fbpx

… lamparnir

HÖNNUN

Ísland í dag var með tvo ótrúlega áhugaverða þætti um hönnun, fyrri þátturinn var sýndur 5. október (sjá hér) en sá seinni 13. október (sjá hér). Þann 5. október var tekið viðtal við Höllu Báru en sá þáttur fannst mér frábær, svo ekki sé nú minnst á hve flott hún er. Ég sé mig í anda púlla adidas buxur við hvíta skyrtu. Hún var bara alveg með’etta. Ég mæli með að horfa á hann en margt sem hún minntist á hef ómeðvitað tileinkað mér sl. ár… en eitt sem stóð meðal annars upp úr voru punktarnir um lýsingu og lampa. Lýsing af lömpum er nefnilega bara svo miklu fallegri en lýsing af loftljósum. Lamparnir veita ákveðna stemningu.. mikið sem ég er sammála henni. Nú hef ég enn gildari ástæðu til að kaupa fleiri lampa, takk Halla Bára :)

Að gefnu tilefni set ég inn tvo lampa sem eru undurfagrir. Þennan fyrri hef ég séð bregða fyrir í versluninni Casa og á veitingastað á Ítalíu þegar ég fór þangað í september síðastliðnum. Ég er vægast sagt yfir mig hrifin af Atollo lampanum, sérstaklega í þessum brass lit. Fæst hér. Ég veit… hann er dýr.. mjög dýr.

Svo er það þessi fallegi og margbreytilegi Eclipse lampi. Ég sá hann á instagram hjá Hafstore.is og reyndi að sjálfsögðu að vinna hann í instagram-leik en heppnin var með einhverjum öðrum (“.)… svo sá ég hann á snapchat hjá Svönu (@svartahvitu) og hann er gordjöss! Ég hlakka til að sjá hann með berum augum en HAFSTORE verslunin opnar hvað á hverju, þangað til mæli ég með að fylgjast með þeim á instagram.

Ljósakveðjur þennan sunnudaginn…

.. hagstæð og öðruvísi kaup!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ástríður

    16. October 2017

    Guð ég sá einmitt þennan þátt með Höllu og er búin að vera hana á heilanum síðan, þetta átfitt var svo flott!

  2. Tinna

    17. October 2017

    Vá hvað ég er sammála með Atollo lampann. Er búin að dást að honum lengi. Eclipse lampinn er kominn inn ínstofu til mín og hann er algjört bjútí!