Skemmtilegir Öskudagsbúningar: Auður Erla

VIÐTÖL

Auður Erla er 14 ára dama (og náskyld frænka mín) og hefur alltaf haft gríðarlega gaman af því að klæða sig upp á frumlegan hátt bæði á Öskudegi og Halloween frá því hún man eftir sér. Það er alltaf spennandi að sjá hverju hún klæðist á ári hverju, og í ár verð ég að segja að hún hafi toppað alla búningana! Mig langar til að deila þessum skemmtilegu búningum með ykkur en búningana hefur hún yfirleitt keypt í Bandaríkjunum.

Þegar Auður var yngri var hún yfirleitt í dýrabúningum en undanfarin ár hafa varúlfar og vampírur verið í uppáhaldi. Hennar uppáhalds búningur var aðalpersónan úr hryllingsmyndinni Texas Chainsaw Massacre og aðspurð segist hún versla flesta búningana í Spirit Halloween en það er vinsæl búð í Bandaríkjunum sem selur ótalmarga búninga fyrir konur, karla og börn á öllum aldri. Auður Erla sækir innblástur meðal annars í umhverfið og segist hún fylgja innsæinu þegar kemur að búningavali. Um leið og hugmyndin að búningnum verður til fer hún á fullt í það að ákveða hvernig hún muni fara að því að framfylgja hugmyndinni.

audur

Í ár var Auður Erla “zombie” brúður. Ótrúlega vel heppnað og flott!

aeg

Texas Chainsaw Massacre

eud

auuddur

ausa auðurerlaauddur aegg

Takk elsku Auður mín fyrir að leyfa mér að deila þessum skemmtilegu hugmyndum :-)

xoxo

karenlindfrænka

Ásdís Ragna grasalæknir

VIÐTÖL

Ásdís Ragna grasalæknir situr í viðtalsstólnum að þessu sinnu. Hún er heilsuhraust ung kona sem leggur mikla áherslu á heilsusamlegt líferni. Ég fór í heimsókn til hennar um daginn í því skyni að fá einstaklega holla uppskrift til að deila með lesendum mínum. Uppskriftin var af sjúklega fallegum og bleikum smoothie sem er sennilega einn sá besti sem ég hef smakkað. En áður en ég deili uppskriftinni með ykkur fáum við að kynnast Ásdísi eilítið betur. Ég mæli með að þið lesið viðtalið því hún fjallar um margt ansi áhugavert sem viðkemur heilsu og auðvitað eigum við öll að huga að betri og bættri heilsu.

IMG_2491

Um Ásdísi Rögnu

Ásdís Ragna Einarsdóttir er 34 ára dama og er fædd og uppalin í Keflavík. Hún lauk BS-námi í grasalækningum frá University of East London árið 2005. Ásdís er þriggja barna móðir og gift frú. Hún starfar sem grasalæknir og er með viðtalsstofu bæði í Reykjavík og Keflavík. Þar tekur hún á móti fólki í einkaráðgjöf og þess á milli breiðir hún út heilsuboðskap í formi fyrirlestra og námskeiða fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Hún hefur einnig verið með fyrirlestra um árabil á Heilsuhóteli Íslands en þar fer fram heilsumeðferð sem byggir á hreinsun líkamans.

Á myndunum má sjá Ásdísi tína jurtir í íslenskri náttúru.

Grasalæknar eru með fjölbreyttan grunn í heilbrigðisvísindum eins og sjúkdómafræði, lífefnafræði, líffæra-og lífeðlisfræði, lyfjafræði, næringarfræði og framleiðslu náttúrulyfja. Grasalæknir tekur ítarlega sjúkrasögu af viðkomandi og gefur ráðleggingar um bættar lífsstílsbreytingar í samræmi við heilsufar hvers og eins og sérblandar jurtalyf eftir því hvað við á.

