Fallegir hlutir III

HÖNNUNWANTED

Ég get nú endalaust bætt á þennan lista. Sú setning er í sjálfu sér mjög mótsagnakennd því mig langar alls ekki að hafa overcrowded heimili. En það er nú önnur saga… það er bara til svo mikið af fallegum hlutum að ég verð bara að leyfa mér að dreyma um þá.

big-02-beb_italia-backstage-backstage_02

Arco gólflampinn. Nei ég meinaða, það má nú alveg réttlæta þessi kaup. Hann passar nánast í hvaða stofurými.. eða já, bara hvaða opna rými sem er. Svo mikill statement lampi en engan veginn frekur á athygli. Annars sé ég spegilinn sem við keyptum sl. vor þarna vinstra megin.. hann er svo flottur, allavega þar til dóttir mín byrjar að skríða/labba.

Annars fæst upprunalegi Arco lampinn í Lumex en mig langar í þá týpu. Annars er LED Arco gólflampinn til í Casa.

16403299_1365434473518656_853071521118938769_o 16300244_1365434550185315_1764748033427509441_o 16299918_1365434470185323_9163872542895793059_o 16251614_1365434466851990_1871580029976850832_o

Málverk eftir Hrafnkel. Myndirnar hans eru ennþá flottari “live”.. vinkona mín keypti mynd af honum þegar hann hélt sýningu í Hafnarfirði fyrir einhverjum vikum síðan.. eina sem ég hef að segja um þá mynd er að hún er bókstaflega “tryllt” þegar hún er komin upp á vegg. Flottur listamaður sem vert er að fylgjast með.

PH 3/2 borðlampinn eftir Louis Poulsen. Ég er ekki viss um að það sé til fallegri borðlampi.. allavega er þessi í fyrsta sæti hjá mér. Mér þykir þessi stærð sú fullkomna, en hún hentar vel á skenk. Sá minnsti er flottur á náttborð (en ég myndi nú henda honum í gólfið í svefni).. og sá stærsti er of stór að mínu mati. Lampinn er ekki stór en kostar samt nóg af pening… rúmar 100 þúsund krónur… jebb… you heard me. Rándýr en hann verður aldrei old news. Það má sjá hann bregða fyrir á myndum allt að 90-100 ár aftur í tímann.

Þessi Montana hillueining er á tilboði í Epal, en tilefnið er 35 ára afmæli fyrirtækisins. Hillueiningin kostar aðeins 44.900 kr. á tilboði. Eiginlega of gott til að sleppa því! Ég sé alveg fyrir mér hve fallegt það er að skeyta tveimur til þremur svona einingum saman og raða flottum statement hlutum í hillurnar. Tilboðið gildir aðeins fyrir tvenns konar hvíta liti.. það er nú allt í lagi, mér finnst þetta allt fallegt :)

0bb65c5f3b8e0cf9ed954599594cf56a 16298464_1231037963643605_192312208834615075_n

… og að lokum þetta tvennt: La Bruket handsápurnar sem fást í Snúrinni.. ég hef hálf partinn verið með þær á heilanum síðan ég sá Svönu blogga um þær fyrir einhverju síðan. Mér finnst mjög gaman að pæla í öllum detailum.. og handsápan inni á baði er til dæmis dæmi um slíkt. Það er ekkert rökréttara en að handsápan sé líka falleg (okay, kannski ekki allir sammála mér þar.. haha:) Ég fór í Snúruna um daginn í fyrsta sinn og rak þar augun í ótrúlega mikið úrval af handsápum og fylgihlutum frá ýmsum merkjum, hvert öðru stílhreinna. La Bruket er hins vegar í örlitlu meira uppáhaldi svo ég valdi þær.

:svo er þessi tvenna frá VIGT líka æði inn á bað (og auðvitað önnur rými líka).. en ég er með bæði ilmstangirnar og kertið inni á baði. Ég fer alveg að sýna mynd frá baðherberginu.. það vantar enn speglaskáp og svo á eftir að setja upp tvö ljós. Ég málaði loftið svart um daginn (í stíl við vegginn) og það er frekar dimmt.. en kemur ótrúlega vel út!

karenlind1

Innflutningsgjöf

HEIMILIÐ MITTHÖNNUN

Vinkonur mínar hlusta greinilega á mig.. en ég hafði orð á því við eina þeirra að ég ætlaði að kaupa mér bakka inn á bað frá VIGT. Vaskurinn verður til að mynda vinstra megin uppi á innréttingunni til að það sé pláss fyrir eitthvað fallegt stáss hægra megin. Ég sá alltaf bakkann frá VIGT fyrir mér, skreyttan með fallegu kerti, til dæmis frá VOLUSPA og einhverju fleira.

