Þvottaefni eru mér ofarlega í huga. Ég veit, þetta er ekki gott fyrir umhverfið.. en góð lykt af fatnaði er ansi framarlega á mínum forgangslista, þá á ég auðvitað við forgangslista nr. 2. Á þeim lista eru þessir shallow hlutir eins og þvottaefni. Ég hef verið þvottaefnaþræll móður minnar frá því ég var barn, en ég ferjaði margoft 10kg þvottaefni í handfarangri yfir Atlantshafið. Alltaf var það TIDE þvottaefnið sem ég burðaðist með… það er kannski ekki skrýtið að þetta sé nánast áhugamál.
En ég keypti þessari ilmkúlur frá GAIN í fyrra og nota þær í hverjum þvotti. Þó ég sé að þvo handklæði. Þessi lykt er bara svo unaðsleg að hún er orðin ómissandi fyrir mér. Ég þurfti að útdeila á mína nánustu því þær stóðust ekki lyktina og urðu að fá bita af kökunni.
Ef það er eitthvað sem má taka pláss í töskunni þá er það stór brúsi af GAIN Fireworks ilmkúlum með lyktinni Tropical Sunrise.
Svo er ekkert að því að fara með þetta alla leið og kaupa bara alla Tropical Sunrise línuna..
… svo er þetta nú eitthvað sem ég verð að prófa.
Að mínu mati er þetta algjörlega ómissandi!
Skrifa Innlegg