með ykkur nesti og drykki, það er ekkert sérstaklega mikið í boði. Það eru sólbekkir þarna, svo ég mæli með að taka handklæði og sólarvörn… þeas ef veður býður upp á slíkt.

IMG_8573

Take a Yellow Cab.

IMG_8343

Prófið subway-inn.

Miss Lily’s veitingastaðurinn. Mjög skemmtileg upplifun, öðruvísi matur, skemmtileg tónlist og rosalega flottir þjónar. Veitingastaðurinn er “Jamaican”.

Borða á PARK á Pier A og taka ferjuna yfir í Staten Island. Kostar ekkert… skemmtilegt að sjá borgina frá öðruvísi sjónarhorni.

article-2339584-1A431E4F000005DC-636_634x419 data

Veitingastaðurinn The Spotted Pig er frábær. Eftirsóttur staður til að borða á eða fá sér drykki. Hann er í West Village – algjört must! Hvernig mat bjóða þeir upp á? Seasonal British & Italian using local ingredients when possible (skv. heimasíðunni).

IMG_7475

Ganga 5th ave.. og enda í Central Park. Mæli þó með að reyna að leigja hjól annars staðar en rétt fyrir utan Central Park. Þar er verið að nýta sér túrismann. Fimm til sjö strætum neðar, (ca. 53. stræti að mig minnir) er verið að leigja hjól út í nokkra klukkutíma á sama verði og fyrir einn klukkutíma hjá dúddunum beint fyrir utan Central Park.

391339_4436436071256_205709963_n

Central Park…. en úff, ég fer ekki þangað aftur öðruvísi en að vera á hjóli. Þetta er of stór garður til að komast yfir fótgangandi… allavega fyrir minn smekk.

IMG_8632

Pier 15, East River Esplanade. Þangað er frábært að fara, leggjast í grasið og horfa á skyline borgarinnar. Mjög skemmtilegt… fínt að hafa drykki og nesti með :-)

IMG_2304

Smakka Baked by Melissa mini múffur.. þær eru fáanlegar á nokkrum stöðum.

11815970_10207213411635837_521803326_n

Shake Shack í Madison Square Park…. ég get staðfest að þetta eru bestu hamborgarar í heimi. Ég tók allan pakkann á þetta, hamborgari + franskar + shake. Þið viljið ekki vita hvernig ég leit út þegar ég vaknaði næsta dag. Það var eitthvað hræðilegt krydd á þessum fröllum sem lét mig breytast í niðursoðna rúsínu í framan. En þetta var svo gott að ef ég gæti pantað mér máltíð frá þeim akkurat núna, myndi ég biðja um tífaldan skammt.

IMG_4134

Skoða Empire State.. (það er víst voðalega góð pizza þar, Empire State Pizza)… og svo sleppir maður ekki Times Square ef maður er að koma í fyrsta sinn. Persónulega fer ég ekki þangað nema ég sé með einhverjum sem langar til að droppa við en ég mæli þó með því ef þið eruð að koma í fyrsta sinn.

Le Bain á Meatpacking District. Ég hef nú bara farið einu sinni á þennan bar en hann er þess virði að heimsækja. Smá svona “mouth dropping” fílingur í gangi.. algjört must að fara. Svo er auðvitað mjög gaman að rölta um Meatpacking District, góðir veitingastaðir og kúl bragur yfir öllu.

Jæja, hef það ekki lengra í bili – meira síðar!

karenlind

The Gum Wall (Tyggjóveggurinn)

Skrifa Innlegg