Ég fékk hringlóttan bakka frá þeim í stærð 2 og þar að auki bættu þær við myndarammaboxi í stærð 22×27. Myndarammaboxið var líka á óskalistanum og ég er alsæl að eiga hvort tveggja. Ég þarf að bæta við annarri færslu þegar ég hef útfært bæði en ég sé fyrir mig að gott safn af polaroid myndum í myndarammaboxinu. Hugmyndin er svo sú að gestir geti opnað boxið og flett í gegnum myndirnar.. sjarmerandi og persónuleg hugmynd hjá þeim hjá VIGT.

screen-shot-2016-11-09-at-4-03-54-pm screen-shot-2016-11-09-at-4-04-01-pm-1 screen-shot-2016-11-09-at-4-04-08-pm screen-shot-2016-11-09-at-4-04-16-pm screen-shot-2016-11-09-at-4-04-24-pm

Hringlóttur bakki fæst hér
Myndarammibox fæst hér
Heimasíða VIGT
karenlind1

Vinadagar Scintilla 12. – 13. september

HÖNNUN

Ég læt mig ekki vanta á vinadaga Scintilla sem hefjast í dag, 12. september og teygja sig út morgundaginn 13. september. Ég ætla að kaupa handklæði fyrir baðherbergið til að hengja upp á snaga. Við flísalögðum þrjá veggi af fjórum inni á baðherbergi, og sá eini sem var ekki flísalagður verður málaður á næstu dögum í svona aðeins öðruvísi lit. Handklæðin munu setja punktinn yfir i-ið.

Handklæðin eru þekkt fyrir gæði og góða endingu þar sem áhersla er lögð á lífræna framleiðslu og íslenska hönnun. Þau koma í sex mismunandi litum, mig langar reyndar í flest alla litina en ég held ég kaupi handklæðin í bleiku eða gulu í dag.

14202582_1538447606184119_8693887907426007828_n

13417524_1441783709183843_192530890859267915_n

12115441_1252314378130778_7167771697166801321_n 1599862_791826637512890_1873443365_o

Ekki láta vinadagana framhjá ykkur fara. Mér finnst þetta tilvalið tækifæri til að kaupa jólagjafir, brúðkaups- og innflutningsgjöf.. eða hvaða tilefnisgjöf sem er. Það verður engin/-nn svikinn af þessum svörum, ég lofa því!

Scintilla.is
Facebook Scintilla

karenlind1

Hillurnar í Søstrene Grene

HEIMILIÐ MITTHÖNNUN

Þeir sem hafa fylgst með mér á snapchat (@karenlind) tóku eftir því að ég fór í hilluleiðangur í Søstrene Grene. Einhvern tímann er allt fyrst.. ég stóð í röð og beið eftir hillunum eins og mjög margir. Ég játa að ég hafði ekki hugmynd um að það yrði röð, svo ég var ekkert að koma eitthvað sérstaklega tímanlega og var því eiginlega aftast í röðinni. Ég komin 36 vikur á leið stóð þarna.. og beið á meðan það var hleypt inn í hollum eða tíu manns í einu. Já, Søstrene Grene tók sem betur fer upp á aðgangsstýringu rétt eins og Bláa Lónið.

Ég var ákveðin í því að kaupa String hillur inn í eldhús til okkar.. en svo komu þessar og ég hugsaði með mér að ég væri alveg jafn til í þær og hinar. Það er margt annað sem við þurfum að gera og því frábært að geta keypt svona “staðgengla” á ótrúlega fínu verði. Hillurnar hafa verið settar saman & þær eru mjög flottar. Verðið á þeim endurspeglar ekki gæðin, mér finnst þær einmitt alveg vera meira virði.

Þegar ég hafði tekið hillurnar sem mig langaði í voru tveir kassar eftir.. já, ég var næst síðasta til að ná hillum. Ekta ég. Annars tók ég vitlausar hillur í öllum hamaganginum og þarf að fara AFTUR og hanga í þessari hel***** röð. Hver er að djóka í mér með það?

