Þeir sem hafa fylgst með mér á snapchat (@karenlind) tóku eftir því að ég fór í hilluleiðangur í Søstrene Grene. Einhvern tímann er allt fyrst.. ég stóð í röð og beið eftir hillunum eins og mjög margir. Ég játa að ég hafði ekki hugmynd um að það yrði röð, svo ég var ekkert að koma eitthvað sérstaklega tímanlega og var því eiginlega aftast í röðinni. Ég komin 36 vikur á leið stóð þarna.. og beið á meðan það var hleypt inn í hollum eða tíu manns í einu. Já, Søstrene Grene tók sem betur fer upp á aðgangsstýringu rétt eins og Bláa Lónið.
Ég var ákveðin í því að kaupa String hillur inn í eldhús til okkar.. en svo komu þessar og ég hugsaði með mér að ég væri alveg jafn til í þær og hinar. Það er margt annað sem við þurfum að gera og því frábært að geta keypt svona “staðgengla” á ótrúlega fínu verði. Hillurnar hafa verið settar saman & þær eru mjög flottar. Verðið á þeim endurspeglar ekki gæðin, mér finnst þær einmitt alveg vera meira virði.
Þegar ég hafði tekið hillurnar sem mig langaði í voru tveir kassar eftir.. já, ég var næst síðasta til að ná hillum. Ekta ég. Annars tók ég vitlausar hillur í öllum hamaganginum og þarf að fara AFTUR og hanga í þessari hel***** röð. Hver er að djóka í mér með það?
Ég bíð þá bara eftir næstu sendingu og stend í röð… það er að segja ef ég verð ekki búin að eiga. Oh, meiri vitleysan. Ég er ekkert að nenna að standa í þessu – enda átti ég aldrei von á þessari röð til að byrja með. En annars mæli ég með þessum hillum, og það kemur önnur sending einhvern tímann í september.. ég fylgist með á FB síðunni þeirra en þar kemur tilkynningin.
Skrifa Innlegg