fbpx

Matardagbók: Tinna Rún ÍAK einkaþjálfari

VIÐTÖL

Þið eruð kannski farin að kannast aðeins við Tinnu Rún, en hún hefur aðstoðað mig við “æfingar dagsins” sem hafa ratað hingað inn endrum og eins. Fyrir þá sem hafa ekki séð færslurnar má nálgast þær hér – færsla 1færsla 2 og færsla 3.

Mér hefur þótt einstaklega gaman að fylgjast með Tinnu og þeim breytingum sem hafa orðið á líkama hennar eftir að hún fór að stunda lyftingar. Hún er vel tónuð, með góðan vöðvamassa og í mjög heilbrigðu og flottu formi.

303661_10150452444157468_1779795126_nTinna Rún er 24 ára dama sem fædd og uppalin í Reykjanesbæ. Hún starfar í farþegaafgreiðslu Icelandair á Keflavíkurflugvelli en samhliða því stundar hún einkaþjálfaranám í ÍAK, en það er eitt ítarlegasta einkaþjálfaranám sem er í boði á Íslandi. Hún hyggst útskrifast í júní 2014.

Tinna hefur verið íþróttagarpur frá unga aldri og æfði til dæmis fimleika í 7 til 8 ár á sínum yngri árum. Eftir grunnskóla tók við nám í framhaldsskólanum á Laugum en þaðan útskrifaðist hún árið 2010. Hún segir að áhuginn fyrir líkamsrækt hafi kviknað á síðasta árinu sínu á Laugum en það þurfti hún að taka í fjarnámi. Einn áfanganna sem hún tók var íþróttir, en í honum var krafist markvissrar mætingar eða hreyfingar af einhvers konar tagi. Hún sinnti því samviskusamlega og í kjölfarið jókst áhugi hennar á líkamsrækt.

Tinna setur markið hátt og stefnir að því að láta langþráðan draum rætast, en hann er að ferðast um heiminn í lok þessa árs. Fram að þeim tíma mun hún taka að sér einkaþjálfun frá og með júní næstkomandi og starfa áfram hjá IGS. Tinna er þegar orðin fullbókuð í þjálfuninni en fyrir áhugasama má alltaf senda henni vefpóst á tinnaruns@hotmail.com.

Tinna Rún deilir með okkur degi úr matardagbókinni að þessu sinni.

Morgunmatur: Tinna vaknar eldsnemma og borðar morgunmat kl. 4.30 sökum vinnutíma. Hún fær sér iðulega hafragraut með hampfræjum, kanil og undanrennu. Af og til drekkur hún vatn með slender sticks út í: sjá hér. Hún tekur einnig inn Lýsi og d-vítamín.

1598237_10152555710827468_2145987481_n

Millimál: Um ca. 8-9 leytið og um klst. fyrir æfingu fær hún sér poppkex með kotasælu og avókadó og einfaldan smoothie með því.

Í smoothie-inum er grænt epli, spínat, ananas og banani.

1608745_10152555717872468_1650361785_n

Hádegismatur: Ommeletta og meðlæti. Í ommelettuna setur hún tvö egg og allt það mögulega sem til er í ísskápnum, ásamt BBQ sósu. Að þessu sinni var hún með salat en í því var klettasalat, avókadó og grænt epli.

1552942_10152555724187468_1363424934_n

Kvöldmatur: Kjúklingur, brún hrísgrjón og kotasæla. Salatið samanstendur af eplum og avókadó.

1579915_10152555721522468_434045463_n

Lítill tími gefst til að borða í vinnunni – en eins og vitum er flugstöðin yfirleitt pökkuð af farþegum og þar þarf allt að gerast innan ákveðins tímaramma.. annars fer allt í seinkun. Tinna er því oft með hentugt nesti, sem passar í veskið og er hægt að gleypa á núll einni. Döðlurnar fá því oftar en ekki að þjóta með!

Á kvöldin fær Tinna sér ýmist ávöxt, gulrætur, 70% súkkulaðimola eða jógúrt rúsínur.

Svo er líka gaman að segja frá því að ég er að fara í einkaþjálfun hjá henni í um 6-8 vikur.. og ég er hvorki meira né minna en lokaverkefnið hennar sem er ennþá betra.. ég mun ekki þora að gefa undan – ekki vill ég að hún fái falleinkunn! Ætli ég mæti á bakkann í Laugardalslauginni þann 1. júní eins og Magga Massi? Nei grín, stefnan er nú ekki sett á það.. en yfir í annað – ÉG HLAKKA SVO TIL!

