Auður Erla er 14 ára dama (og náskyld frænka mín) og hefur alltaf haft gríðarlega gaman af því að klæða sig upp á frumlegan hátt bæði á Öskudegi og Halloween frá því hún man eftir sér. Það er alltaf spennandi að sjá hverju hún klæðist á ári hverju, og í ár verð ég að segja að hún hafi toppað alla búningana! Mig langar til að deila þessum skemmtilegu búningum með ykkur en búningana hefur hún yfirleitt keypt í Bandaríkjunum.
Þegar Auður var yngri var hún yfirleitt í dýrabúningum en undanfarin ár hafa varúlfar og vampírur verið í uppáhaldi. Hennar uppáhalds búningur var aðalpersónan úr hryllingsmyndinni Texas Chainsaw Massacre og aðspurð segist hún versla flesta búningana í Spirit Halloween en það er vinsæl búð í Bandaríkjunum sem selur ótalmarga búninga fyrir konur, karla og börn á öllum aldri. Auður Erla sækir innblástur meðal annars í umhverfið og segist hún fylgja innsæinu þegar kemur að búningavali. Um leið og hugmyndin að búningnum verður til fer hún á fullt í það að ákveða hvernig hún muni fara að því að framfylgja hugmyndinni.
Í ár var Auður Erla “zombie” brúður. Ótrúlega vel heppnað og flott!
Texas Chainsaw Massacre
Takk elsku Auður mín fyrir að leyfa mér að deila þessum skemmtilegu hugmyndum :-)
xoxo
Skrifa Innlegg