Sem unglingur fór Ásdís í sveit, Vallarnes nánar tiltekið. Þar kviknaði áhugi hennar á öllu tengdu náttúrunni og heilsunni, enda voru hjónin sem hún bjó hjá á kafi í lífrænni ræktun, framleiðslu á jurtavörum ásamt því að bjóða upp á jóga í gamalli hlöðu þar rétt hjá. Ásdís lærði að elda grænmetisfæði úr baunum og spírum en það mataræði var mjög frábrugðið því sem var heima við. Á heimilinu var mikið til af heilsubókum og Ásdís las þær flestar og komst fljótt að því að hún vildi mennta sig í grasalækningum.

 Týpisk vinnuvika

Týpísk vinnuvika hjá Ásdisi samanstendur af viðtölum á stofunni ásamt því að afgreiða pantanir á jurtablöndum flesta daga. Þess utan er hún í ýmsum verkefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir og er t.d. þessa dagana með heilsuhópa hjá Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum og Samvinnu starfsendurhæfingu þar sem hún sér um kennslu á heilsutengdu efni. Svo er tíminn gjarnan nýttur í að skrifa greinar en hún er bæði með heilsupistla á Víkurfréttum og á Smartlandi. Hún heldur einnig uppi facebook síðu undir Ásdís Grasalæknir en það fer vissulega smá tími í að viðhalda henni. Á facebook síðunni hennar má finna margt sniðugt og gagnlegt efni sem nýtist fólki í að bæta heilsuna.

 Hreyfing

Ásdís hreyfir sig reglulega í hverri viku og blandar gjarnan saman útihlaupum, lyftingum og hóptímum í Metabolic. Útihlaupið hefur hún stundað í um sex ár en Metabolic í þrjú ár, en það er mjög kröftugt og skemmtilegt æfingakerfi. Nýjasta æðið hjá Ásdísi er Hot yoga, en hún fer í það einu sinni í viku og líkar það mjög vel. Hreyfing er nauðsynlegur hluti af lífi Ásdísar og reynir hún að koma henni fyrir a.m.k. 4-6x í viku. Ef hún kemst ekki á æfingu skellir hún sér í kröftuga súrefnisgöngu í staðinn og segist varla geta látið daginn líða án þess að fá hreyfingu af einhvers konar tagi!

hreyfing

 Mataræði

Hvað mataræðið varðar þá líður Ásdísi best í kroppnum ef hún sleppur glúteini, mjólkurvörum og öllum sykri og má segja að hún sé sennilega á léttri útgáfu af lágkolvetna/steinaldarmataræði. Það virðist henta hennar líkama vel og þegar hún verslar inn reynir hún að velja hreinar vörur, gott hráefni og nota lífrænar vörur eftir bestu getu.

Ásdís fær sér helst einn grænan drykk daglega, þá annað hvort grænan safa eða boost. Tahini sesamhnetusmjörið frá Monki er einnig í algjöru uppáhaldi en það hefur varla liðið dagur í 15 ár sem hún hefur ekki fengið sér það, enda stútfullt af næringu! Til að gera sér dagamun hendir hún í heimagerða súkkulaðimola eða franska súkkulaðiköku og notar eingöngu lágkolvetnasætuefni í bakstur eins og erythritol, sukrin eða stevíu. Ásdís er forfallin súkkulaðigrís og kemst upp með það að fá sér súkkulaði oft í viku því hún velur súkkulaði í hæsta gæðaflokki með lágu sætuinnihaldi, þ.e. lífrænt dökkt súkkulaði, þá helst 85%. Rapunzel dökka súkkulaðið er í miklu uppáhaldi.

Ásdís passar vel upp á að taka inn góð bætiefni. Daglega tekur hún inn fjölvítamín- & steinefnablöndu eins og Eve frá NOW, omega 3 fitusýrur, acidophilus meltingargerla og d-vítamíndropa yfir háveturinn. Inn á milli tekur hún tarnir í ofurfæðunni og jurtum eins og Fruit & Greens frá Now, blómafrjókornum, maca dufti, arctic rótinni og fleira. Daglega drekkur hún jurtate, eins og til dæmis brenninettlute og túnfífilsrótarte frá Clipper en þessar jurtir eru hreinsandi fyrir nýru, sogæðakerfi og lifrina.

