fbpx

Einn dagur úr matardagbók Freyju Fitness

VIÐTÖL

Freyju Sigurðardóttur þarf vart að kynna fyrir lesendum.. Freyja er fitnesskeppandi til margra ára sem og einkaþjálfari. Hún hefur unnið mörg stórmót í gegnum árin og var óstöðvandi á tímabili. Freyja Sigurðardóttir er einstök að því leytinu til að hún heldur sér í toppformi allt árið um kring. Það skiptir ekki máli hvenær maður hittir á hana – alltaf er hún í þessu rosalega formi!

freyja1

Freyja er önnum kafin flest alla daga vikunnar. Hún vaknar klukkan 5:00 og við tekur langur vinnudagur frá 6:00-18:00. Hún hefur verið með mjög vinsæl námskeið fyrir konur sem kallast Þitt Form í Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Þeir tímar eru á morgnana, í hádeginu og seinnipartinn. Á milli Þitt Form tímanna tekur hún að sér einka- og hópþjálfun.

Þegar Freyja er mjög upptekin pantar hún gjarnan mat frá Hjá Höllu – en Halla útbýr hollan og góðan mat og sendir matarskammta eftir pöntunum í Sporthúsið. Freyja er alsæl með þá þjónustu sem hún fær frá Höllu.

freyja

Einn dagur úr matardagbókinni:

Morgunmatur kl. 5:00 Hafragrautur með 1 skeið af Whey súkkulaðipróteininu frá Sci-Mx og tvö vatnsglös. Einnig tekur hún inn CLA-töflur, artic-rót og spírulínu.
Millimál kl. 7:00
– Epli eða banani.
Millimál kl. 10:00 Safa eða boost frá Hjá Höllu.
Hádegi kl. 13:00 – Próteindrykkurinn Fröken Fitness frá Líkama og Lífsstíl.
Millimál kl. 15:30 Hrökkbrauð eða brauð með osti, skinku og Trópí. Á þessum tíma borðar hún líka oft hádegismatinn sem hún pantar frá Hjá Höllu.
Kvöldmatur kl. 18:30-19:00 – Kjúklingabringa með tveimur msk. af BBQ sósu, hrísgrjón með sojasósu, nóg af grænmeti með eilítið af fetaosti yfir. Stórt vatnsglas.
Kvöldsnarl: Hún fær sér gjarnan harðfisk með smjöri en einnig þykir henni gott að fá sér ávöxt.

freyja2

Yfir daginn drekkur hún nóg af vatni, eða 2.5l.. og að lokum nefnir hún að mikilvægt sé að ná góðum svefni fyrir næsta dag og því leggst hún í rúmið tiltölulega snemma.

Vonandi höfðuð þið gaman af því að sjá einn dag úr matardagbók Freyju! Sú er öflug að halda sér réttu megin við línuna, alla daga ársins. Það er sannarlega hægt að taka hana sér til fyrirmyndar. 

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

Lífrænn verslunarleiðangur

Skrifa Innlegg