14302582_10210305293810959_890074517_n14302806_10210305293770958_2092237174_n14256795_10210305293850960_1440879441_n14269845_10210305294010964_26956186_n14256800_10210305294130967_968726650_n14331142_10210305293730957_1191238986_n14302604_10210305293970963_1815608738_n
Ég bíð þá bara eftir næstu sendingu og stend í röð… það er að segja ef ég verð ekki búin að eiga. Oh, meiri vitleysan. Ég er ekkert að nenna að standa í þessu – enda átti ég aldrei von á þessari röð til að byrja með. En annars mæli ég með þessum hillum, og það kemur önnur sending einhvern tímann í september.. ég fylgist með á FB síðunni þeirra en þar kemur tilkynningin.

karenlind

Fimm flottir hlutir sem fegra heimilið

HEIMILIÐ MITTHÖNNUNÍSLENSK HÖNNUN

Ég er ekki mikið fyrir smáhluti inn á heimilið mitt. Stórir og plássfrekir hlutir, sem þurfa lítið annað en sjálfan sig eru í uppáhaldi hjá mér. Það er ekki þar með sagt að ég ætli ekki að hafa neina smáhluti á nýja heimilinu, en þeir verða allavega í minna mæli en áður. Ég er dugleg við að skipta hlutum út og setja þá í pásu. Það auðveldar líka bara svo margt, eins og þrif og frágang.

Skúlptúr af kvenlíkamanum eftir Guðrúnu Halldórsdóttur myndlistarkonu. Mikið er þetta afskaplega fallegt. Ég geri mér engan veginn grein fyrir verðlagningu en þetta hlýtur að kosta sitt.

Facebook Guðrúnar Halldórsdóttur

Screen Shot 2016-08-31 at 12.07.20 PM

Málverk eftir Hörpu Einarsdóttur (ZISKA ART). Þvílíkur listamaður sem sú kona er. Ég fíla stílinn hennar sérstaklega… drungalegur og þungur, og veitir manni mikið svigrúm til að túlka að vild. Mér finnst mjög gaman að list sem hægt er að túlka á mismunandi vegu. Ég væri til í eitt stórt olíumálverk eftir hana.

Facebook ZISKA ART

Shell chair eftir Hans Wegner. Ég væri til í einn til að loka stofunni. Í fyrsta sinn verðum við með stofu og mér finnst það dásamlegt. Ég sá alltaf fyrir mér að vera ekki með sófasett í sama stíl, kannski sófa og tvo öðruvísi stóla á móti. En sófasettið var bara svo fallegt og þægilegt að við ákváðum að kaupa það, en það fer vel að hafa einn öðruvísi stól á móti herlegheitunum. Þessi rándýra mubla yrði keypt ef ég ynni í lottó um helgina.

Postulín vasarnir eftir Jonathan Adler eru meistaraverk. Maður hefur nú rekist á vasana eftir hann á instagram en ég hafði aldrei litið þá berum augum fyrr en í vor. Ég var á rölti um götur Washington og sá þá verslunina. Ég fór að sjálfsögðu inn og sá þá að vasarnir eru enn fallegri en þeir virðast á mynd. Ég var ekki að fara kaupa einhvern rándýran vasa, langt í frá.. en ég gat ekki sleppt því þegar hann var þarna fyrir framan mig. Ég keypti Dora Maar vasann, minni týpuna. Mig langaði alltaf í stærri vasann en hann var ekki alveg tilvalinn þessa stundina, bæði vegna þess að ég var ólétt og meikaði ekki að halda á þessari hlussu.. og svo fannst mér tilhugsunin ómöguleg að bera þetta í handfarangri. Ég eignast kannski hinn þegar ég gifti mig. Annars væri ég mest til í Luciana Vase (rass og bak á kvenmannslíkama) ef hann væri til stærri.

… og af því ég er byrjuð þá finnst mér mjög smart að vera með tvo litla kertastjaka frá honum í Dora Maar stílnum (fást hér). Ég myndi nota þá undir salt og pipar og geyma þá við hliðina á helluborðinu.

HOPE by Luceplan ljósin hef ég skrifað oft um áður. Upphaflega langaði mig alltaf í hangandi stofuljósið en ég fékk ráð um að það ljós þarf mikla lofthæð, stóra glugga og stórt rými. Því keypti ég veggljósið og tók minni týpuna því stærri týpan er að mínu mati alltof stór og útstandandi. Ég fékk ótal fyrirspurnir á snapchat (@karenlind) um daginn um ljósið – það grípur mann einhvern veginn um leið.. enda birtan frá því eitthvað ólýsanleg (tilvalið lýsingarorð). Það var hins vegar mjög bjart svo við keyptum dimmer.