 Snyrtivörur

Undanfarin ár hefur Ásdís reynt að nota lífræn krem og snyrtivörur í auknum mæli því henni þykir ekki kræsilegt að fá öll eitur- og gerviefnin úr þessum kemísku kremum og snyrtivörum. Hún notar augnkrem frá Origins, litað dagkrem frá Madera, hreinsimjólk frá Lavera og maskara, augnblýant og varaliti frá Benocos. Svo splæsir hún á sig góðu líkamskremi eins og kókos eða lime frá Lavera. Oft verslar hún lífræn krem og snyrtivörur sem hún kaupir í Wholefoods heilsubúðunum þegar hún fer erlendis.

asdissnyrtivoru

Frábært viðtal, Ásdís! Takk fyrir að gefa þér tíma til að svara þessum skemmtilegu spurningum fyrir lesendur!

Setjið ykkur í stellingar því uppskriftin hennar Ásdísar kemur inn á morgun… uppskriftin að þessum fallega bleika og næringarríka smoothie! (ekki sama uppskrift og ég sendi á lesendur um daginn).

Facebook síðan hennar: Ásdís grasalæknir

karenlind

Birgitta Líf deilir smoothie-uppskriftum

VIÐTÖL

Birgitta Líf Björnsdóttir er 21 árs gömul, búsett í Reykjavík en er með annan fótinn í Kaupmannahöfn þar sem kærastinn hennar býr. Hún stundar nám við Háskólann í Reykjavík í lögfræði og lýkur hún grunnnáminu vorið 2015. Á sumrin hefur hún starfað sem flugfreyja hjá Icelandair. Birgitta hefur æft dans frá þriggja ára aldri en samhliða dansinum fer hún í Tabata tíma og Hot Yoga. Þá hleypur hún einnig mikið og tekur æfingar í salnum í World Class. Það er óhætt að segja að Birgitta sé iðin við það að huga að heilsunni!

Alltaf eru allar stúlkurnar jafn indælar sem ég tala við og þær meira en til í að deila með okkur uppskriftum og öðru slíku. Birgitta deilir með okkur þremur uppskriftum að hollum og góðum smoothie-drykkjum. Einn þeirra drykkja, Græna bomban, er seldur í World Class og hefur vakið mikla lukku.

birgittalifbirgitta

Það eru svona tuttugu ár í það að ég gæti skellt mér í þessa stellingu. Þetta er æðisleg mynd – mikið er örugglega gott og “frelsandi” að vera svona liðug/liðugur.

graennbirgitta

Birgitta fær sér oft Grænu bombuna, en kaupir hana þá yfirleitt í Laugum en svo býr hún hana einnig til heima.

Kreist í safapressu:
2 cm. af engiferrót 
2 appelsínur 

Hrært í blender:
Safinn úr engiferinu og appelsínunum
½ banani
½ bolli mangó
Spínat eftir smekk
Spírulínu, chia fræjum og/eða chlorellu bætt við.

jardabbirgitta

Jarðarberja smoothie:
250 ml. af möndlumjólk
Jarðarber eftir smekk
1 tsk. af akasíu hunangi
1 skeið af vanillupróteini

Þessi jarðarberja smoothie er einfaldur og virkilega góður samkvæmt Birgittu Líf. Möndlumjólkin og hunangið slær á sætindaþörfina og smoothie-inn kemur alveg í staðinn fyrir ís.

Ef jarðarberin eru ekki frosin er tilvalið að bæta við klökum, þá bæði til að þykkja og kæla drykkinn. Vanillupróteininu bætir hún við fyrir enn betra bragð, en það er ekki nauðsynlegt.

avóó

Birgitta er mjög hrifin af avókadó, hvort sem það er í salatinu, á hrökkbrauðinu eða í safaformi. Hér deilir hún með okkur uppskrift að avókadósafa.

