fbpx

Matardagbók: Erla Dögg Ólympíufari

VIÐTÖL

Erla Dögg Haraldsdóttir er 25 ára Njarðvíkingur og er þekktust fyrir afrek sín í sundi. Erla var mikil afrekskona í sundi og keppti með landsliðinu í 10 ár. Hún setti fjölmörg Íslandsmet og er margfaldur Íslandsmeistari ásamt því að hafa keppt á Ólympíuleikunum, Heimsmeistara- og Evrópumeistaramótum og fjölmörgum öðrum alþjóðamótum. Erla hefur hlotið þann heiður að hafa verið valin íþróttamaður Reykjanesbæjar í nokkur skipti.

Árið 2008 hélt Erla Dögg til Bandaríkjanna ásamt kærasta sínum, þar sem þau stunduðu bæði nám, æfðu sund og kepptu fyrir hönd skólans. Hún útskrifaðist í maí 2013 með B.S. gráðu í vélaverkfræði og starfar nú á verkfræðideild ITS (Icelandair Technical Services).

erladogg

Þegar Erla æfði sem mest gat hún nánast borðað hvað sem var því brennslan var svo mikil og að sjálfsögðu vantaði hana mikla orku til að stunda svo kröfumiklar æfingar. Í dag þarf hún að passa eilítið upp á það hvað hún borðar. Hún hefur mikinn áhuga á heilbrigðu líferni sem og hollu mataræði og þ.a.l. varð ég afar forvitin um hvað Erla Dögg borðar á týpískum degi. Erla var svo ljúf að nenna að taka myndir af þeim mat sem hún borðar yfir daginn – það er alltaf skemmtilegra að sjá myndir, eruð þið ekki sammála? Mér satt að segja brá þegar ég sá myndirnar, þetta er svo einstaklega huggulegt hjá henni!

Einn dagur úr matardagbók Erlu Daggar:

1

Morgunmatur: Hafragrautur með allskyns gúmmelaði, s.s. kókosolíu, kanil, hnetusmjöri, kókosflögum, pekanhnetum, banönum, berjum ásamt einu glasi af heilsusafa.

4

Hádegismatur: Salat með avókadó og BBQ kjúkling, smá ólífuolíu og pipar.

3

Síðdegiskaffi: Nýkreistur grænn safi úr sellerí, gúrku, epli, engifer, vínber og lime.

2

Kvöldmatur: Heimatilbúinn hamborgari úr hakki, lauk, chilli, krydd og eggi. Í stað brauðsins notar hún grillaðar sætar kartöflur, og á borgarann setur hún grænmeti og BBQ sósu.

Samhliða þessu drekkur Erla nóg af vatni yfir daginn og með matnum. Í vinnunni byrjar hún daginn oft á grænu tei og ef svengdin bankar upp á grípur hún í ávexti, grænmeti eða hnetur.

Takk fyrir þetta Erla, fróðlegt og skemmtilegt – og virkilega gaman að fá að deila broti úr matardagbók svona heilbrigðrar íþróttamanneskju með lesendum mínum :-)

karen

Kviðæfing með bolta

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  14. January 2014

  Æðislegt…. og vá þetta er girnilegasti hafragrautur sem ég hef séð!:) Þarf að prófa!
  -Svana

 2. Kolbrún Hrafnkels

  14. January 2014

  yummi vá hvað þetta er girnilegt allt saman!

 3. Hafdís

  14. January 2014

  Vá ekkert smá girnilegt! Flott fyrirmynd hún Erla ;)

 4. Sigríður þorvaldsdóttir

  14. January 2014

  Æðislega fallega framborið og auðvitað hollt og gott

 5. Erla Dögg

  15. January 2014

  Takk kærelga fyrir :)

 6. Árný

  16. January 2014

  Hvað er heilda hitaeingingafjöldin yfir daginn? Finnst þetta virka sem svo lítið!

  • Karen Lind

   16. January 2014

   Erla þyrfti að svara því :-) Ég er ekki viss hvað þetta er mikið..