fbpx

Jólatrésstandur? Aðeins einn kemur til greina

HÖNNUNÍSLENSK HÖNNUN

Já, aðeins einn jólatrésstandur að mínu mati kemur til greina. Ég ýki ekki en ég man ekki til þess að hafa séð flottan stand áður. Enginn standur hefur gripið athygli mína sérstaklega – en í fyrra gerðist það. Mæðgunum (eða vinkonum mínum, ég kýs að kalla þær það) í VIGT tókst að hanna hinn fullkomna jólatrésstand. Hann kom út í fyrra en þá var hann aðeins til í hör en í ár hafa þær aldeilis bætt við flóruna, en nú eru þeir einnig til í velúr. Ég veit hreinlega ekki hvaða litur er í uppáhaldi.. þeir eru allir ótrúlega sjarmerandi.

 

Ég þarf að fara heimsækja þær í VIGT og vera mögulega með Instastory á Trendnet, þá get ég sýnt ykkur þá “live”. Annars mæli ég alltaf með ferð til þeirra.. en verslunin er svo falleg. Þær mæðgur halda í concept VIGT bæði inni í versluninni (auðvitað) sem og fyrir utan hana.. en húsið er málað í fallegum dökkum lit og svo er allt umhverfið um kring ótrúlega hrátt.

Jólatrésstandurinn fæst hér.


Apríl Skór?

Skrifa Innlegg