Kreist í safapressu:
3 epli
½ sítróna

Hrært í blandara:
Safinn úr eplunum og sítrónunni
¼ avókadó
Klakar

Þetta er dásamlegt. Ég er farin beint í það að versla inn fyrir þessa djúsí uppskriftir.. ég er mjög spennt að prófa avókadósafann, enda aldrei smakkað slíkan áður. Mikið er gaman að fá að deila þessum skemmtilegu uppskriftum með ykkur. Takk fyrir þetta Birgitta, uppskriftirnar munu klárlega koma mörgum til góðs. Fyrir áhugasama þá fékk Birgitta krukkuglösin í Urban Outfitters.

Instagram Birgittu Lífar: @birgittalif

karenlind

Matardagbók: Tinna Rún ÍAK einkaþjálfari

VIÐTÖL

Þið eruð kannski farin að kannast aðeins við Tinnu Rún, en hún hefur aðstoðað mig við “æfingar dagsins” sem hafa ratað hingað inn endrum og eins. Fyrir þá sem hafa ekki séð færslurnar má nálgast þær hér – færsla 1færsla 2 og færsla 3.

Mér hefur þótt einstaklega gaman að fylgjast með Tinnu og þeim breytingum sem hafa orðið á líkama hennar eftir að hún fór að stunda lyftingar. Hún er vel tónuð, með góðan vöðvamassa og í mjög heilbrigðu og flottu formi.

303661_10150452444157468_1779795126_nTinna Rún er 24 ára dama sem fædd og uppalin í Reykjanesbæ. Hún starfar í farþegaafgreiðslu Icelandair á Keflavíkurflugvelli en samhliða því stundar hún einkaþjálfaranám í ÍAK, en það er eitt ítarlegasta einkaþjálfaranám sem er í boði á Íslandi. Hún hyggst útskrifast í júní 2014.

Tinna hefur verið íþróttagarpur frá unga aldri og æfði til dæmis fimleika í 7 til 8 ár á sínum yngri árum. Eftir grunnskóla tók við nám í framhaldsskólanum á Laugum en þaðan útskrifaðist hún árið 2010. Hún segir að áhuginn fyrir líkamsrækt hafi kviknað á síðasta árinu sínu á Laugum en það þurfti hún að taka í fjarnámi. Einn áfanganna sem hún tók var íþróttir, en í honum var krafist markvissrar mætingar eða hreyfingar af einhvers konar tagi. Hún sinnti því samviskusamlega og í kjölfarið jókst áhugi hennar á líkamsrækt.

Tinna setur markið hátt og stefnir að því að láta langþráðan draum rætast, en hann er að ferðast um heiminn í lok þessa árs. Fram að þeim tíma mun hún taka að sér einkaþjálfun frá og með júní næstkomandi og starfa áfram hjá IGS. Tinna er þegar orðin fullbókuð í þjálfuninni en fyrir áhugasama má alltaf senda henni vefpóst á tinnaruns@hotmail.com.

Tinna Rún deilir með okkur degi úr matardagbókinni að þessu sinni.

Morgunmatur: Tinna vaknar eldsnemma og borðar morgunmat kl. 4.30 sökum vinnutíma. Hún fær sér iðulega hafragraut með hampfræjum, kanil og undanrennu. Af og til drekkur hún vatn með slender sticks út í: sjá hér. Hún tekur einnig inn Lýsi og d-vítamín.

1598237_10152555710827468_2145987481_n

Millimál: Um ca. 8-9 leytið og um klst. fyrir æfingu fær hún sér poppkex með kotasælu og avókadó og einfaldan smoothie með því.

Í smoothie-inum er grænt epli, spínat, ananas og banani.

