fbpx

Vinadagar Scintilla 12. – 13. september

HÖNNUN

Ég læt mig ekki vanta á vinadaga Scintilla sem hefjast í dag, 12. september og teygja sig út morgundaginn 13. september. Ég ætla að kaupa handklæði fyrir baðherbergið til að hengja upp á snaga. Við flísalögðum þrjá veggi af fjórum inni á baðherbergi, og sá eini sem var ekki flísalagður verður málaður á næstu dögum í svona aðeins öðruvísi lit. Handklæðin munu setja punktinn yfir i-ið.

Handklæðin eru þekkt fyrir gæði og góða endingu þar sem áhersla er lögð á lífræna framleiðslu og íslenska hönnun. Þau koma í sex mismunandi litum, mig langar reyndar í flest alla litina en ég held ég kaupi handklæðin í bleiku eða gulu í dag.

14202582_1538447606184119_8693887907426007828_n

13417524_1441783709183843_192530890859267915_n

12115441_1252314378130778_7167771697166801321_n 1599862_791826637512890_1873443365_o

Ekki láta vinadagana framhjá ykkur fara. Mér finnst þetta tilvalið tækifæri til að kaupa jólagjafir, brúðkaups- og innflutningsgjöf.. eða hvaða tilefnisgjöf sem er. Það verður engin/-nn svikinn af þessum svörum, ég lofa því!

Scintilla.is
Facebook Scintilla

karenlind1

Hillurnar í Søstrene Grene

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Guðrún

    13. September 2016

    Enn spælandi að hafa ekki séð þetta fyrr! Gildir þessi afsláttur líka ef maður kaupir á netinu?

    • Karen Lind

      13. September 2016

      Eg held ekki.. eg for i dag og keypti – hun talaði um að þetta væri siðasti dagurinn :/