fbpx

Skemmtilegir Öskudagsbúningar: Auður Erla

VIÐTÖL

Auður Erla er 14 ára dama (og náskyld frænka mín) og hefur alltaf haft gríðarlega gaman af því að klæða sig upp á frumlegan hátt bæði á Öskudegi og Halloween frá því hún man eftir sér. Það er alltaf spennandi að sjá hverju hún klæðist á ári hverju, og í ár verð ég að segja að hún hafi toppað alla búningana! Mig langar til að deila þessum skemmtilegu búningum með ykkur en búningana hefur hún yfirleitt keypt í Bandaríkjunum.

Þegar Auður var yngri var hún yfirleitt í dýrabúningum en undanfarin ár hafa varúlfar og vampírur verið í uppáhaldi. Hennar uppáhalds búningur var aðalpersónan úr hryllingsmyndinni Texas Chainsaw Massacre og aðspurð segist hún versla flesta búningana í Spirit Halloween en það er vinsæl búð í Bandaríkjunum sem selur ótalmarga búninga fyrir konur, karla og börn á öllum aldri. Auður Erla sækir innblástur meðal annars í umhverfið og segist hún fylgja innsæinu þegar kemur að búningavali. Um leið og hugmyndin að búningnum verður til fer hún á fullt í það að ákveða hvernig hún muni fara að því að framfylgja hugmyndinni.

audur

Í ár var Auður Erla “zombie” brúður. Ótrúlega vel heppnað og flott!

aeg

Texas Chainsaw Massacre

eud

auuddur

ausa auðurerlaauddur aegg

Takk elsku Auður mín fyrir að leyfa mér að deila þessum skemmtilegu hugmyndum :-)

xoxo

karenlindfrænka

adidas by Stella McCartney

Skrifa Innlegg