1608745_10152555717872468_1650361785_n

Hádegismatur: Ommeletta og meðlæti. Í ommelettuna setur hún tvö egg og allt það mögulega sem til er í ísskápnum, ásamt BBQ sósu. Að þessu sinni var hún með salat en í því var klettasalat, avókadó og grænt epli.

1552942_10152555724187468_1363424934_n

Kvöldmatur: Kjúklingur, brún hrísgrjón og kotasæla. Salatið samanstendur af eplum og avókadó.

1579915_10152555721522468_434045463_n

Lítill tími gefst til að borða í vinnunni – en eins og vitum er flugstöðin yfirleitt pökkuð af farþegum og þar þarf allt að gerast innan ákveðins tímaramma.. annars fer allt í seinkun. Tinna er því oft með hentugt nesti, sem passar í veskið og er hægt að gleypa á núll einni. Döðlurnar fá því oftar en ekki að þjóta með!

Á kvöldin fær Tinna sér ýmist ávöxt, gulrætur, 70% súkkulaðimola eða jógúrt rúsínur.

Svo er líka gaman að segja frá því að ég er að fara í einkaþjálfun hjá henni í um 6-8 vikur.. og ég er hvorki meira né minna en lokaverkefnið hennar sem er ennþá betra.. ég mun ekki þora að gefa undan – ekki vill ég að hún fái falleinkunn! Ætli ég mæti á bakkann í Laugardalslauginni þann 1. júní eins og Magga Massi? Nei grín, stefnan er nú ekki sett á það.. en yfir í annað – ÉG HLAKKA SVO TIL!

Annars þakka ég fyrir þennan þrælskemmtilega og holla dag úr matardagbókinni Tinna Rún – það er óhætt að segja að þú sért sjúk í avókadó :-) … og auðvitað takk fyrir alla aðstoðina.

karenlind

Jóna Kristín: Hugmyndir að millimáli

VIÐTÖL

Jóna Kristín er 21 árs Keflvíkingur og býr í 101 Reykjavík með kærasta sínum, Jóhannesi Stefánssyni. Hún stundar nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Á sínum yngri árum æfði hún bæði jazz ballett og fimleika, en við tóku æfingar í líkamsrækt sem hún stundar af kappi.

969993_10151933334384703_328804812_n

Jóna Kristín æfir í World Class og mætir á æfingu fimm til sex daga vikunnar. Hún fylgir strangri æfingaáætlun frá einkaþjálfara sínum og byrjar æfingu iðulega á því að hita upp í 10 mínútur. Því næst tekur hún lyftingaræfingar skv. Æfingaplaninu og endar síðan á 20 mínútna brennslu eftir hverja æfingu. Þá teygir hún og rúllar sig með foam rúllu. Þrisvar í viku þjálfar hún kviðvöðvana, en það gerir hún á þeim dögum sem hún lyftir lóðum.

Jóna Kristín er algjör sælkeri og hefur unun af því að baka! Þrátt fyrir að vera sjúk í sætindin tekst henni að halda sig við hollustuna með því að leyfa sér að narta í sykurinn aðeins á laugardögum. Oftar en ekki dregur hún fram KitchenAid hrærivélina á laugardögum og launar sér þannig fyrir góða viku.

Jóna borðar reglulega yfir daginn eða um 5-6 sinnum og drekkur nóg af vatni samhliða því. Best þykir henni að byrja dagana á hollum morgunmat, spírulínu, d-vítamíni og lýsi.

Stúlkan er í þrusuformi og hugsar vel um sig.. oft setur hún inn djúsí myndir á instagram af ýmsu sem hún töfrar fram í eldhúsinu. Það er svo ótrúlega gaman að fá hugmyndir frá öðrum og því fékk ég hana til að deila með okkur hugmyndum að góðum og hollum millimálum.

Hugmyndir af millimálum:

1508044_10152220323084703_2040721813_n

Í þessum er spínat, engifer, frosnir tropical ávextir, sykurlaus ávaxtasafi og smá vatn á móti. Stundum setur hún jafnvel hálft avókadó, kíwí og lime. Algjörlega uppáhalds!

