fbpx

The Gum Wall (Tyggjóveggurinn)

BANDARÍKIN

Tyggjóveggurinn í Seattle er eitt það furðulegasta sem ég hef séð. Eitthvað svo ógeðslegt, skrýtið en samt svo merkilegt. Ég var þarna í góðan hálftíma að skoða allt þetta tyggjó sem fólk byrjaði að klína á veggina í þessu merkilega húsasundi fyrir rúmum 20 árum síðan. Veggir húsasundsins eru gjörsamlega þaktir tuggðu tyggjói. Það var mikil tyggjólykt þarna, enda margir túristar með fullan munninn af tyggjó og að blása kúlur… til þess eins að klessa því á veggina.

11752496_10207130763289680_5593570536838353169_n11811370_10207130764369707_2339569467539453134_n11760283_10207130764609713_8329124092814448313_n20150726_105831

 20150726_105953

Frekar furðuleg hefð en engu að síður gaman að skoða þetta. Ég næ ekki að rétta síðustu myndina af.. haha. Ágætt að hafa eina mynd á hvolfi svona við og við.

Kærar kveðjur,

karenlind

Söluvarningur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    30. July 2015

    Nei okey hvað er ekki til hahaha… veit samt ekki hvort mér finnst þetta flott eða ógeðslegt:)
    -Velkomin aftur mín kæra!!