fbpx

Jóna Kristín: Hugmyndir að millimáli

VIÐTÖL

Jóna Kristín er 21 árs Keflvíkingur og býr í 101 Reykjavík með kærasta sínum, Jóhannesi Stefánssyni. Hún stundar nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Á sínum yngri árum æfði hún bæði jazz ballett og fimleika, en við tóku æfingar í líkamsrækt sem hún stundar af kappi.

969993_10151933334384703_328804812_n

Jóna Kristín æfir í World Class og mætir á æfingu fimm til sex daga vikunnar. Hún fylgir strangri æfingaáætlun frá einkaþjálfara sínum og byrjar æfingu iðulega á því að hita upp í 10 mínútur. Því næst tekur hún lyftingaræfingar skv. Æfingaplaninu og endar síðan á 20 mínútna brennslu eftir hverja æfingu. Þá teygir hún og rúllar sig með foam rúllu. Þrisvar í viku þjálfar hún kviðvöðvana, en það gerir hún á þeim dögum sem hún lyftir lóðum.

Jóna Kristín er algjör sælkeri og hefur unun af því að baka! Þrátt fyrir að vera sjúk í sætindin tekst henni að halda sig við hollustuna með því að leyfa sér að narta í sykurinn aðeins á laugardögum. Oftar en ekki dregur hún fram KitchenAid hrærivélina á laugardögum og launar sér þannig fyrir góða viku.

Jóna borðar reglulega yfir daginn eða um 5-6 sinnum og drekkur nóg af vatni samhliða því. Best þykir henni að byrja dagana á hollum morgunmat, spírulínu, d-vítamíni og lýsi.

Stúlkan er í þrusuformi og hugsar vel um sig.. oft setur hún inn djúsí myndir á instagram af ýmsu sem hún töfrar fram í eldhúsinu. Það er svo ótrúlega gaman að fá hugmyndir frá öðrum og því fékk ég hana til að deila með okkur hugmyndum að góðum og hollum millimálum.

Hugmyndir af millimálum:

1508044_10152220323084703_2040721813_n

Í þessum er spínat, engifer, frosnir tropical ávextir, sykurlaus ávaxtasafi og smá vatn á móti. Stundum setur hún jafnvel hálft avókadó, kíwí og lime. Algjörlega uppáhalds!

1526133_10152220323009703_1372147116_n

Syntha6 próteindrykkur. Í honum er ein skeið 
af Syntha6 proteinblöndunni ásamt ca. 250 ml. af fjörmjólk. Fljótlegt, þægilegt og ofsalega bragðgott.

1526756_10152220325184703_1629210301_n

Harðfiskur
….með smjörva! Í brúsanum er Amino Energy.

1545823_10152220325064703_1254897940_n

Flatkaka með léttsmurosti og kjúklingaskinku. Yfirleitt fær hún sér eina og einhvern hollan og góðan drykk með. Þarna má líka sjá tvær döðlur með lífrænu hnetusmjöri.

1601566_10152220322834703_1812653955_n

Túnfisk- og kotasælusalat. Í því eru epli, eggjahvítur og rauðlaukur – allt saman er skorið smátt og því hrært saman við kotasælu og túnfisk. Hún mælir með að setja salatið á hrökkkex. Í glasinu er lífrænn epla- og gulrótarsafi frá Yggdrasil.

Frábært, takk fyrir þetta Jóna Kristín!

Fyrir áhugasama þá heldur Jóna úti skemmtilegu bloggi – http://jonakristin.blogspot.dk
Instagram – Jóna Kristín

karen

Vítamínskammturinn minn

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Díana Karen

  21. January 2014

  Langflottust Jóna mín!

 2. Hanna

  22. January 2014

  Sjúklega flott stelpa!

 3. Sara Björg

  23. January 2014

  Hún er snillingur! Les alltaf bloggið hennar :)