1526133_10152220323009703_1372147116_n

Syntha6 próteindrykkur. Í honum er ein skeið 
af Syntha6 proteinblöndunni ásamt ca. 250 ml. af fjörmjólk. Fljótlegt, þægilegt og ofsalega bragðgott.

1526756_10152220325184703_1629210301_n

Harðfiskur
….með smjörva! Í brúsanum er Amino Energy.

1545823_10152220325064703_1254897940_n

Flatkaka með léttsmurosti og kjúklingaskinku. Yfirleitt fær hún sér eina og einhvern hollan og góðan drykk með. Þarna má líka sjá tvær döðlur með lífrænu hnetusmjöri.

1601566_10152220322834703_1812653955_n

Túnfisk- og kotasælusalat. Í því eru epli, eggjahvítur og rauðlaukur – allt saman er skorið smátt og því hrært saman við kotasælu og túnfisk. Hún mælir með að setja salatið á hrökkkex. Í glasinu er lífrænn epla- og gulrótarsafi frá Yggdrasil.

Frábært, takk fyrir þetta Jóna Kristín!

Fyrir áhugasama þá heldur Jóna úti skemmtilegu bloggi – http://jonakristin.blogspot.dk
Instagram – Jóna Kristín

karen

Matardagbók: Erla Dögg Ólympíufari

VIÐTÖL

Erla Dögg Haraldsdóttir er 25 ára Njarðvíkingur og er þekktust fyrir afrek sín í sundi. Erla var mikil afrekskona í sundi og keppti með landsliðinu í 10 ár. Hún setti fjölmörg Íslandsmet og er margfaldur Íslandsmeistari ásamt því að hafa keppt á Ólympíuleikunum, Heimsmeistara- og Evrópumeistaramótum og fjölmörgum öðrum alþjóðamótum. Erla hefur hlotið þann heiður að hafa verið valin íþróttamaður Reykjanesbæjar í nokkur skipti.

Árið 2008 hélt Erla Dögg til Bandaríkjanna ásamt kærasta sínum, þar sem þau stunduðu bæði nám, æfðu sund og kepptu fyrir hönd skólans. Hún útskrifaðist í maí 2013 með B.S. gráðu í vélaverkfræði og starfar nú á verkfræðideild ITS (Icelandair Technical Services).

erladogg

Þegar Erla æfði sem mest gat hún nánast borðað hvað sem var því brennslan var svo mikil og að sjálfsögðu vantaði hana mikla orku til að stunda svo kröfumiklar æfingar. Í dag þarf hún að passa eilítið upp á það hvað hún borðar. Hún hefur mikinn áhuga á heilbrigðu líferni sem og hollu mataræði og þ.a.l. varð ég afar forvitin um hvað Erla Dögg borðar á týpískum degi. Erla var svo ljúf að nenna að taka myndir af þeim mat sem hún borðar yfir daginn – það er alltaf skemmtilegra að sjá myndir, eruð þið ekki sammála? Mér satt að segja brá þegar ég sá myndirnar, þetta er svo einstaklega huggulegt hjá henni!

Einn dagur úr matardagbók Erlu Daggar:

1

Morgunmatur: Hafragrautur með allskyns gúmmelaði, s.s. kókosolíu, kanil, hnetusmjöri, kókosflögum, pekanhnetum, banönum, berjum ásamt einu glasi af heilsusafa.

4

Hádegismatur: Salat með avókadó og BBQ kjúkling, smá ólífuolíu og pipar.

3

Síðdegiskaffi: Nýkreistur grænn safi úr sellerí, gúrku, epli, engifer, vínber og lime.

2

Kvöldmatur: Heimatilbúinn hamborgari úr hakki, lauk, chilli, krydd og eggi. Í stað brauðsins notar hún grillaðar sætar kartöflur, og á borgarann setur hún grænmeti og BBQ sósu.

