fbpx

Innflutningsgjöf

HEIMILIÐ MITTHÖNNUN

Vinkonur mínar hlusta greinilega á mig.. en ég hafði orð á því við eina þeirra að ég ætlaði að kaupa mér bakka inn á bað frá VIGT. Vaskurinn verður til að mynda vinstra megin uppi á innréttingunni til að það sé pláss fyrir eitthvað fallegt stáss hægra megin. Ég sá alltaf bakkann frá VIGT fyrir mér, skreyttan með fallegu kerti, til dæmis frá VOLUSPA og einhverju fleira.

Ég fékk hringlóttan bakka frá þeim í stærð 2 og þar að auki bættu þær við myndarammaboxi í stærð 22×27. Myndarammaboxið var líka á óskalistanum og ég er alsæl að eiga hvort tveggja. Ég þarf að bæta við annarri færslu þegar ég hef útfært bæði en ég sé fyrir mig að gott safn af polaroid myndum í myndarammaboxinu. Hugmyndin er svo sú að gestir geti opnað boxið og flett í gegnum myndirnar.. sjarmerandi og persónuleg hugmynd hjá þeim hjá VIGT.

screen-shot-2016-11-09-at-4-03-54-pm screen-shot-2016-11-09-at-4-04-01-pm-1 screen-shot-2016-11-09-at-4-04-08-pm screen-shot-2016-11-09-at-4-04-16-pm screen-shot-2016-11-09-at-4-04-24-pm

Hringlóttur bakki fæst hér
Myndarammibox fæst hér
Heimasíða VIGT
karenlind1

19. október

Skrifa Innlegg