fbpx

Hillurnar í Søstrene Grene

HEIMILIÐ MITTHÖNNUN

Þeir sem hafa fylgst með mér á snapchat (@karenlind) tóku eftir því að ég fór í hilluleiðangur í Søstrene Grene. Einhvern tímann er allt fyrst.. ég stóð í röð og beið eftir hillunum eins og mjög margir. Ég játa að ég hafði ekki hugmynd um að það yrði röð, svo ég var ekkert að koma eitthvað sérstaklega tímanlega og var því eiginlega aftast í röðinni. Ég komin 36 vikur á leið stóð þarna.. og beið á meðan það var hleypt inn í hollum eða tíu manns í einu. Já, Søstrene Grene tók sem betur fer upp á aðgangsstýringu rétt eins og Bláa Lónið.

Ég var ákveðin í því að kaupa String hillur inn í eldhús til okkar.. en svo komu þessar og ég hugsaði með mér að ég væri alveg jafn til í þær og hinar. Það er margt annað sem við þurfum að gera og því frábært að geta keypt svona “staðgengla” á ótrúlega fínu verði. Hillurnar hafa verið settar saman & þær eru mjög flottar. Verðið á þeim endurspeglar ekki gæðin, mér finnst þær einmitt alveg vera meira virði.

Þegar ég hafði tekið hillurnar sem mig langaði í voru tveir kassar eftir.. já, ég var næst síðasta til að ná hillum. Ekta ég. Annars tók ég vitlausar hillur í öllum hamaganginum og þarf að fara AFTUR og hanga í þessari hel***** röð. Hver er að djóka í mér með það?

14302582_10210305293810959_890074517_n14302806_10210305293770958_2092237174_n14256795_10210305293850960_1440879441_n14269845_10210305294010964_26956186_n14256800_10210305294130967_968726650_n14331142_10210305293730957_1191238986_n14302604_10210305293970963_1815608738_n
Ég bíð þá bara eftir næstu sendingu og stend í röð… það er að segja ef ég verð ekki búin að eiga. Oh, meiri vitleysan. Ég er ekkert að nenna að standa í þessu – enda átti ég aldrei von á þessari röð til að byrja með. En annars mæli ég með þessum hillum, og það kemur önnur sending einhvern tímann í september.. ég fylgist með á FB síðunni þeirra en þar kemur tilkynningin.

karenlind

Parketlögn og undirlag

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

 1. sigridurr

  10. September 2016

  Mjög fallegar hillur! Hvar fékkstu Kim K myndina? x

  • Karen Lind

   11. September 2016

   Þetta er Selfish bókin… hehe… keypti hana í gríni í fyrra – og nú endar hún upp í hillu :-/

 2. Lóa

  12. September 2016

  Fannst þér ekkert athugavert að taka 6 hillur þegar það var 10 km röð? :) Samviskan hefði nagað mig!

  • Karen Lind

   12. September 2016

   Hver sagði að ég hafi tekið sex hillur?

   Ég var ekki ein.. :-) En annars nei ef það hefði verið svo, ég hafði staðið í röð í 40 mínútur og hver einasta manneskja tók að meðaltali 4-6 kassa.

 3. Hera Rut

  12. September 2016

  haha man eftir þér úr röðinni 2 óléttar að bíða eftir hillum og voru reyndar þó nokkrar óléttar í röðinni, ætli þetta sé bara eitt af aukaverkunum óléttunar? ;)
  En ég náði einmitt þeim síðustu ! Thank god !
  Á samt enn eftir að setja þær upp – gaman að sjá hvað þær koma vel út :)

  • Karen Lind

   12. September 2016

   Ja þu varst fyrir aftan mig – eða ein a milli okkar! Haha.. Þetta var nu meira :-)

   Eg keypti einmitt vitlausa i barnaherbergið.. Og þarf að fara aftur ut af þvi :/

 4. Ella

  12. September 2016

  Virkilega fallegar :) Má spyrja hvaðan parketið er?

  • Karen Lind

   12. September 2016

   Við keyptum það í Birgisson :) Ofsalega gott, 14mm þykkt og plankarnir eru 280cm langir!

 5. Jóhanna Ey

  13. September 2016

  hver er stærðin á hillunum ?

  • Karen Lind

   14. September 2016

   Minnir að þær séu 50cm á lengd.. er ekki með hin málin því miður.