Samhliða þessu drekkur Erla nóg af vatni yfir daginn og með matnum. Í vinnunni byrjar hún daginn oft á grænu tei og ef svengdin bankar upp á grípur hún í ávexti, grænmeti eða hnetur.

Takk fyrir þetta Erla, fróðlegt og skemmtilegt – og virkilega gaman að fá að deila broti úr matardagbók svona heilbrigðrar íþróttamanneskju með lesendum mínum :-)

karen

Einn dagur úr matardagbók Freyju Fitness

VIÐTÖL

Freyju Sigurðardóttur þarf vart að kynna fyrir lesendum.. Freyja er fitnesskeppandi til margra ára sem og einkaþjálfari. Hún hefur unnið mörg stórmót í gegnum árin og var óstöðvandi á tímabili. Freyja Sigurðardóttir er einstök að því leytinu til að hún heldur sér í toppformi allt árið um kring. Það skiptir ekki máli hvenær maður hittir á hana – alltaf er hún í þessu rosalega formi!

freyja1

Freyja er önnum kafin flest alla daga vikunnar. Hún vaknar klukkan 5:00 og við tekur langur vinnudagur frá 6:00-18:00. Hún hefur verið með mjög vinsæl námskeið fyrir konur sem kallast Þitt Form í Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Þeir tímar eru á morgnana, í hádeginu og seinnipartinn. Á milli Þitt Form tímanna tekur hún að sér einka- og hópþjálfun.

Þegar Freyja er mjög upptekin pantar hún gjarnan mat frá Hjá Höllu – en Halla útbýr hollan og góðan mat og sendir matarskammta eftir pöntunum í Sporthúsið. Freyja er alsæl með þá þjónustu sem hún fær frá Höllu.

freyja

Einn dagur úr matardagbókinni:

Morgunmatur kl. 5:00 Hafragrautur með 1 skeið af Whey súkkulaðipróteininu frá Sci-Mx og tvö vatnsglös. Einnig tekur hún inn CLA-töflur, artic-rót og spírulínu.
Millimál kl. 7:00
– Epli eða banani.
Millimál kl. 10:00 Safa eða boost frá Hjá Höllu.
Hádegi kl. 13:00 – Próteindrykkurinn Fröken Fitness frá Líkama og Lífsstíl.
Millimál kl. 15:30 Hrökkbrauð eða brauð með osti, skinku og Trópí. Á þessum tíma borðar hún líka oft hádegismatinn sem hún pantar frá Hjá Höllu.
Kvöldmatur kl. 18:30-19:00 – Kjúklingabringa með tveimur msk. af BBQ sósu, hrísgrjón með sojasósu, nóg af grænmeti með eilítið af fetaosti yfir. Stórt vatnsglas.
Kvöldsnarl: Hún fær sér gjarnan harðfisk með smjöri en einnig þykir henni gott að fá sér ávöxt.

freyja2

Yfir daginn drekkur hún nóg af vatni, eða 2.5l.. og að lokum nefnir hún að mikilvægt sé að ná góðum svefni fyrir næsta dag og því leggst hún í rúmið tiltölulega snemma.

Vonandi höfðuð þið gaman af því að sjá einn dag úr matardagbók Freyju! Sú er öflug að halda sér réttu megin við línuna, alla daga ársins. Það er sannarlega hægt að taka hana sér til fyrirmyndar. 

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

Viðtal: Aldís Arnardóttir

VIÐTÖL

Aldís Arnardóttir er 26 ára Selfyssingur en býr í Reykjavík og er í sambúð með Kára Steini Karlssyni hlaupara. Aldís starfar sem rekstrar- og sölustjóri verslunarsviðs 66° norður. Ég fylgi Aldísi á Instagram þar sem hún deilir oft afar skemmtilegum myndum sem snúa að heilsu og hreyfingu og það er óhætt að segja að hún veitir manni svo sannarlega innblástur til að huga enn betur að hreyfingu sem og heilsunni. Mig langaði að skyggnast eilítið inn í týpíska æfingaviku hjá Aldísi og deila henni með ykkur.