Annars þakka ég fyrir þennan þrælskemmtilega og holla dag úr matardagbókinni Tinna Rún – það er óhætt að segja að þú sért sjúk í avókadó :-) … og auðvitað takk fyrir alla aðstoðina.

karenlind

Beyoncé og Jay-Z Grammy Awards 2014

Skrifa Innlegg

18 Skilaboð

 1. Berglind Ásgeirsdóttir

  28. January 2014

  æði :) svo gaman að fá að skoða allar þessar matardagbækur. Líka hvetjandi að sjá að það er alveg hægt að hafa þetta “einfallt” og gott :) takk takk báðar!
  Hlakka til að heyra meira um lokaverkefnið ;)

 2. Anna María

  28. January 2014

  Jii frábært að heyra með lokaverkefnið :) þú massar þetta eins og allt annað með henni Tinnu fyrirmyndar einkaþjálfara!

 3. Hulda M.

  28. January 2014

  Bloggið þitt er svo mikið æði og heilsupistlarnir þínir :)
  Uppáhalds bloggarinn minn!

 4. Ingveldur

  28. January 2014

  Vá en skemmtilegt að heyra með lokaverkefnið! Tinna er svo glæsileg og flott stelpa :) Meira svona!!!

 5. Anna

  28. January 2014

  Hæ Karen! Langaði að spurja þig að einu, er of mikið að taka bæði omega-3 töflur og fljótandi lýsi á morgnanna? :) Tek núna inn lýsi og Spirulina en það er til omega-3 heima,ætti ég að taka þær með eða sleppa því? :)

  • Karen Lind

   28. January 2014

   Sko… ég er enginn sérfræðingur og ég væri mjög til í að þú myndir lesa þig til um þetta sjálf… en ég myndi sjálf alveg taka bæði. Ég fór á ráðstefnu fyrr í vetur um omega 3 og fitusýrurnar eru lífsnauðsynlegar fyrir okkur.. það er eitt sem ég lærði af þessari ráðstefnu & það er að ég mun aldrei sleppa því að taka inn omega 3, og það er allt í lagi að taka mikið af því af og til.. ég myndi kannski taka bæði lýsið og omega-3 í törnum, ekki alveg alla daga. En endilega kynntu þér þetta líka sjálf og myndaðu eigin skoðun :-)

 6. Anika

  28. January 2014

  Þú átt eftir að standa þig eins og hetja :) hlakka til að sjá árangurinn í lokaverkefninu hennar :)

 7. Bogga Þóris

  28. January 2014

  Ohh elsku Tinna hún er svo mikið best! Og ég elska að lesa bloggið þitt og heilsubloggin þín eru æði og er ég farin að prufa vörur sem þú talar um í bloggunum þínum! Áfram þú :)

 8. Helga

  28. January 2014

  Æði takk fyrir þetta. Gaman með lokaverkefnið, viltu plís birta fyrir og eftir myndir ;) smá áskorun fyrir framan alþjóð jájá ;)

  • Karen Lind

   28. January 2014

   Nei halló sko.. hahaha.. það get ég ekki, ekki nema það væri í fötum. Ég er lítið fyrir að bera mig fyrir framan alþjóð :-) En ég er alveg á því að vera dugleg að taka myndir – jafnvel myndbönd, og deila með ykkur :-) Held það gæti bara verið gaman.

 9. Tinnarun

  28. January 2014

  Takk fyrir mig, bara gaman að vera með :) Karen við mössum(enga möggu samt) lokaverkefnið – verður bara gaman! ;-)

  • Guðrún Ósk

   29. January 2014

   Sæl Tinna, má ég spurja hvar þú færð þetta spínat í þessum pokum?? er þetta ekki sem þú geymir í frysti bara?
   Ps. Ert AÐEINS of flott!!

   -.GÓ

 10. Heiða Birna

  28. January 2014

  Ertu að grilla með kroppinn… Má ég fljóta með? Sjæææll

 11. asta mjöll

  29. January 2014

  svakalegur kroppur!

 12. Tinnarun

  29. January 2014

  Hæ Guðrún, ég fæ það í Nettó en það er svo oft búið þá kaupi ég frosna í pokunum :)

 13. Tinnarun

  29. January 2014

  OG takk kærlega fyrir hrósin allar sem ein! Finnst hrikalega skemmtilegt að lesa þau og mikil hvatning :)))

 14. Helga

  29. January 2014

  Nei halló sko.. haha já þú ert fyndin. Verður samt sem áður gaman að fylgjast með :)