Ég keypti ljósið af ambientedirect.com :)

karenlind

The Drop Chair

HEIMILIÐ MITTHÖNNUN

Ég veit ekki hvort það sé hentugt að eiga afar lítið af mubblum fyrir komandi heimili. Mig langar í svo margt og allt þarf endilega að vera rándýrt. Ég hef auðvitað ekki efni á því að kaupa allt sem mig langar í – ég gæti kannski keypt einn eða tvo stóla við borðstofuborðið (sem ég á btw ekki til), þá á ég við einn eða tvo í þeim verðflokki sem ég er með í huga. Ég er á leið til Ítalíu í sumar og ákvað að nýta mér ferðina og kaupa veggljós sem mig hefur lengi langað í þar sem það er helmingi ódýrara úti að meðtöldum sendingarkostnaði.. reyndar langaði mig alltaf í borðstofuljósið en það er svo yfirþyrmandi að ég fékk ráðleggingar um að kaupa frekar veggljósið. Ég þyrfti talsvert stærra heimili til að bera borðstofuljósið. Nú er ég alveg sjúk og langar að bæta við einum stól af síðunni sem heitir The Drop Chair eftir Arne Jacobsen. Þvílík fegurð.

Ég á innleggsnótu í EPAL.. kannski ég ætti að droppa við og kíkja á litaúrvalið hjá þeim. Annars er búið að mála flest alla veggi heima og liturinn kemur rosalega vel út. Betur en ég þorði að vona. Vinkona mín prófaði þennan lit heima hjá sér  – en hann var alls ekki flottur þar. Virtist mjög dökkur og sveppalegur en hjá mér er hann akkurat öfugt, frekar iðnaðarlegur, ljós og hrár en örlítið hlýr. Hjá henni er lægra til lofts og gluggarnir talsvert minni. Það er greinilega ekki hægt að mæla með málningu, því það fer algjörlega eftir rýminu sjálfu.

karenlind

Nýtt hjá VIGT

HÖNNUNHÚSGÖGN

Ein af mínum uppáhalds verslunum var rétt í þessu að deila skemmtilegum fréttum. Þær hjá VIGT eru að fara hefja sölu á borðstofuborðum og verða þau fáanleg í þremur stærðum.

Smá sneak peek mynd – hlakka til að sjá meira!

– Karen Lind –

Húsgögn og húsmunir

HEIMILISVÖRURHÖNNUNHÚSGÖGN

Ef þið sjáið Slúbbert með þyrluspaðann á höfðinu þeytast milli verslana þá er það mjög líklega bara ég. Ég hef verið að skoða allt milli himins og jarðar, allt frá gólfefnum yfir í húsgögn og húsmuni. Í um átta ár hef ég ekki keypt húsgagn því ég vildi bíða þar til ég myndi koma mér almennilega fyrir. Þar af leiðandi hef ég verið með tímabundin húsgögn (sum þeirra fengum við gefins, önnur voru hræódýr) í mörg ár. Þar sem við eigum.. tjah, já varla neitt af húsgögnum fór ég rúnt um daginn milli verslana. Ég rakst á ýmislegt sem ég væri ofsalega til í að geta keypt (án þess að finna fyrir því, þetta kostar víst allt sinn skilding).

1 4b9c610eff36ad4f47ceba7f332c0ec5

Caboche veggljós. Birtan frá þessu fallega ljósi er hlý og rómantísk. Að sjá ljósið í versluninni gerir því ekki mikla greiða en þegar það er komið á vegg, stillt upp með stól eða einhverjum statement hlut er það gorgeous! Mér finnst það sérstaklega fallegt þegar veggirnir eru í öðrum lit en hvítum. Fæst í Lumex.

Borðstofuborð frá Happie Furniture. Mér finnst húsgögnin frá þeim algjört æði. Industrial og hrár stíll heillar mig svakalega.. ég er ekki viss hvoru megin ég er, þá á ég við svarta borðplötu eða viðar. Hvort tveggja er æði.

Screen Shot 2016-04-16 at 11.17.43 AM

Nú hef ég aðeins séð þessar tvær myndir eftir Sögu Sig, en þetta eru ný verk eftir hana. Þær komu inn á instagram í gærkvöldi og mér finnst þær alveg yfirburðar. Hlakka til að sjá meira. Sjá instagram Sögu Sig.

Stórir vasar frá Norr11.  Norr11 er btw ofsalega flott verslun og margt þar inni sem höfðar til mín. Mæli með heimsókn á Hverfisgötuna.

12794356_553220304837646_1275254176191308435_n 12963759_10154078213781354_7631437000797338180_n
Veggspjald frá Reykjavik Posters í ljósari litnum. Ég er fædd og uppalin í Keflavík (og Bandaríkjunum að hluta) og væri því til í eitt slíkt. Ég er að taka í FB leik og krossa fingur um að ég vinni.

Sófaborð frá Camerich. Við vinkonurnar fórum rúnt í Heimahúsinu og almáttugur, það er svo margt sem ég væri til í úr þeirri verslun. Ég er þegar búin að taka eitt frá, og er svona að vonast til að það sé enn til. En sófaborð + húsgagnið sem ég rakst á um daginn má vel verða mitt. Eyecandy allan daginn og ótrúlega vönduð húsgögn.

Þá er listinn tómur að sinni… eigið góðan laugardag. Ég hef eytt síðastliðnum dögum ofan í moldarbeði með trjágreinar fastar í skónum og sokkunum. Ætli dagurinn fari ekki í sama verkefni. Ef ég mætti vera önnur en ég er þessa dagana, þá væri það klárlega Edward Scissorhands. Sjáumst!

karenlind

A2 hátalari

HEIMILIÐ MITTHEIMILISVÖRURHÖNNUN

Vorið er í lofti og vá hvað ég finn hvað veðurfar hefur áhrif á mig. Ég meinaða, ég verð bara eins og grilluð kótiletta yfir þessa vetrarmánuði. Og svona til að toppa þessa dimmustu mánuði þá hef ég legið eins og skreið í nokkrar vikur, þvílíka pestin sem hefur heltekið landann. Nú er ég öll iðandi spennt fyrir vorinu og hækkandi sólu.

Annars erum við í framkvæmdum.. við ákváðum að taka allt í gegn og ég er svona að vega og meta hvort ég eigi að leyfa því að verða að lið hérna á blogginu næstu þrjá mánuðina, eða svona á meðan þessu stendur yfir. Ég er eitthvað skeptísk um hvort það sé sniðugt að láta slíkt á netið, en mögulega gæti þetta bara orðið frekar skemmtilegt og gaman að fylgjast með.

Annars langaði mig að sýna ykkur þennan hátalara frá Bang og Olufsen. Ég fékk hann í desember frá Bang & Olufsen í Lágmúlanum. Þvílík búð.. sérstaklega fyrir kærasta minn, hann er mikið í tónlist og segist vera ástfanginn af A2 hátalaranum. Hljóðið berst allan hringinn, eða 360 gráður. Hann er þráðlaus og sömuleiðis léttur, og við berum hann út um allt með okkur. Hátalarinn kemur með í næstu utanlandsferð og útilegu.

Útlitið er líka svo flott og leðurólin setur punktinn yfir i-ið. Mér fannst þessi litasamsetning (grár og brún leðuról) fallegust, en ég var líka að gæla við þann sem er svartur, þá bæði ólin og hátalarinn. Lífstíðareign!

IMG_9506IMG_9504IMG_9510IMG_9501

IMG_9508

karenlind

Jam Jar Lights

HÖNNUN

Þá er ég nýkomin heim frá Reading eftir fimm daga heimsókn. Það var algjört æði og ekki verra að sólin hafi látið sjá sig alla dagana og hitaði andrúmsloftið upp í allt að 23°. Ég fann hve sársvelt ég er orðin af sólarleysi og kulda því vellíðunartilfinning fór um mig alla þegar ég rétt fór utandyra. Æ, mér leiðist rosalega kvart og kvein undan veðri því við höfum það ansi gott á Íslandi – en nú er að koma maí og það má alveg fara að birta til.

Við fórum til London til að horfa á Samúel keppa á Emirates fótboltavellinum. Ég er nú ekki þekkt fyrir að vera fótboltasjéní og brá því ansi mikið að koma inn á þennan leikvöll. Hjartað tók aukakipp við innganginn. Rosalega höll sem þetta er og mun stærra en ég bjóst við. Fyrir leikinn röltum við um og þá rak ég augun í lampa sem ég sé eftir að hafa ekki keypt. Lampinn er frá Jam Jar Lights og er gerður úr iðnaðarpípum.

IMG_6998

Rosalega smart lampi og peran var líka ansi flott… gamaldags og smá retro fílingur í henni.karenlind