Fyrir þá sem langar til að fylgjast með henni á Instagram þá heitir hún: Aldisarnar eða instagram.com/aldisarnar

“Þar sem ég er mjög oft upptekin við vinnu þarf ég að skipuleggja allan minn tíma mjög vel og þar á meðal hreyfingu. Ég fylgi vanalega ekki neinu sérstöku æfingarplani heldur geri bara það sem hentar hverju sinni og ég er í stuði fyrir. Hreyfing, sama í hvaða formi hún er, skiptir mig miklu máli og hefur svo mikið  að segja um andlega líðan, ég er engin öfgamanneskja og fyrir mér er hreyfing fyrst og fremst til að hafa gaman af. Ég hef helst verið að stunda hlaup og hot yoga en byrjaði núna fyrir stuttu að bæta hjólaæfingum við. Ég tek æfingar annað hvort fyrir vinnu á morgnana eða seinni partinn eftir vinnu. Það er mismunandi hvað ég geri hvaða daga en ég reyni að hreyfa mig fimm sinnum í viku”.

aldis1

Hlaup: a.m.k. þrisvar í viku

Aldís segist hlaupa að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku “Hlaupin eru alveg ótrúlega skemmtileg hreyfing sem gefa manni svo mikið til baka, hérna er ég kannski ekki alveg hlutlaus þar sem kærastinn er búinn að smita mig svona líka af hlaupadellunni. Annars hafa hlaupin marga kosti, t.d að það er hægt að stunda þau hvar og hvenær sem er sem hentar mér mjög vel þar sem ég er óþarflega oft í tímaþröng. Ég hef verið að fara töluvert á hlaupabretti núna í vetur og þá helst út af hálkunni sem liggur yfir öllu en persónulega finnst ekkert voðalega gaman að renna eftir stígunum. Annars er ég líka í hlaupahóp Vals og reyni að mæta með þeim þegar tími gefst. Það er frábær félagsskapur að vera í skokkhóp og sömuleiðis eru æfingarnar hjá þeim fjölbreyttar og krefjandi”.

aldis2

Hot Yoga – a.m.k. tvisvar í viku

Samhliða hlaupunum segist Aldís fara í Hot Yoga allavega tvisvar í viku “Ég fór í fyrsta hot yoga tímann minn í byrjun árs 2013 og hef ekki getað hætt síðan. Áður en ég byrjaði datt mér ekki í hug hvað yoga gæti gert manni gott, bæði andlega og líkamlega. Á sama tíma og þetta er hellings púl er þetta líka góð slökun, maður nær að kúpla sig út og losa sig við stress. Ég er búin að styrkjast mikið síðan ég byrjaði og sömuleiðis orðin mikið liðugri en ég var. Ég fer alltaf til hennar Maríu í World Class en hún er alveg æðisleg og frábær kennari”.

aldis3

Hjólaæfingar – tvisvar í viku

“Ég fékk hjól frá kærastanum í jólagjöf sem ég er alveg ótrúlega ánægð með. Planið er því að bæta hjólaæfingunum við á þessu ári og þar sem ég og kærastinn höfum bæði mikinn áhuga á nýju hjólunum okkar ætlum við að vera dugleg að fara saman í hjólatúra næsta sumar.  Ég er strax farin að æfa mig og búin að koma hjólinu fyrir inni í stofu. Þetta er götuhjól (e. racer) sem hentar því ekki vel yfir vetrartímann á Íslandi en fram á vor verð ég dugleg að æfa mig fyrir framan sjónvarpið, sem er reyndar afar ljúft”.

Takk fyrir að deila með okkur æfingaplaninu þínu Aldís, mér finnst alltaf jafn gaman að forvitnast um heilsuplön annarra og læra af þeim.

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM