fbpx

Trylltir lampar..

HÖNNUN

Ég sá svo fallegan lampa hjá Svönu í þessari færslu, sjá hér… og degi síðar sá ég hann auglýstan á Facebook hjá AFF concept store í Ármúla en hann fæst hér.

Mér finnst hann ótrúlega flottur, eiginlega meira en það. Mér finnst hann trylltur!

Persónulega finnst mér svarti flottari en hann passar eflaust ekki í öll rými en þá kemur hvíti sterkur til leiks. Lampinn er sniðinn inn til mín.. mig langar í hann helst í gær eða fyrradag.

 

Og svo eru það þessir sem eru frá Carl Johan líka, en mér finnst þeir ótrúlega flottir líka. Handblásið gler og marmari, ansi veglegur! Ég er ekki alveg jafn hugfangin af þessum og þeim efsta en engu að síður mjög flottur! Ég er ekki viss hvar hann fæst og viðurkenni fúslega að hafa ekki kannað það.

Svo er ég með þessa elsku á heilanum (þið verðið að afsaka lélegar myndir, eina sem er í boði), mushroom lamp frá Kosta Boda eftir Monicu Backström.. en það er ástæða fyrir því að mig dauðlangar í hann. Þetta er eitt af því fáa sem ég man að foreldrar mínir voru með á æskuheimili mínu, eða þar til ég var sex ára. Þá skildu þau.. ekkert nema gott og blessað við það. En þessi lampi prýddi heimilið. Hann er einstaklega fallegur og birtan svo mjúk og hlý. Þeir eru ekki auðfengnir, en ég hef gert dauðaleit af honum á bæði internetinu sem og í verslunum.. mig langar ótrúlega í einn, þá helst hvítan með fölbleiku mynstri sem er varla sjáanlegt (þannig var þeirra lampi). Ég held enn í vonina.

Jólatrésstandur? Aðeins einn kemur til greina

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    2. December 2017

    Haha met, ég var einmitt með þessa lampa á blogglista, var að skoða þá í AFF í vikunni:)
    Og kosta boda lamparnir eru æði… hef lengi verið að leita að réttum fyrir mömmu sem braut sinn. Man einmitt líka eftir þeim úr æsku:)
    x S

  2. Svandís

    14. December 2017

    Það eru til tveir Kosta Boda lampar í Portinu Nýbýlavegi 8, annar brúnn og hinn hvítur með bleiku, minni týpan!

    • Karen Lind

      16. December 2017

      Í alvoru… ég þarf að kíkja. Takk kærlega <3